Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Page 14

Skessuhorn - 24.08.2022, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 202214 Um síðustu áramót setti Guðgeir Guðmundsson á Akranesi sér það takmark að fara 41 sinni niður á hjóli frá öðrum hvorum toppnum á Akrafjalli, áður en hann yrði fer- tugur. Í allan vetur er hann búinn að hjóla upp og niður fjallið í sól, snjó, myrkri, þoku, rigningu, logni og hvassviðri enda allra veðra von á fjallinu. Mánudaginn 8. ágúst átti hann eftir tíu ferðir til að ná mark- miðinu og hefur síðan þá farið frá mánudegi til miðvikudags eina til tvær ferðir á dag til að ná að ljúka við ferðirnar áður en hann yrði fer- tugur. Blaðamaður Skessuhorns var með í för í ferð númer 39 síð- asta þriðjudag í liðinni viku í fyrri ferð dagsins ásamt nokkrum vinum Guðgeirs upp á Háahnúk sem er um 550 metrar á hæð. Guðgeir þarf að reiða hjólið sitt alla leið upp á topp og það er alls ekki auðvelt. Stundum þarf hann að halda á hjólinu sem er um 15 kíló í mesta klöngrinu og erfið- astur er fyrsti hluti ferðarinnar þar sem fyrsta brekkan er mjög brött. Gangan á þriðjudag gekk mjög vel í góðu veðri og var hópurinn kominn upp á topp fjallsins rúm- lega klukkutíma eftir að gangan hófst. Blaðamaður fékk að prófa á leiðinni að reiða hjólið hjá félaga Guðgeirs til að hann fengi smá hvíld enda hann að fara í fyrsta skiptið og komst að því að það er alls ekki auðvelt að vera með hjól í eftirdragi, hvað þá alla leið upp á toppinn. En þetta tókst allt saman á endanum og skemmtileg kvöld- stund með góðum hópi á þessu fal- lega kvöldi. Guðgeir og félagi hans hjóluðu síðan á fullri ferð niður Akrafjallið og mættum við honum síðan aftur á leiðinni upp við rætur fjallsins og ekki bilbug á honum að finna. Hann lauk síðan takmarkinu síð- asta miðvikudag og náði þar með sinni 41. ferð. Guðgeir varð fer- tugur síðasta föstudag og fagn- aði því með fjölskyldu og vinum. Skessuhorn óskar honum hjartan- lega til hamingju með afmælið og að ná langþráðu takmarki sínu með glæsibrag. vaks Síðastliðinn fimmtudag var Snæ- fellsbær fyrsta sveitarfélagið sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var við vinnu á landsbyggðinni. Hefur hún sett stefnuna á fjarvinnu á ýmsum stöðum á landsbyggðinni og var Snæfellsbær fyrstur í röðinni. Var Áslaug Arna með vinnuaðstöðu í félagsheimilinu Röst. Að vinnu lokinni var farið í heimsóknir og skoðunarferðir um Snæfellsbæ og fólk á förnum vegi tekið tali. Með- fylgjandi myndir eru frá þessum degi en eins og sjá má var gestur- inn heppinn með veður. af Guðgeir glaðbeittur á toppnum í síðustu ferðinni. Ljósm. Sigurður Þorvaldsson Fór á hjóli 41 ferð upp og niður Akrafjall Ferðafélagar Guðgeirs á leiðinni á toppinn. Ljósm. vaks Listamennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og eiginkona hans Ragnheiður Guðmunds- dóttir lýstu verkum sýnum og aðstöðu á Blómsturvöllum fyrir ráðherranum. Ráðherra flutti vinnustöð sína vestur á nes Áslaug Arna á Ástarbrautinni á Hellissandi. Hópurinn við innganginn í Sjóminjasafnið á Hellissandi. Með listamanninum Jo Klay sem er að vinna við verkið Vitinn sem mun verða fimm metra hátt. Heilsað upp á heimalninginn sem er vinsæll meðal gesta í Sjóminjasafnu á Hellissandi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.