Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Side 3

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Side 3
Á V A R P Landið okkar er víðáttumikið og ógreitt yfirferðar. Há fjöll og jöklar, mikil vatnsföll, hraun og gróðurlausir sandar greina sundur byggðirnar og torvelda samgöngur. Til þess að bœta úr samgönguörðugleikunum hefir á síðustu áratugum verið lagt fram stórfé til að brúa árnar og leggja vegi um fjö/förnustu leiðirnar. Jafnframt þeim umbótum hefir verið flutt til landsins mikið af vélknúnum vögnu/n, sem nú eru að verulegu leyti notaðir til flutn- inga í stað hestanna, sem áður fluttu menn og varning öld eftir öld um vegleysur íslenzkra byggða og óbyggða. Einnig hefir miklu fé verið varið til styrktar skipaferðum, meðfram ströndum landsins, til að greiða fyrir fólks-, og vöruflutningum eftir þeim leiðum. Með nýjum vegum og bifreiðum, sem fara milii landsfjórð- unga á fáeinum klukkustundum, hefir gerst œfintýraleg bylting l samgöngumálum hér á landi. Þrátt fyrir þœr miklu framfarir er enn mjög mikið óunnið að vegalagningum, til þess að fullnœgt verði þörfum og óskum landsmanna í því efni. Meiri ferðahraði er í vœndum. í nágrannalöndum okkar er haldið uppi reglubundnum ferðum með flugvélum, til flutnings á fólki og varningi, og er sú flutn- ingastarfsemi í hröðum vexti. Hér hefir einnig verið stofnað flugfélag og keypt flugvél, sem nú er starfrœkt og stjórnað af íslenzkum flugmanni. Þessi byrjun, þó í smáum stíl sé, gefur vonir um meira. Aðalsamgönguleiðir okkar verða vafalaust um landið og hafið fyrst um sinn, en þó má hiklaust gera ráð fyrir að ferðir aukist um leiðir loftsins hér sem annarsstaðar. Ráðgert er að verja fé úr ríkissjóði á nœsta ári til flugvallagerðar og byggingar flugskýla, til að greiða fyrir flugferðum milli lands- hlutanna, og flugmálaáhugi margra ungra manna bendir til þess að þjóðin megi vænta verulegra framfara á þvi sviði á næstu árum. Flugvélarnar eru fljótari í ferðurn, þœgilegri og skemtilegri en nokkur önnur farartœki. A ör- skammri stund er flogið óraleiðir um endalausa vegi loftsins og horft samtímis yfir fjöll, dali og strendur, þar sem tugir þúsunda af landsins börnum eyða œfi sinni í störfum og athafnaleysi, auðlegð og fátœkt, gleði og sorgum, þar sem aldraðir menn og konur lifa í endurminningum um ^gamla og góða daga« og þar sem œskan horfir glöðum augum móti komandi árum í von um sól og sutnar. Vélamenning nútímans hefir leyst af mönnum fjötra og látið rætast einn af fegurstu draumum þeirra, þann, að fljúga með fuglunum um bláan og víðan geiminn. Stórvirki líðandi aldar í verkleg- um efnum gefa vonir og jafnvel vissu um árfamhaldandi framfarir á þessu sviði, sem geri flugsam- göngurnar öruggari og ódýrari en þœr eru nú, svo að not þeirra geti orðið almennari og þýðingar- meiri fyrir þjóðarheildina. Oifta fylgi störfum þeirra rnanna, sem vinna að auknum flugsamgöngum til gagns fyrir íslenzku þjóðina. Skúli Ouðmundsson.

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.