Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 24

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 24
F aöoaöarerindíð Skipunin til saínaðar Guðs var gefin á greinilegan hátt af Meistar- anum sjálfum, þegar hann sagði: „Farið út um allan heim, og kunn- gerið gleðiboðskapinn allri skepnu.“ Enginn getur haft á móti slíkri skip- un. Hún er samanköllunarmerkið, sem aldrei missir hin vekjandi áhrif sín á þann, sem er sannur hermaður Jesú Krists. Þetta er ekki beiðni, og ekki held- ur eintóm uppástunga. Það er ákveð- in skipun; víðtæk, ómótstæðileg. Það er greinilega bjóðandi: „Farið“. Skyldan hvílir óumflýjanlega á hverj- um kristnum manni. Þetta mikilfeng- lega fyrirtæki er því grundvallað á guðdómlegum myndugleik. Það er erfitt að skilja, hvernig þeir sem þykjast þjóna Kristi, geta sýnt kæruleysi þegar um er að ræða hið mikilvægasta ætlunarverk, sem hann hefir nokkurntíma falið fylgjendum sínum að framkvæma. Ef vér trúum á Krist, verðum vér einnig að hafa trú á, og áhuga fyrir kristniboði meðal heiðingja. Þeir sem segja, að þeir hafi ekki trú á kristniboðsstarfi, vita ekki, að þeir með því leiða fyrirdæmingu yfir sjálfa sig. Það er augljóst, að sá sem ekki hefir nein trúarbrögð, sem hon- um eru dýrmæt, hefir ekki heldur áhuga fyrir því, að hjálpa öðrum til að öðlast þess konar trúarbrögð. Þeir aftur á móti, sem í raun og veru haf kristilega reynslu til að byggja 131 alls heimsins, á, munu gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að færa hana öðrum. Ef einhver gerir vísindalega upp- götvun, mun heimurinn aldrei fá að vita neitt um hana, ef hann ekki skrifar um hana, eða segir öðrum frá henni, svo að þeir geti látið frétt- ina berast út. Þannig er það og, að Afríkumaðurinn, Hindúinn eða Kín- verjinn munu aldrei fá að heyra neitt um Jesúm, ef þeir, sem þegar þekkja hann, kæra sig ekki um að segja öðrum frá honum. Þetta sýnir hversu feiknamjkil ábyrgð hvílir á oss gagn- vart meðbræðrum vorum. Hafi Krist- ur gert eitthvað fyrir oss, munum vér hafa vit á að meta það. Og ef vér í sannleika metum það mikils, munum vér þá ekki vilja láta aðra fá hlutdeild í sömu blessun? Ef vér ekki gerum það, erum vér þá ekki eigingjarnir, og höldum henni handa sjálfum oss einum? Þetta er kjarn- inn í spumingunni. Hér veltur á persónulegu sambandi voru við Krist. Af því að vér elskum hann, gleðj- umst vér, þegar vér getum gert aðra hluttakandi í hinni frelsandi náð hans. Guðs orð segir: „Ekki er hjálp- ræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himnin- um, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ Hvorki Buddhatrú, Múhameðstrú, Konfusiusar kenning, eða nokkur 22

x

Í fótspor Meistarans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.