Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 9

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 9
FLUGFREGNIR Dagana 28.—29. nóv. s.l. flaug þýzk flugvél (gerð Focke-Wulf-,,Condolr“) frá Berlín til Tokio. Allt flugið tók 481/2 klst., þar af var hreinn flugtími 42 klst. Flogið var í einum á- fanga (3650 km.) frá Berlín til Basra (Irak) á 10i/> klst., og var aðeins staðið við í 43 mín- útur þar, til þess að taka eldsneyti, síðan flog- ið til Karaci á Indlandi. Þar var stansað í 2 klst. því mikið eldsneyti þurfti að taka til þess að fljúga næsta áfanga til Hanaoi (í frönsku Indo-Kina), sem var lengsti áfangi leiðarinn- ar eða 4.200 km. Vegalengd þessi var flogin á llþa klst., og síðasti áfanginn til Tokio á svipuðum tíma. Meðal flughæð á allri leiðinni var um 3500 metrar, en þó varð stundum nauð- synlegt að fljúga hærra eða nál 4000 metra til þess að sneiða hjá mótvindi eða öðrum tálm- unum. ■C=S1E][S=0 Fyrstu verðlaunum fyrir frækilegasta flug ársins 1938 var í þetta skipti skipt milli þeirra, Bandaríkjamannsins Howard Huges og breska flugforingjans Kellett. — Howard Huges flaug við 5. mann umhverfis hnöttinn á 3 dög- um, 19 klst., 8 mín. Flugvél sú, er Huges not- aði var tveggja hreyfla og að nokkru leyti smíðuð eftir hans fyrirsögn. Áhöld öll er í flugvélinni voru, voru þaulreynd í marga mán- uði áður en flugið hófst, enda sýndi það sig að þau unnu algerlega óaðfinnanlega. Vafa- laust má þakka hinum góða undirbúningi er hafður var á öllu hve flug þetta tókst glæsi- lega. — Kellet stjórnaði flugi þriggja breskra flugvéla er lögðu upp frá Egyptalandi með þeim ásetningi að reyna að setja nýtt met í langflugi fyrir landvélar. Flug þetta tókst á- gætlega. Tvær af flugvélunum komust alla leið til Port Darwin í Ástralíu, en þriðja vélin varð að lenda nokkrum klst. á undan hinum. Vega- lengdin sem vélarnar flugu er 7159 enskar mílur eða ca. 11,500 km. Vélar þær er notaðar voru í flug þetta höfðu aðeins einn hreyfil, og má með sanni segja, að þar hafi sýnt sig ágæti hinna bresku hreyfla, flugvéla og flugmanna. <C=SKS1[S=0 Þann 7. okt. s.l. lést af völdum nýrnasjúk- dóms þýski flugmaðurinn Hermann Köhl. — Hann flaug árið 1928 ásamt landa sínum, Húnefeld og írska flugmanninum Fitzmaurice fyrstur manna yfir Norður-Atlantshafið frá austri til vesturs, frá Baldonnel á írlandi til Greenly-Island á Newfoundlandi. •C=3Q[==0 Eitt með nýjustu tækjum sem Ameríkumenn eru farnir að nota í þágu flugsins er áhald, sem þiýir nefna: „Sperry-R.C.A. Automatic Direction Finder“; m. ö. o. áhald sem sýnir sjálfkrafa afstöðu einhverrar ákveðinnar loft- skeyta- eða útvarpsstöðvar til flugvélarinnar. Allt, sem flugmaðurinn þarf að gera, er aðeins að snúa hnapp, þannig að vísir tækisins bendi á einhverja ákveðna útvarps- eða loftskeyta- stöð (líkt og á venjulegu útvarpstæki), sýnir þá annar vísir afstöðu vélarinnar til sendi- stöðvarinnar, og óski flugmaðurinn að fljúga þangað, þarf hann ekki annað en að snúa vél- inni þannig að flugátt hennar beri saman við vísirinn á tækinu. Með tæki þessu losnar flug- maðurinn við mikinn og flókinn útreikning, en vegna hins sívaxandi hraða flugvélanna verð- ur að létta fyrir flugmönnunum, þannig, að allir útreikningar verði sem minstir og fljót- legastir. C=S][^][==0 Breski bifreiða-konungurinn Lord Nuffield (sem smíðar Morris bifreiðarnar) stendur að framkvæmdum um bygging einvængja lág- þekju flugvélar, sem á að hnekkja hraðflugs- meti Itala er þeir settu árið 1934 með Fiat- Macci-Castoldi flugvél, og flugu með 709 km. hraða á klst. Það er komist svo að orði í „Aero- plane“ um þessa flugvél: Flugvél Nuffields verður lítið annað en hreyfill, sem hengdur er á smáblöðkur (þar er átt við vængi og stýri), hjól, flugmannssæti og sjálfstýrandi tæki. Hreyfillinn mun verða af Napier gerð, en styrkleikanum er haldið leyndum. Þó ei talið, að hann muni eflaust fara fram úr 2000 hestöflum“. John Griersson, sem mörgum íslendingum er kunnur frá heimsóknum hans hér árin 1938 og 1934 er orðinn tilraunaflugmaður hjá „Hawker Siddely Aircraft Ltd.“. Hann hefir undanfarið verið starfandi hjá stjórnar- nefnd Flugmálaráðuneytisins breska.

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.