Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Side 10

Skessuhorn - 24.08.2022, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202210 Flutningur sauðfjár yfir varnarlínur er bannaður samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993. Mat- vælastofnun er þó heimilt að veita undanþágu frá þeirri reglu fyrir kyn- bótagripi, en hingað til hefur það ákvæði eingöngu verið notað til að flytja kynbótahrúta á sæðingastöðvar. Þá er í gildi sérstök reglugerð um sölu frá líflambasölusvæðum. „Í ljósi þess að nú hafa fundist gripir sem bera verndandi arfgerð gegn riðu- veiki (ARR) og mögulega vernd- andi arfgerð (T137) hyggst stofn- unin nýta þessa heimild til flutninga á líflömbum með þær arfgerðir inn á sauðfjárræktarbú, að undangengnu áhættumati. Umsóknum um slíka flutninga skal skilað inn í gegnum þjónustugátt Matvælastofnunar,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Þá hvetur Matvælastofnun ein- dregið til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerðir svo halda megi flutningi líflamba á milli svæða í lágmarki. „Þar sem ætla má að eftir- spurnin eftir þessu erfðaefni sé meiri en framboðið hefur Matvælastofnun skilgreint hvaða svæði/-bæir skuli njóta forgangs við kaup á líflömbum með framangreindar arfgerðir, þannig að þau nýtist sem best til að draga úr útbreiðslu riðuveiki.“ Forgangssvæði 1 Bæir þar sem riða hefur komið upp undanfarin 7 ár og bæir með far- aldsfræðilega tengingu við þá, svo sem sameiginlegan upprekstrar- rétt eða annan þekktan samgang. Til að nýta erfðaefnið sem best er miðað við að stærð hjarðar sé um 300 kindur, því ekki verður heim- ilt að flytja aðflutta kynbótahrúta frá móttökubæjum. Forgangssvæði 2 Bæir þar sem riða hefur komið upp undanfarin 7 ár og bæir með faraldsfræðilega tengingu við þá, en hjarðir minni en 300 kindur. Forgangssvæði 3 Allir bæir á riðusvæðum (sýktum varnarhólfum) og ekki falla undir forgangssvæði 1 eða 2. Annað Undanþágan nær ekki til flutnings líflamba inn á hrein svæði (líf- lambasölusvæði). Matvælastofnun mælist til þess að bæir á forgangssvæðum 1 og 2 auk bæja á hreinum svæðum njóti forgangs í úthlutun sæðis hrúta sem bera arfgerðirnar ARR og T137. Umsóknir verða afgreiddar 12. september nk, en nánari upp- lýsingar eru á mast.is mm Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur lagt til að stefnt skuli að innleiðingu fjögurra tunnu flokkunarkerfis við heim- ili í sveitarfélaginu 1. janúar 2023, sbr. lög um hringrásarhagkerfi. Fyrir lágu hugmyndir um kostnað frá Íslenska gámafélaginu vegna íláta og merkinga. Nefndin vísaði erindinu til byggðaráðs til umfjöll- unar og afgreiðslu en mun einnig taka málið aftur til umfjöllunar á næsta fundi sínum. Ekki liggur fyrir nákvæm útfærsla á fram- kvæmdinni og skoða þarf sérstak- lega hvernig leysa á málin í eldri hverfum þar sem pláss er tak- markað. Ennfremur er talsverð vinna eftir við gjaldskrármál svo sem vegna innleiðingar „Borgað- -þegar-hent-er“ kerfis sem byggir á mengunarbótareglunni (Polluter pays principle), sem innleidd var í íslensk lög árið 2012. Það er sú meginregla að sá sem valdi mengun bæti umhverfistjón sem af henni hlýst og beri kostnað af því. Frumvarp til breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs hefur víða verið á borðum sveitarfélaga undanfarið og tekur gildi um næstu áramót. Frum- varpið