Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 8

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 8
á þessu vori. Ríkisstjórn og bæjarstjórn hafa sýnt málinu góðan skilning og mun verða unn- ið kappsamlega að því af öllum velunnurum flugmálanna. Því að þeim er nú öllum ljóst, að fyrsta skilyrðið til þess að unnt verði, að setja á stofn flug með landflugvélum er sæmilega útbúinn fJugvöllur í Reykjavík. IV. Nú hlýtur að vakna spurning hjá lesandan- um og hún er: Hvað getum við þá gert næstu tvö árin? Svarið verður: 1. Við getum haldið áfram athugunum á lendingum og reynsluflugi til þeirra með þeim tveim landflugvélum, sem hér eru fyrir hendi; auk þess sem við gerum flugvöll í Rvík og á Akureyri. 2. Við getum skipulagt veðurathugunar- stöðvar með tilliti til flugferða. Ég vil full- yrða, að núverandi athuganakerfi sé með öllu ófullnægjandi fyrir flugferðir og fregnirnar svo strjálar og þannig í sveit komið, að þær reynast oft verri en engar fregnir. Athugun- arstöðvum þarf að fjölga um meira en helm- ing. Koma þarf á 2ja til 3ja vikna námskeiði fyrir þá, sem veðurathuganirnar framkvæma. Stöðvarnar þurfa að geta sent frá sér veður- athuganir með örfárra mínútna fyrirvara, hve nær sem er á tímabilinu kl. 0,6 til 24, yfir sumartímann, og frá 0,8 til 18 frá 1. okt. til 1. apríl. 3. Sjóflugið verður að komast á fastan grundvÖll fyrir 1941. Ein sjóvél 3—4 farþega, vel birg að varahlutum og með varahreyfli, hefir næg verkefni að vinna og getur sýnt á- gæta fjárhagslega ársafkomu, ef reksturinn gengur án tafa, sem ætti að vera betur tryggt með varahreyflinum. Margra hluta vegna væri mjög æskilegt að fá til viðbótar eina 6—8 farþega sjóvél, t. d. til þess að stuðla að sem reglubundnustum flug- ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar yfir sumartímann. En að mínu áliti myndi rekstur hennar ekki geta borið sig fjárhagslega nema því aðeins, að þar kæmu til allháar greiðslur fyrir póst- flutning (samkvæmt afköstum) og auk þess ca. 25 þús. kr. tryggingarstyrkur frá því opin- bera, til reglubundins flugs í tilraunaskyni. Ég álít því hámarkskröfur okkar næstu tvö ár, vera eina 6—8 farþega sjóvél til viðbótar, og því aðeins, að ríkisstjórnin taki málið að sér á fyrnefndum grundvelli. Af þessu stutta yfirliti sést að óunnin verkefni eru nægileg og að enn vantar mikið af reynslu í þessum efn- um; mörgum kann að finnast daufleg spáin fyrir næstu tvö árin, og ef miðað er við mæli- kvarða annara þjóða í þessum efnum, þá er hún óneitanlega dauf. En ef við leysum þau verkefni sómasamlega, sem hér lauslega hefir verið bent á, þá höfum við þokað flugmálun- um um drjúgan spöl fram á við, þannig að bæði þjóðin og flugmálin mega vel við una. ELDSPRENGJUR í síðasta hefti „Flyvebladet“ segir meðal annars frá því, að í Englandi sé byrjuð fram- leiðsla á nýrri gerð af mjög mikilvirkum eld- sprengjum, sem á dönsku eru nefndar „Kilo- Elektron-Brandbombe“. Sprengjur þessar hafa nú um lengri tíma verið reyndar af sérfróðum mönnum, sem til þess hafa verið skipaðir af enska innanríkismálaráðuneytinu. Verksmiðjan sem framleiðir sprengjur þessar, hefir nýlega gefið um þær eftirfar- andi upplýsingar: Hylkið er gert úr ,,magnesiu“, sem er mjög eldfimt, og sprengjurnar eru svo litlar og létt- ar, að stór sprengjuflugvél getur borið 2000 sprengjur. 10—20 sprengjur eru látnar falla í einu og er fallhraðinn 80 metrar á sekúndu. Á leiðinni til jarðar dreyfast sprengjurnar. Ef t. d. stór sprengjuflugvél, sem flýgur með 320 km. hraða á klst. í 1700 m. hæð, eða meira, yfir landsvæði sem er byggt allt að 15%, og lætur á hverri sekúndu falla, þá myndast eld- haf á 20—25 fermetra svæði. Sprengjan er sívöl, með 8 cm. löngu skafti á endanum, hún er hlaðin ,,thermit“ sem ekki þarfnast súrefnis og brennur það í 40—50 sekúndur með 2500 gr. hita á celcius. Við þetta bráðnar hylkið og getur það brunnið í 10 til 20 mínútur með 1300 gr. hita. Til varnar sprengjum þessum hafa 6 mm. stálplötur, sandpokar eða 10 cm. járnbent steinsteypa reynst nægilega örugg. G FLUG

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.