Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Qupperneq 6

Skessuhorn - 24.08.2022, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 20226 Skortir á að heimasmölun sé sinnt LUNDARR.D: Þrír sauð- fjárbændur í Lundarreykjal sendu nýverið bréf til sveitar- stjórnar Borgarbyggðar þar sem þeir vekja athygli á að smölunarskyldu nokkurra jarða í innanverðum dalnum sé ekki sinnt. Farið er þess á leit að sveitarstjórn geri úrbætur. Í bókun byggðar- ráðs síðastliðinn fimmtu- dag segir að fjallskilanefndir sendi ábúendum og jarða- eigendum fjallskilaseðil, þar sem m.a. komi fram hvenær heimalandasmölun skuli fara fram. Smölun heima- landa er ekki eitt af hlut- verkum fjallskilanefnda, og því hlutast þær ekki til um heimasmölun að öðru leyti. „Byggðarráð telur sig ekki geta hlutast til um smölun heimalanda að svo stöddu en leggur áherslu á að þetta er víða vandi og leita þarf lausna þar sem um mikið hagsmunamál er að ræða,“ segir í bókun byggðarráðs. -mm Ökumenn enn að kitla pinnann VESTURLAND: Mikið var um hraðakstur í liðinni viku eins og undanfarið í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. 78 ökumenn voru teknir af lögreglunni á vettvangi í liðinni viku á ólöglegum hraða, þar af einn ökumaður á 146 kílómetra hraða í Norðurárdalnum. Á hann von á sekt yfir 200 þús- und krónur og einn mánuð í sviptingu. Nærri sex hund- ruð mál hafa á öllu landinu farið í gegnum hraðamynda- vélar í vikunni og þykir ansi mikið. -vaks Datt í lausamöl AKRANES: Á þriðjudags- kvöld í liðinni viku datt maður á mótórhjóli á Akra- fjallsvegi við gatnamótin upp á Akranes. Malbikunarfram- kvæmdir voru í gangi og láð- ist verktaka að merkja að þær væru í gangi. Maðurinn var á mjög litlum hraða en datt í lausamöl og skemmd- ist hjólið lítillega og galli og hjálmur mannsins einnig. - vaks Svala í launalaust leyfi AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs Akraneskaupstaðar 11. ágúst sl. kom fram beiðni frá Svölu Kristínu Hreins- dóttur, sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs Akra- neskaupstaðar, þar sem hún óskaði eftir launalausu leyfi í eitt ár. Bæjarráð sam- þykkti erindið og að starfið verði auglýst. Ráðið verður tímabundið í stöðuna til eins árs og fól ráðið bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. -vaks Fuglaflensusmit viðvarandi LANDIÐ: Matvælastofnun varar enn við hættu á fuglaflensusmiti frá villtum fuglum yfir í alifugla. „Stofn- unin lítur svo á að smit með skæðum fuglaflensuveirum sé viðloðandi í villtum fuglum víða á landinu. Þó hafa færri veikir eða dauðir villtir fuglar verið tilkynntir til Matvælastofnunar í júlí og það sem af er ágúst, en mánuðina á undan.“ -mm Efla útvarp Grundaskóla AKRANES: Grundaskóli tilkynnti um helgina á face- book síðu skólans að eitt af því sem hann vill efla í vetur er Útvarp Grundaskóli. „Útvarpstækni sem gefur nemendum okkar tækifæri til að búa til hlaðvarpsþætti og senda út eða eiga sjálf. Með slíkum hætti má efla nem- endur í talmáli eða rökræðu sem og að gera eitthvað skemmtilegt og nýtt í nám- inu.“ Til að fylgja verkefn- inu eftir hefur nýr útvarps- stjóri tekið til starfa en það er gamall nemandi skól- ans, Margrét Saga Gunnars- dóttir Clothier. „Hún ætlar að vinna með einstaklingum og hópum að skemmti- legum valsvæðum í vetur og aldrei að vita nema að for- eldrum verði boðið að taka þátt í gegnum svo kallað frí- stundaval,“ segir einnig á síðu Grundaskóla. -vaks Laurent og Lola Balmer í Narfa- seli í Melasveit eru nú á förum og hafa selt jörðina. Þar hafa þau stundað grænmetisrækt og fleira og selt afurðirnar gestum og gangandi í um tvö ár. Leið þeirra liggur nú á vit nýrra ævintýra í Suður Ame- ríku þangað sem þau flytja bráðlega ásamt sonum sínum fjórum. Þau hafa byggt íbúðarhús og gróðurhús í Narfaseli auk geymslu og lítillar verslunaraðstöðu og hafa selt fram- leiðslu sína víða, meðal annars í Ljómalind í Borgarnesi. Nýir eigendur jarðarinnar eru Ásta Karen Helgadóttir og Filip Polách, ungt par sem flytur nú á Vesturlandið af höfuðborgarsvæð- inu. Þau taka við í september og stefna á að halda ræktuninni áfram, reikna þó með að þurfa að skala aðeins niður næsta sumar og vera með færri grænmetistegundir en Laurent og Lola hafa verið með fyrst um sinn. gj Íbúafjöldi á Vesturlandi hefur auk- ist mjög á síðustu árum og má sem dæmi nefna að fyrir tíu árum vou íbúar á Akranesi 6.578 talsins, en 1. febrúar í ár var talan hins vegar 7.845 sem er fjölgun um 1.267 íbúa á áratug. Annað dæmi er Borgar- byggð sem er næstfjölmennasta sveitarfélag Vesturlands. Þar hefur fjölgað umtalsvert á síðustu tíu árum, þar af mest í Borgarnesi þar sem íbúatalan hefur farið úr 1.763 í ársbyrjun árið 2012 yfir í 2.152 í upphafi þessa árs. Er það aukning um 389 íbúa. Íbúar í Borgarbyggð voru 3.470 að tölu fyrir tíu árum en töldust vera 3.865 1. febrúar síðast- liðinn. Verið er að fara yfir tölur um íbúafjölda frá því í sumar, en líkur eru til þess að þá hafi íbúafjöldi í sveitarfélaginu komist í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund íbúa markið. Skessuhorn hafði samband við Stefán Brodda Guðjónsson sveitar- stjóra sem sagði að verið væri að rýna nýjustu íbúatölur og að það yrði tilhlökkunarefni ef hægt yrði að gleðjast með tímamótaíbúa númer 4000 innan tíðar. Hann bætti því kíminn við að vonandi reyndist það ekki hafa verið hann sjálfur, en hann flutti lögheimili sitt í sveitarfélagið nýlega. gj Frá Borgarnesi. Ljósm. gj. Íbúafjöldi í fyrsta sinn á fimmta þúsundið í Borgarbyggð Fráfarandi og nýir grænmetisræktendur í Narfaseli. Til vinstri Ásta Karen og Filip og til hægri Lola og Laurent Balmer. Grænmetissala verður áfram í Narfaseli

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.