Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Side 4

Skessuhorn - 24.08.2022, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Mannlegleikans kraftur Föstudaginn 14. september 2001 sýndum við Bandaríkjamönnum hlut- tekningu okkar vegna árásanna á Tvíburaturnana í New York með þriggja mínútna þögn. Sjónvarps- og útvarpsútsendingar voru rofnar, strætis- vagnar stöðvaðir, Sinfóníuhljómsveit Íslands gerði hlé á æfingu sinni og skólastofnanir stöðvuðu kennslu um stund. Sorgin náði yfir landamæri og fjarlægðir og fólk setti sig hvert í annars spor. Atburðurinn var harmur á heimsvísu og samúð og samkennd ríkti. Engu að síður var hart dæmt seinna meir og leitað hefnda. Þær standa enn. Þannig tekst hið góða og illa oft á eða gengur samhliða, svo einkennilega sem það nú hljómar. Það tilheyrir mannlegu samfélagi að sýna samúð. Hún er eins og hvítu blóðkorn líkamans, sem ráðast á meinsemdir. Á sama hátt getur skilningur og hluttekning haft læknandi áhrif á djúpstæð sár. Að finna til með öðrum er hluti af mannsins eðli og endurspeglar það góða í honum. Allt í einu er okkar friðsæla land orðið vettvangur skotárása. Á síðasta ári var gerð skotárás í Hafnarfirði og skotið á skrifstofur stjórnmálaflokks og borgarstjóra. Þá var maður skotinn til bana við heimili sitt í Rauða- gerði í febrúar, skotárás var gerð á Egilsstöðum og skotið á hús í Kópavogi í desember. Þetta er áhyggjuefni sem yfirvöld hljóta að taka til sérstakrar skoðunar. Hneykslan okkar er alger og við fylgjumst með í forundran. Á sama tíma óttast fólk með geðrænan vanda að fordómar fái byr undir vængi þegar slíkt kemur upp. Slíkt ber að varast. Fyrir nokkrum dögum varð íslenska þjóðin vitni að miklum harmleik í litlu samfélagi fyrir norðan. Við slíkar aðstæður verður manni orða vant. Hluttekning, skilningur og samúð er það eina sem gildir og sannar um leið tilvist gæskunnar sem grunneiginleika mannsins. Hún gegnir hlutverki hvítu blóðkornanna; vinnur gegn hinu illa og dæmir ekki. Við leitum í smiðju skáldsins Jóhannesar úr Kötlum, sem fæddur var árið 1899 á bænum Goddastöðum í Dölum og ólst upp í Ljárskógaseli í sömu sveit. Skáldanafnið úr Kötlum er eftir örnefni við ána Fáskrúð sem þar rennur. Í fallegu kvæði eftir Jóhannes vekur hann athygli á kærleikanum sem hann velur að formgera í Jesú Kristi sem samnefnara manngæsku og samúðar. Það getur enginn drepið gæskuna, við trúum á líf hennar þrátt fyrir allt. Kvæðið ber heitið Jesús Maríuson og endar á þessum orðum: En hvað svo sem ég geri er hann mín eina hlíf er hrynur neðsta þrepið því hvað oft sem hann deyr þá er eftir eitthvert líf sem enginn getur drepið. Og Jesús sonur Maríu mætir oss eitt kvöld sem mannlegleikans kraftur: æ, vertu ekki að grafa ‘onum gröf mín blinda öld - hann gengur sífellt aftur. Guðrún Jónsdóttir Á fundi byggðarráðs Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var til umfjöllunar möguleg upp- bygging nýs flugvallar til stuðnings núverandi flugvöllum í landinu. Borgarbyggð hefur verið nefnd sem valkostur fyrir nýjan flug- völl og Mýrar nefndar sérstaklega í því sambandi. Þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem sæti á í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, vakti máls á þessu fyrr í sumar. Horft er til þess að finna nýjum flugvelli stað utan t.d. virkra eldfjallasvæða. Í ályktun byggðarráðs segir m.a: „Borgarbyggð er steinsnar frá höfuð borgarsvæðinu en liggur jafnframt á krossgötum milli lands- hluta. Samgöngur innan sveitarfé- lagsins