Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Síða 10

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Síða 10
Bergur G. Gislason LANDFLUG Árið 1919 hófst flug hér á landi, og þá með landflugvél. Flugtæknin var þá skamt á veg komin, og af þeim og ýmsum öðrum ástæðum varð þessi fyrsta tilraun skammlíf og megnaði ekki að verða upphaf að hagnýtu flugi. Árið 1928 var önnur tilraun gerð og þá með sjóflug- vélum. Þetta fyrirtæki reyndist okkur fjárhags- lega ofvaxið og leið undir lok, eftir tiltölulega skamman tíma. En alltaf var áhugi fyrir flug- samgöngum vakandi. Á síðastliðnu ári eru það Norðlendingar, sem taka upp þráðinn, og nú starfar hér ein farþegaflugvél, og er það sjóflug- vél. Þá eru í eigu landsmanna tvær litlar land- flugvélar, önnur notuð til æfingaflugs, en hin aðallega til rannsóknaleiðangra í flugvallaleit. Er þess að vænta, að hér eftir slitni ekki þráð- urinn, og flug- og flugsamgöngur falli hér ekki niður héðan af. Þegar því er nú svo varið, að landflugvélar eru allt að 50% ódýrari í rekstri en sjóflugvél- Fyrirhugaður flugvöllur í Reykjavík. ar, og sjóflugvélum verður ekki komið við víðs- vegar þar, sem nota mætti landflugvélar, þá skilja menn það, hversu mikið er undir því kom- ið, að á þeim stað, sem að sjálfsögðu hlýtur að verða höfuðsetur allra samgangna hér á landi, þ. e. Reykjavík, sé til flugvöllur. Og fyr en hann er fenginn, getur alls ekki orðið starfrækt hagnýtt landflug hér á landi. Athuganir síðastliðið sumar hafa sýnt, að víðsvegar út um land má finna sæmilega flugvelli gerða af náttúrunnar hendi, og enn aðra sem þurfa smávægilegra endurbóta. Auk þessa er svo fjöldi landsvæða sem nauðlenda mætti á með lít- illi eða engri áhættu. Er í þessu fólgið mikið ör- yggi umfram það, sem sjórinn hefir að bjóða. í þessari fyrstu athugunarför, var flogið á báðum litlu landflugvélunum sem hér eru til, hringinn í kringum landið, án nokkurs sérstaks undirbún- ings. Gefur þetta góða hugmynd um möguleika landflugsins. Með hliðsjón á því sem nú hefir verið greint, hefir Flugmálafélag íslands beitt sér fyrir því, að gerður verður flugvöllur hér í Reykjavík, sem yrði þá aðalflughöfn landsins. Með slíkri flughöfn mundu opnast miklir möguieikar. Ríkisstjórn og bæjarstjórn hafa tekið þessu máli mjög vinsamlega, og hafa með þeirra ráði þegar verið gjörðar mælingai og uppdráttur að þessum fyrirhugaða flugvelli. Svo sem meðfylgandi uppdráttur ber með sér, er honum ætlaður staður í Vatnsmýrinni, en hefir nú verið fjarlægður frá bænum, miðað við það sem upphaflega hafði verið ætlunin. Hefir þetta verið gert í samráði við flugmenn og aðra sérfróða menn, og er lega vallarins nú talin hin ákjósanlegasta. Svo sem til hagar hér á landi, verður sjó- flug að sjálfsögðu starfrækt hér í framtíð, að einhverju leyti, og er það þá mikill kostur, hve skammt er á milli flughafnanna, flugvallarins í Vatnsmýri og flughafnarinnar við Shellvíkina. Gerð þessa fyrirhugaða vallar var nokki um erfiðleikum bundin sakir þess, hve landið liggur lágt. En með aðstoð Valgeirs Björnssonar bæj- FLUG

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.