á sér uppruna í EES reglum en þar er áhersla m.a. lögð á að skapa eigi skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Samkvæmt nefndu frumvarpi skal koma upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi án blöndunar við annan úrgang. Flokka skal og safna a.m.k. eftir- farandi úrgangstegundum; pappír, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum. Einnig er tekið fram að sérstök söfnun á pappír, plasti og lífúrgangi eigi að fara fram á sem aðgengilegastan hátt við íbúðarhús og hjá lögaðilum í þéttbýli. gj Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa einróma samþykkt að stofna hlutafélag um rekstur Carbfix, sem er dótturfélag OR. Tilgangurinn er að gera Carbfix mögulegt að beita tækni sinni í innlendum og alþjóð- legum verkefnum, sem stuðla að því að minnka losun CO2 út í and- rúmsloftið og styðja þannig við loftslagsmarkmið Íslands og heims- ins. Carbfix vinnur nú að nokkrum viðamiklum verkefnum til að nýta tækni sína og þróa hana frekar, og fleiri verkefni eru í burðarliðnum. „Ekki er talið raunhæft eða skyn- samlegt að fjármagna vöxt verk- efna Carbfix úr sjóðum Orkuveitu Reykjavíkur eða eigenda hennar, enda um áhættufjárfestingar að ræða. Því er gert ráð fyrir að fá virðisaukandi fjárfesta að félaginu, en gengið er út frá því að það verði áfram í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verða hugverk Carbfix áfram alfarið í eigu Orku- veitunnar og þeirra sem komið hafa að þróun einstakra verkefna,“ segir í tilkynningu frá OR. Carbfix byrjaði fyrir fimmtán árum að þróa aðferð til að binda CO2 í jarðlögum neðanjarðar. Fyrir tækið hefur beitt henni sam- fleytt frá árinu 2012 til að binda CO2, einkum úr útblæstri Hell- isheiðarvirkjunar. Carbfix á í sam- starfi við fjölmarga aðila á Íslandi og víðs vegar um heiminn, bæði fyrirtæki, stjórnvöld, vísindasamfé- lagið og fleiri, um frekari beitingu og þróun tækninnar. Carbfix- -tæknin hefur á undanförnum árum vakið heimsathygli. Fyrirtækið hefur hlotið fjölmargar viðurkenn- ingar og styrki, bæði innanlands og erlendis, nú síðast stóran styrk frá Nýsköpunarsjóði Evrópu. mm Í gær, þriðjudag, fór fram ráðstefna á Akranesi um nýsköpun og sjálf- bærni. Það var Símenntunarmið- stöðin á Vesturlandi sem skipulagði ráðstefnuna sem haldin var á Breiðinni. Yfirskriftin og þar með heiti ráðstefnunnar var Nýsköpun sem leið til sjálfbærni. Þar fluttu erindi Kristinn Lár Hróbjarts- son framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, Auður Finnboga- dóttir stefnustjóri hjá Kópavogsbæ, Bragi Þór Svavarsson skólameist- ari Menntaskóla Borgarfjarðar, Gísli Gíslason stjórnarformaður NÝVEST og fleiri. Einnig fjall- aði erlendi fyrirlesarinn Aggeliki Vassilioua um EGS (Environ- mental Social and Governance). Það er skammstafað UFS á íslensku og stendur fyrir umhverfi, félags- lega þætti og stjórnarhætti, eða hvernig fyrirtæki geta með mark- miðasetningu og upplýsingagjöf sýnt samfélagslega ábyrgð í verki. gj Nú eru þrjár sorptunnur við hvert heimili, en verða fjórar. Fjögurra tunnu sorpkerfi til skoðunar hjá Borgarbyggð Breiðin. Ljósm. gj. Nýsköpun og sjálfbærni rædd á Breiðinni Heimilt að stofna hlutafélag um rekstur Carbfix Fjárrekstur á leið til réttar. Ljósm. úr safni/ mm. Birta verklagsreglur vegna flutnings líflamba

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.