Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 167

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 167
ANDVARI AÐ LÆRA TIL SKÁLDS - TILRAUN UM NÁM 165 Gylfaginning, fyrra svid Fyrirsögnin er ótvíræð (U-Edda 2013, 154): „Hér hefur Gylfa ginning frá því er Gylfi sótti heim alföður í Ásgarð með fjölkynngi og frá villu ása og frá spurningu Gylfa.“ Það er Gylfi Svíakonungur sem þarna er á ferð, en megin- málið hefst samt svona: „Gylfir var maður vitur“. Vitanlega má halda því fram að nöfnin Gylfi og Gylfir séu af sömu rót og það skipti engu meginmáli hvor myndin er notuð. Það er sumpart rétt, en þegar víxlað er heitum eftir veiku beygingunni og sterku, er það ekki alveg reglulaust. Þannig er Gylli sækonungur en Gyllir jötunn í Eddu. Það er líka vafasamt sem Lind heldur fram (Norsk-islándska dopnamn) að Gylver (Gylfir) sé í eignarfalli Gylfa í Hávamálum er eignarfallsmyndin Gylfirs, í Riddararímum Gylfis. Lind tók sennilega ekki með í reikninginn að fyrirsagnirnar í DG 11 eru ekki samdar fyrir handritið heldur afritaðar úr forriti; þess vegna er betra að fara gætilega hér. Sviðsetningin sem boðið er upp á þegar Gylfir kemur til Valhallar og sér fyrir „háva höll“ sem smám saman breytist í Hávahöll í meðförum, býr nem- andann ekki sérlega undir skáldanámið. Kannski bendir kennari á að í hand- ritinu sé Þjóðólfi (úr Hvini) eignaður vísuhelmingur sem líklegra sé að sé eftir Þorbjörn hornklofa, og hugsanlega taka skáldnemar hjálparlaust eftir að húsgangurinn sem Gylfir tuldrar og hefst á orðunum „Skatnar allir / áður né gangim fram“ er heldur óburðugur kveðskapur og líklega afbökun á heil- ræðavísu sem byrjar „Gáttir allar / áður gangi fram / um skyggnast skyli“5 Hugsanlega tekur nemi líka eftir að þetta er í eina skipti sem tilvitnanir eru lagðar í munn Gylfis, héðan af eru það blekkingarguðirnir þrír sem vitna í kvæði í Gylfaginningu og aldrei eftir nafngreind skáld. Sköpunarsagan Það fyrsta sem Gangleri fræðist um, er sköpunarsagan, sköpun jarðar, manna og dverga, svo sundurliðað sé. Þar sem líta má á Völuspá sem meginheimild Eddu og jafnvel svo að kvæðinu virðist fylgt eins og heimildarkveðskap í konungasögum eða manni dettur í hug að nota um erlenda orðið prosifiering, endursögn í lausu máli,6 vekur óneitanlega athygli að sköpunarsagan sem sögð er í Gylfaginningu skuli vera í meginatriðum frábrugðin sköpunarsögu Völuspár.7 Það er í frægu erindi sem leiðir skilur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.