Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 4

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 4
EITT STÆRSTA FRAMTÍÐARMÁLIÐ Við íslendingar verðum, af ýmsum ástæð- um, að sæta því, að verða á eftir mörgum öðr- um menningarþjóðum um ýmsar nútímafram- ■'arir og tækni. Við þetta verður ekki ráðið á sumum sviðum. En vel má hafa athygli á því að verða sem skemmst á eftir öðrum. Það eru ekki liðin 25 ár síðan að sú var skoð- ur margra manna á íslandi, að bifreiðar mundu ekki eiga við á íslandi. Hver mundi ilja trúa því nú, er bifreiðar eru orðnar það farartæki víða innan lands, sem menn geta síst án verið? Ég minnist þess, að ég var á reiðtúr með kunningjum, hafði farið af baki í Kópavogi, og þar sáum við fyrsta Ford-bílinn, sem kom til íslands, renna fram hjá okkur á veginum. Þá komst einn úr hópnum eitthvað á þá leið að orði, að ef við biðum nógu lengi í Kópavogi, mundi bifreiðin koma aftur, dregin af hestum; yfir Hafnarfjarðarhraunið kæmist hún aldrei. Slík vantrú manna á nýjungum á sinn þátt í að við verðum aftur úr. í mínu minni var talinn lífsháski að halda uppi siglingum milli íslands og útlanda í skammdeginu og um háveturinn. Nú er enginn dagur ársins, sem skipum er talið ófært að sigla til íslands og frá landinu. Svona mætti halda áfram að telja ýmislegt — að ógleymdum vísuorðunum, að ,,ætla nú að eignast skip, þótt enginn kunni að sigla“. Island er nú komið það mikið inn í sam- göngu- og viðskiftahringiðu nútímans, að heimilt er að ráðgera, að flest þau samgöngu- tæki,sem nú ryðja sér til rúms í útlöndum, eigi einnig við ísland. Á þetta ekki síst við um loftferðir. Landið er víðáttumikið og strjálbyggt. I flestum löndum, að undanteknum þeim allra stærstu, má fara landið af enda og á með járnbrautum á minna en sólarhring. Hjá okk- ur fara enn dagar eða vikur í slíkt ferðalag. Liggur við að telja megi t. d. Austfirði afskekt- ari frá Reykjavík en norður og vesturhluta Ev- rópu. Það væri fárra tíma ferð í flugvél. Við liggjum svo langt frá öðrum löndum, í miðju hafi, að 4—7 dagar eyðast í sjóferð til næstu landa. Það yrði ekki margra klukku- stunda ferð í flugvél. Hve margt mundi ekki breytast til framfara á íslandi, ef hægt væri að senda bréf í pósti til Norðurálfulandanna, sem við eigum mest mök við, í dag og fá bréflegt svar á morgun? Eða að skreppa „út fyrir poll- inn“ og koma aftur frá degi til dags? Og hví- líkur tíma- og vinnusparnaður. „Róm var ekki bygð á einum degi“, segir orðtakið. En ef aldrei hefði verið hafist handa, hefði engin Róm verið byggð nokkurntíma. Við komum ekki á flugsambandi við útlönd og inn- anlands á svipstundu. En markið getum við sett í dag. Kaupmannahöfn liggur sérlega vel við um flugsamgöngur milli Norðurlanda og annara landa. Enda eru ótal flugferðir dags daglega allan ársins hring með viðkomum í Kaup-. mannahöfn. Danir taka lítinn þátt í þeim, og flugferðir innanlands í Danmörku voru ekki reyndar fyr en á þessu ári. Fjöldi Dana harm- ar þá skammsýni, sem hefir sett Danmörk langt aftur úr mörgum þjóðum á þessu sviði. F'ugmálin verða að verða alment áhugamál heima. Annars líður ekki á löngu áður en Is- lendingar harmi það mjög að vera meira aftur úr svo að segja öllum þjóðum á þessu sviði en vera þyrfti. Hver, sem hefir efni á því að ganga í Flug- málafélagið og gerir það ekki, á sinn þátt í því, að halda aftur af framkvæmdum í einu stærsta framtíðarmáli íslands: Flugsamband — við útlönd og innanlands. Kaupmannahöfn í desember 1938. Sveinn Björnsson. 9 FLUf

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.