Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2014, Side 90

Andvari - 01.01.2014, Side 90
88 HJALTl HUGASON ANDVARI frá 1957.5 Kallast það nú almennt Nonnahús og tengir hann við bernskuum- hverfið á raunsannan hátt. Þriðja áþreifanlega minnismerkið um Nonna er hin mikla ævisaga, Pater Jón Sveinsson - Nonni, sem Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur samdi og færði honum Islensku bókmenntaverðlaunin 2012.6 Ævisagan er viðamikið verk sem greinir ævi og störf Nonna niður í kjölinn og greiðir í sundur fjöl- marga þætti sem saman mynda hinn fjölþætta lífsvef hans. Þá varpar Gunnar ljósi á ýmsar huldar hliðar á þeirri þjóðsagnapersónu sem Nonni að mörgu leyti er og færir þá helgimynd sem mörg okkar hafa haft af honum nær ein- staklingi með líf og lit. Útkoma viðamikillar ævisögu um þekktan íslenskan rithöfund sætir ekki stórtíðindum sem slík enda hafa margar viðlíka sögur komið út á síðustu árum. Líklega má líta svo á að verið sé að skrifa rithöfunda og skáld af alda- mótakynslóðinni 1900 inn í nýja öld og tryggja þannig enn um hríð samhengi í íslenskri menningu að ekki sé sagt „samhengi í íslenskum bókmenntum".7 Má þar nefna sögur þeirra Matthíasar Jochumssonar (1835-1920, ný ævi- saga 2006), Stephans G. Stephanssonar (1853-1927, ný ævisaga 2002-2003), Hannesar Hafstein (1861-1922, ný ævisaga 2005) og Einars Benediktssonar (1864-1940, ný ævisaga 1997-2000).8 Þá sætir ekki tíðindum að slík saga sé tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna og vinni jafnvel til þeirra. Slíkar bækur hljóta alltaf að liggja vel við þegar verðlaunin eru veitt og vart við að búast að slíkt val valdi deilum. En um þessi virðulegustu bókmenntaverðlaun okkar verður að ríkja nokkur sátt. Bók Gunnars F. Guðmundssonar vann þó að mati þess sem þetta ritar ekki til verðlaunanna af einhverjum formsatriðum né var hún verðlaunuð til að forðast flokkadrætti. Hún er vel að verðlaunum komin hvar sem á er litið. Ævisagan er í alla staði vel gerð. Hún er læsileg og heldur athygli lesanda frá upphafi og út í gegn. Hún er ýtarleg og bregður upp fjölþættri mynd af Nonna. Hún er heiðar- leg og dregur upp trúverðuga mynd af sögupersónunni ekki síst í bernsku og á efri árum þegar hrörnun tekur að segja til sín og kraftar að þverra. Þá var tímabært að gera Jóni Sveinssyni skil einmitt nú. Hann var einstakur í sinni röð þegar í lifanda lífi: ólst að mestu upp fjarri ættjörðinni meðan ísland var enn einangrað á hjara heims, var einn af örfáum íslenskum kaþólíkum á sinni tíð, eini íslenski Jesúítinn eða Kristmunkurinn sem við höfum enn eignast og loks barnabókahöfundur á tíma þegar barnamenning var enn óþekkt fyrirbæri hér á landi enda bækurnar einkum ritaðar fyrir erlenda lesendur.9 Segja má að Nonni hafi goldið alls þessa og hefði líklega fljótlega gleymst að mestu, að minnsta kosti hér heima. Veröld Nonna er nú algjörlega horfin og tímaspursmál hversu lengi sagnheimur hans héldi velli einn og óstuddur. Bók Gunnars mun breyta hér miklu um og sá kynlegi kvistur sem Nonni óneitanlega var er vel þess virði að minningu hans sé haldið á lofti á þann hátt sem ævisagan gerir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.