Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Side 5

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Side 5
FYRSTA FLUGIÐ Á ÍSLANDI Tuttugu ára minning eftir Halldór Jónasson I þessum mánuði eru liðin 20 ár síðan fyrstu samtökin voru gerð um flugtilraunir hér á landi. Menn furða sig oft á því, hvað snemma var hafist handa um flugmálin, svo langt sem við Islendingar vorum á eftir á flestum öðrum sviðum. Gamla flugfélagið mundi nú vera með allra elstu flugfélögum í heimi ef það væri enn við lýði. — Skulu nú í stuttu máli raktir helstu þættir tildraga og starfsemi þessarar tilraunar. Arin 1918—’19 var mjög sterk hreyfing á hugum landsmanna og bjartsýni ráðandi á marga lund. Fargi heimsstyrjaldarinnar var þa að létta — sjálfstæði þjóðarinnar var við- urkent — innlent siglingafélag fyrir skömmu stofnað — atvinnuvegir og innlend verzlun í hröðum uppgangi og peningaráð yfirleitt meiri en nokkru sinni áður í sögu landsins. Fluglistin hafði þá að vísu ekki nema svo sem áratug að baki sér en á síðari helming þess tíma — í stríðinu, hafði henni fleygt fram meira en dæmi eru til um nokkra iðn eða í- þrótt fyr og síðar, bæði um gerð flugtækja og kunnáttu flugmanna. Var því skiljanlegt að upp kæmi sterk hreyfing meðal flestra þjóða um það, að gera fluglistina hagnýta til sam- göngubóta. Stríðsþjóðirnar höfðu sett upp fjölda af verksmiðjum til að smíða hernaðar- flugvélar, er stóðu nú reiðubúnar til að snúa sér að flugvélagerð til friðsamlegra afnota. Þá var og til fjöldi flugvéla, sem losnaði úr her- þjónustu og talið var að mætti fá ódýrt og breyta, t. d. í póstflugur. Að þessu athuguðu fannst ýmsum þeirra manna, sem fyrir hálfum áratug höfðu átt þátt i stofnun Eimskipafélagsins, ekki mega láta þessa áhugaöldu Iíða framhjá án þess að gerð yrði tilraun með flug hér á landi.. Voru allir á einu máli um það, að hér á landi væri hin mesta þörf á að koma á fót flugferðum með tilliti til hinna löngu vegalengda og torveldu og kostnaðarsömu samgangna á Iandi og sjó. Enda voru þá aðeins fáir vegir á landinu ak- færir og bílferðir aðeins í byrjun. Fremstir í flokki um að koma á fót félags- skap til eflingar flugi voru Garðar Gíslason stórkaupmaður, Knútur Zimsen borgarstjóri, Pétur Halldórsson bóksali, Pétur A. Ólafsson 1 FLUG 3

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.