og til höfuðborgarsvæðis- ins eru nær undantekningarlaust greiðar. Fyrirhugaðar þjóðhags- lega hagkvæmar samgöngubætur á borð við Sundabraut munu stytta ferðatíma og auka öryggi enn frekar. Lega sveitarfélagsins hlýtur að kalla á að landsvæði í Borgar- byggð, t.d. Mýrar, verði tekin til ítarlegrar greiningar ef ákveðið verður að ráðast í umfangsmikla fjárfestingu í flugvelli, hvort sem hann er hugsaður til vara við núverandi millilandaflugvelli eða til að létta álagi af öðrum flug- völlum á suðvesturhorni landsins. Hér má t.d. horfa til kennslu- og æfingaflugs, einkaflugs og vöru- flutninga.“ Byggðarráð fól sveitarstjóra að koma skoðun byggðarráðs á fram- færi við yfirvöld samgöngumála og leggja mat á hvort ástæða sé til að sveitarfélagið hafi frumkvæði að frumathugun á mögulegum kostum. mm Jóhannes Geir Guðmundsson á Reykhólum fór í göngu á dögunum með heimilishundinn Kleinu Karen með í för. Í ferðinni rákust þau á hnísukálf sem var rekinn. Fram kemur á heimasíðu Reykhólahrepps að annað slagið sjáist hvalir þar inni á fjörðum, lítil háhyrningavaða sást í Berufirðinum fyrir fáeinum árum og í vor í Þorskafirði. Að öllum lík- indum eru þeir að elta æti. Flestir hvalirnir fara þegar þeir hafa lokið erindum en sumir eru ekki jafn heppnir. Fyrir nokkrum árum gekk ferðafólk fram á háhyrnings kálf uppi í fjöru inn- arlega í Þorskafirði og hjálpuðu bræðurnir Brynjólfur og Ólafur Smárasynir honum á flot. Seinna um sumarið fannst svo samskonar kálfur rekinn utar í firðinum hjá Hlíð og mjög líklegt að það hafi verið sama dýrið. vaks Náttúrufræðistofnun vaktar við- komu rjúpnastofnsins hér á landi. Talning sem gerð var á Vestur- landi og Norðausturlandi í lok júlí og byrjun ágúst nú í sumar gefur slæmar vísbendingar um stofninn. Þannig hefur viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi aldrei verið lakari frá því mælingar hófust árið 1964 og á Vesturlandi var útkoman með því lakari frá því mælingar hófust sumarið 1995. Í talningum á Vesturlandi fund- ust 34 kvenfuglar og 184 ungar. Hlutfall kvenfugla án unga var 13%, ungar á kvenfugl voru einungis 5,41 og hlutfall unga í stofni 73%. Á Norðausturlandi fundust 64 kvenfuglar og 186 ungar. Hlutfall kvenfugla án unga var 44%, ungar á kvenfugl voru 2,9 og hlutfall unga var 59%. Hlut- fall kvenfugla án unga var miklu hærra en nokkurn tímann áður og eins voru ungahópar þeirra mæðra sem enn héldu einhverjum ungum mun minni en oftast áður. Náttúru fræðistofnun bendir á að kvenfuglar án unga hafa örugglega reynt varp en annað hvort afrækt á eggjatíma eða, sem líklegra er, að ungarnir hafa drepist frá þeim. „Væntanlega ræður hér mestu sú vætutíð sem einkennt hefur sum- arið á Norðausturlandi. Marktæk fylgni er á milli úrkomu og vinda- fars og viðkomu rjúpunnar,“ segir í frétt Náttúrufræðistofnunar. Rjúpnatalningar síðastliðið vor sýndu að rjúpnastofninn var í mik- illi uppsveiflu víðast hvar. Við- komumælingar sýna að nú hefur stofninn mætt mótbyr, staðan á Norðausturlandi er afleit og ekki heldur góð á Vesturlandi. Ekki er vitað um viðkomu rjúpunnar í öðrum landshlutum. mm Á Mýrum. Ljósm. gj. Byggðarráð ræddi mögulega stað- setningu nýs flugvallar á Mýrum Rjúpa með ungahópinn sinn. Myndin er tekin við Miðnes í júní. Ljósm. Sigurður Bjarnason. Viðkomubrestur í rjúpnastofninum Hundurinn Kleina Karen er ekki mjög stór en ekkert minni en hvalurinn. Ljósm. Jóhannes Geir Guðmundsson. Hvalreki á stærð við hund

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.