Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 115

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 115
andvari LEIKSKÁLDIÐ STEPHAN G. 113 því ekki að koma á óvart að Stephan legði aftur til atlögu við Thaliu, enda er það svo. I fórum Landsbókasafns, sama handritapakka, er einnig að finna eitt eða tvö leikritsbrot sem heimfæra má upp á Stephan G. Stephansson og honum merkt.14 Þetta er hrafl, en að minnsta kosti annað brotið er harla forvitnilegt hrafl. Hið fyrra sem hér verður nefnt ber ekki heiti, nema að þar stendur Annar þáttur. 1. atriði. Hér blasir við gamalkunnugt minni, sonur á bænum og vinnukona eru að draga sig saman; hún stappar í hann stálinu að gerast skörulegur ræðumaður. Faðir hans setur sig alfarið upp á móti ráðahagnum og kallar til sína klerkinn síra Björn til að tala um fyrir kauða. Þeir setja fyrir sig fátækt hennar og svo að hún sé af „þessari vitfirrings ætt“. Strákur lætur sér ekki segjast og setur sig upp á móti fyrirætlunum, en atriðinu lýkur á því að Árni bóndi og klerkur virðast vera farnir en sonurinn Jón kominn aftur og farinn að staupa sig. Þar kemur fyrir eftirfarandi kveðskapur á 12. blaðsíðu (það vantar blað 11): ..vjelráða veröld fæla, viti með öllu glata, hræða skrögg kirkjuklæða, kerlingu skapraun gera (sýpur á aftur). Prestur, þú pyngjan lasta, píreygða hræsnisvera, þig skal ég þungum aga þegnaskyldan láta gegna, Níðhöggur ligum liður, lastyrðum reirður flestum, bólginn af hræsnishelgi. Heyryrðu orð mín pauri? (Sýpur enn á). Hafðu nú þetta gamli síra Björn, nú skal eg sýna þér i tvo heimana, slettireka með andaktina". Upphaf annars atriðis er svo að finna á hálfu blaði. Þar verður maður þess vísari, að Jón hefur látið undan þrýstingnum og gengið að eiga ríku ekkjuna sem föður hans og síra Birni var þóknanleg. Hún biður hann að líta til með skepnunum, en hann þvertekur fyrir það, virðist búinn að vera, búinn að fá sér neðan í því, vill fara í sparifötin og fá „eitthvað kraptgott að jeta, jeg ætla að gjöra aðför að prestinum til að hefna harma minna.“ Síðan hefur varðveist upphaf þriðja þáttar og er þar samtal áðurnefnds síra Björns og sonar hans, Hauks. Kemur þá í ljós, að Ingibjörg vinnukona, sem Jón lagði hug á, hefur orðið vitskert við brigð hans og nú er hún dáin. Haukur hefur tekið hana í sín hús og biður nú föður sinn að annast útförina, en ann- ars virðist fátt með þeim feðgum. Klerkur tekur því vel en orðaskipti verða þó milli þeirra og kemur í ljós að þá greinir mjög á í trúmálum. Klerkinum gamla er mjög í nöp við fríþenkjara og skynsemistrúarmenn. Hvernig sá ágreiningur æxlast vitum við ekki, nema eitthvað fleira komi í leitirnar. En augljóst er að leikurinn fjallar öðrum þræði um ágreining í trúmálum, sem Vestur-íslendingar gerðu að sérgrein sinni, þó að Stephan G. færi víst sjaldan eftir bókstafnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.