Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 6

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 6
konsúll, Sveinn Björnsson yfirr.mflm. og Axel VT. Tulinius forstjóri. — Það lenti þó í minn hlut að ganga á milli manna og safna hluttak- endum. Urðu þeir rúmir 70 og lofuðu flestir 500 kr. tillagi svo að á þennan hátt söfnuðust rúmar 30.000 kr. Hið fyrsta „Flugfélag Islands“ var svo stofnað 22. og 28. marz 1919. í stjórn þess urðu Garðar Gíslason form., Pétur Halldórsson féhirðir, P. Á. Ólafsson, A. V. Tulinius og ég, sem var ritari og hafði auk þess umsjón daglegra starfa. Á næsta sumri (1919) var svo fyrir milli- góngu „Dansk Luftfartsselskab" í Khöfn keypt lítil ensk „Avro“- landfluga (sjá mynd framan á kápunni) með tveimur sætum og 110 hesta ,,le Rhone“ hverfivél (rotary motor). Sem flugmaður var ráðinn Gecil Faber flugkaptemn úr enska hernum, sonur Haralds Faber landbúnaðarráðunauts Dana í London, ásamt 2 vélamönnum enskum. Við fengum til umráða svonefnt Briemstún í Vatnsmýrinni, eða sem næst sama blettinn og nú er fyrirhugað að gera flugvöll á og var þar reistur skáli fyrir vélina. — — Vegna ýmsra tafa gat flugið ekki hafist fyr en 3. sept. Þótti það að vonum hinn mesti við- burður, enda var það í fyrsta sinn að flugvél sást á lofti hér á landi. Fyrirætlun Flugfélagsins var fyrst um sinn sú, að kynna flugið með sýningum, farþega- flugi um nágrennið og rannsaka horfur á því að unnt yrði að koma á flugsambandi meðal helztu staða á landinu fyrir póst og farþega. Var einkum áhugi á þessu í Vestmannaeyjum vegna forgöngu Sigurðar skálds frá Arnar- holti, er þá var þar lyfsali. Flugum við Faber þangað 18. sept. og ætluðum að lenda þar á knattspyrnuvelli. Vindur var allhvass af norðri og hamlaði misvindi yfir eyjunum allri stjórn á vélinni eftir því sem flugið var lækk- að. Það var því ekki viðlit að lenda og mátti heita heppni, að við sluppum lifandi frá þess- ari tilraun. Héldum við svo til lands aftur og lentum í Kaldaðarnesi. — Vegna skorts á lendingarstöðum var annars lítið flogið út fyrir nágrenni Reykjavíkur, en aðallega haldið uppi hringflugi með einn far- þega í senn. Næsta sumar (1920) var í þjónustu Flugfé- lagsins flugmaður frá Kanada af íslenzkum foreldrum Frank Frederickson. Hélt hann fluginu áfram með líku móti og áður og gerði m. a. nýja tilraun til að lenda í Vestmannaeyj- um, er einnig mishepnaðist. Komst hann í land en varð að nauðlenda á Þjórsársandi vegna benzínskorts . Þó að Alþingi veitti nokkurn styrk til þess- ara tilrauna (15.000 kr.) reyndist reksturinn svo dýr, eins og þá stóðu sakir, og lendinga- skorturinn svo tilfinnanlegur, að ekki var við- lit að færa út kvíarnar, hvorki með landflug- um né heldur sjóflugum, sem voru og eru enn mun dýrari í rekstri. Síðar (1928) var með aðstoð þýzka flugfé- lagsins „Luft-Hansa“ gerð stærri tilraun með 2 sjóflugum. Reyndist hún einnig of kostnað- arsöm, en heppnaðist að öðru leyti vel. — Þó að segja megi að þessar tvær tilraunir væru gerðar of snemma, fékst þó af þeim ýmiskon- ar verðmæt reynsla auk þess sem þær hafa vakið og viðhaldið mjög almennum áhuga fyr- ir flugferðum í landinu. 80 manns hafa þegar gefið sig fram sem far- þegar í fyrstu flugferðirnar sem breska flug- félagið „Imperial Airways“ hefir í hyggju að hefja nú á næstunni yfir Norður-Atlantshafið. Félagið er þegar búið að láta smíða 4 risa- flugbáta sem eiga að fljúga þessa leið. Mestum hluta eldsneytis þess, er flugvélarnar munu nota á fluginu verður dælt í þær úr annari flugvél eftir að þær hafa hafið sig til flugs. Eins manns flugvél (hernaðarvél) flaug frá Le Bourget (París) til Croydon (London) þann 16. janúar á 41 mínútu, og er tíminn reiknaður frá því að flugvélin renndi frá flug- skýlinu í París og þar til hún hafði rennt sér á tilsvarandi stað í London. Vegalengdin er 205 enskar mílur (328 km.) og svarar það til 300 e.m. (480 km.) hraða á klst. Sé reiknað með að vélin hafi þurft 2 mín. í París til þess að hefja sig til flugs, og aðrar 3 mín. til þess að lenda í London og renna að skýlinu þar, verður meðalhraðinn 340 e.m. (545 km.) á klst. Það er tekið fram að veðurskilyrði hafi ekki verið hagstæð, og eins varð vélin af þeim orsökum að klifa upp í 18.000 feta (5600 m.) hæð. Hreyfill vélarinnar er „Rolls-Royce Merly 1030 hestöfl. 4 PLUG

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.