Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2022, Page 21

Skessuhorn - 24.08.2022, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2022 21 Um helgina var Íslandsmótið í hrútadómum haldið á Sauðfjár- setrinu í Sævangi á Ströndum. Nýr meistari var krýndur, en Stranda- menn náðu ekki að landa sigri að þessu sinni. Sigurvegari í vana flokknum og þar með Íslandsmeist- ari í hrútaþukli varð Gunnar Stein- grímsson Stóra-Holti í Fljótum. Í öðru sæti varð Marinó Helgi Sig- urðsson á Hólmavík og er hann yngsti keppandi til að komast á pall í vana flokknum frá upphafi. Í þriðja sæti varð Þórður Halldórs- son á Breiðabólstað, Fellsströnd í Dölum. Alls kepptu 35 í vana flokknum. Eyjólfur Yngvi Bjarna- son ráðunautur var yfirdómari að þessu sinni. Keppt var í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara (sem eru þeir sem ekki kunna að stiga hrútana eftir stigakerfinu sem vanir nota í keppninni). Í fyrsta sæti í þeim flokki varð Elín Þóra Stefáns- dóttir í Bolungarvík og er það alls ekki í fyrsta skipti sem hún kemst á verðlaunapall. Í öðru sæti varð Katrín Jónasdóttir á Þúfnavöllum í Hörgár dal í Eyjafirði. Þriðja varð Bjarnheiður Fossdal á Melum í Árneshreppi og hún hefur einnig verið á verðlaunapalli áður. Alls voru 17 keppendur í flokki óvanra. Blíðskaparveður var og fjöl- menni á staðnum, talið er að rúm- lega 300 gestir hafi litið við yfir daginn. Glæsilegt kaffihlaðborð var á boðstólum og ókeypis á sýningar setursins. Sauðfjársetrið þakkar öllum kærlega fyrir komuna. mm/ Ljósm. Sauðfjársetrið Í flokki óvanra röðuðu konur í sér í öll verðlaunasætin. Fljótamaður nýr Íslandsmeistari í hrútaþukli Keppni í gangi. Sigurvegarar í flokki vanra hrútaþuklara. plöntutónlistina. Ég hef svo gaman af svona fjölþættum og þverfag- legum verkefnum og mig langar virkilega að halda áfram í þessa átt, fá inn fleiri miðla og auka dýptina í tónlistinni,“ segir Anna Þórhildur. Útlandabakterían blundar enn Systkinin segjast bæði hafa séð það fyrir sér að fara út í nám ein- hvern tímann í lífinu. Þau segjast bæði hafa hug á að flytja aftur utan í einhvern tíma en heimahagarnir togi alltaf. ,,Þegar ég var yngri var það alltaf draumurinn að halda tónleika í landinu Evrópu,“ segir Anna glettin. Bjarki bætir við; „ég var alltaf með það á bakvið eyrað en ég sé smá eftir því í dag að hafa ekki farið út fyrr, eins og í lýðhá- skóla eða í skiptinám í mennta- skóla, og vera þá í aðeins létt- ara prógrammi. Ég hefði örugg- lega haft gott af því að gera eitt- hvað aðeins léttara, eins og þegar ég flyt út þarna 2017 þá hafði ég í raun mjög lítið ferðast og var ekk- ert sérstaklega veraldarvanur.“ En hvernig var að búa úti í Bretlandi? ,,Ég kunni ofboðslega vel við mig í Bretlandi en ég bjó í Canterbury sem er lítil borg í Kent. Ég fann samt að þegar var farið að síga á seinni helminginn langaði mig að fara að koma heim til Íslands og ekki búa í ferðatösku. Það var alltaf svolítið rót á manni svo mér fannst bara góður tími til að koma heim og ég er mjög sáttur við það en ég er samt ekki alveg búin að losna við útlandabakteríuna, þó hún liggi kannski í dvala næstu misseri,“ segir Bjarki. Eiga sértungumál Systkinin segjast ná vel saman en þau hafa verið mjög náin í gegnum tíðina. ,,Það eru fjögur ár á milli okkar en við höfum alltaf verið góðir vinir. Við vorum aldrei mikið að kýtast en kannski kýtumst við meira núna. Stundum má segja að húsið rúmi ekki okkur bæði,“ segja þau og hlæja. ,,Við tölum eiginlega sérstakt tungumál okkar á milli sem er byggt á frösum og tilvitnunum í Fóstbræður, Tvíhöfða og Spaug- stofuna. Okkar helsta áhugamál er að gera grín af foreldrum okkar á þessu tungumáli. Brünhild og Gyða Sól úr Fóstbræðrum ásamt Magnúsi og Eyjólfi úr Spaugstof- unni eru undirstöðurnar í þessu spaugi. Svo er þetta tungumál að hluta til óyrt því Anna gerir óspart grín af látbragði móður okkar með bendingum og einföldum hljóðum. Svo stríðum við hvort öðru mikið en það er nú yfirleitt góð ástæða fyrir því,“ segja þau hress. Holland og Bretland ólík Bjarki og Anna hafa bæði verið í stjórn Sambands íslenskra náms- manna erlendis og vilja hvetja alla til að fara utan í nám og taka þátt í starfi SÍNE. ,,Ég myndi mæla með því fyrir alla að fara út, þó það sé ekki nema til Noregs eða Dan- merkur. Við höfum komist að því að setningin ,,what doesn‘t kill you makes you stronger“ er bara mjög sönn. Ferlið getur samt verið erfitt og lærdómsríkt,“ segja systkinin í sameiningu. Upplifun þeirra var þó ólík. „Í Bretlandi ganga öll samskipti út á kurteisi og fólk biðst afsökunar fyrir að labba framhjá þér í búðum. Þá er kurteisishjal – small talk – hálfgerð þjóðaríþrótt,“ segir Bjarki. Það hlakkar í Önnu og hún segir að það eigi ekki við um Holland. „Ég fékk eiginlega menningarsjokk því Hollendingar eru svo beinskeittir og hispurslausir. Ég hef til dæmis verið skömmuð úti á götu af ókunn- ugu fólki fyrir að tala „of hátt“ í sím- ann,“ segir hún eilítið hneyksluð. Saknaði náttúrunnar Anna segist hafa lært að kunna að meta Ísland betur eftir að hafa flutt út en hún segir Hafnarfjallið aldrei hafa verið eins fallegt og núna. ,,Ég held það hafi mótað mann rosalega mikið að vera héðan. Ég hef alltaf verið mikið fyrir raungreinar en með árunum hefur áhuginn færst mun meira yfir í félagsvísindin. „Ég hef mikinn áhuga á þjóðfræði og sögu og það er t.d. bara æðislegt að setjast niður í kaffi með lífsreyndu fólki hérna á næstu bæjum. Eins og núna stefni ég á frekara nám í fram- tíðinni tengt þjóðfræði, tónlistar- fræði eða menningararfi Íslands, en það er svona mitt áhugamál núna. Evrópa er fín og allt það en það var erfitt að geta ekki skotist og keyrt heim þegar ég vildi komast í sveitina. Ég saknaði svo mikið nátt- úrunnar og fattaði ekki hvað hún skipti miklu máli fyrr en ég kom heim og Hafnarfjallið hafði aldrei verið eins fallegt.“ sþ Anna Þórhildur tók þátt í nýsköpunarkeppni þar sem henni m.a. tókst að búa til tónlist út plöntum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.