Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Page 7

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Page 7
HVERT STEFNIR? Agnar E. Kofoed Hansen I. Gleði okkar Islendinga var mikil á 25 ára afmæli Eimskipafélagsins, en vart hefir hjá því farið, að einstaka menn hafi látið hugann hvarfla aftur til stofnunarára félagsins, þegar meira gætti bölsýni en bjartsýni um afkomu- möguleika slíks félags. Enn í dag sigla skip félagsins landa á milli, sjálfstæði lands vors til mikils sóma. Aðrir minnast komu fyrstu bif- reiðanna hingað til landsins og baráttu áhuga- manna fyrir lagningu fyrstu akveganna. Al- menningi hættir við að gleyma þessu, þegar þotið er að sumarlagi milli Suður- og Norð- urlandsins á réttum degi í nýtísku langferða- bifreiðum. Allir hlutir þurfa sinn tíma og eins mun það verða með flugið, við sjáum viðhorfið til þeirra mála í dag, og sjáum hæga framför frá því sem var fyrir 2—3 árum. Hvernig viðhorfið til þessara mála verður að 25 árum liðnum er ómögulegt að segja neitt um með vissu, þótt þróun flugmálanna erlend- is hinsvegar freisti margra til þess að spá mjög björtu um framtíð þeirra mála hér á landi. En hlutirnir koma ekki af sjálfu sér, ekkert á- vinnst með því að bíða og halda að sér hönd- um, þessvegna er okkur lífsnauðsyn að búa þannig í haginn fyrir þessi mál, að þeim sé séð fyrir hægri en öruggri þróun. Oss skortir enn mjög tilfinnanlega reynslu, og verkefni á sviði reynsluflugs verða ærin næstu 5—10 árin. Það er skoðun mín, að flugmálunum henti bezt að hægt og gætilega sé að þeim unnið, byggja verður upp smátt og smátt á traustum grundvelli fenginnar reynslu. Það eru þess- vegna tiltölulega litlar fjárfórnir sem þjóðin þarf að færa á þessu reynslutímabili, en hún verður að vera málinu trygg. II. Við Islendingar höfum tvisvar gert mis- hepnaðar tilraunir til þess að koma hér á flugi. Fyrri tilraunin var glæsilegt sýnishorn af ís- lenzkum stórhug, en ekki fyllilega tímabær. Önnur tilraunin var í hvívetna hin myndar- legasta og á tímabili horfði prýðilega um framtíð félagsins, en stakkurinn var ekki snið- inn eftir okkar smáa vexti, hann var of stór og þegar félagið lenti í pólitísku óári, þar sem menn töldu sig hafa um annað að hugsa en bjargráð flugmálunum til handa, fékk það ekki staðist. Núna stöndum við svo í þriðju tilrauninni, sem enginn kann að spá neinu um. Eitt er þó víst, að reynsla fyrri félaga kem- ur þessu nýja félagi að haldi. Það hefir sýnt sig, að rekstur innlends flugfélags getur því aðeins átt framtíð fyrir höndum, að þar sé í hvívetna gætt ýtrustu hagsýni, og sparsemi. Þetta sama sjónarmið hefir hið nýja félag. Fengin reynsla bendir eindregið til hæg- fara þróunar, í stað stórra en ótímabærra á- taka og verkefna. Hið nýja félag mun eftir föngum gera sér far um að tryggja hvert stigið spor, áður en hugsað er til þess að stíga það næsta. III. Sýnilegt er, að áður en reglulegt áætlunar- flug milli hinna ýmsu staða landsins getur hafist, þarf margra ára samfeldar rannsóknir, einkum vegna vetrarflugferða. Sú reynsla, sem þegar hefir fengist með landflugsrannsóknum, hefir sýnt að mikla á- herzlu verður að leggja á landflugið. Það, sem máli skiftir, er því þetta: Saman- lögð reynsla 3ja flugfélaga hefir sýnt, að land- flug á mikla framtíð fyrir höndum. Nothæfir flugvellir eru þegar til víða úti um land, það vantar aðeins flugvöll fyrir höfuðstaðinn og nokkrar ódýrar lagfæringar á Akureyri. Ekki má reikna með minna en 2ja ára tíma til flug-t vallargerðar í Rvík; ætti því að mega búast við að landflug geti hafist vorið 1941, en auð- vitað því aðeins, að hafist verði handa þegar FLUG 5.

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.