Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 12

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 12
KRINGUM LAND Árið 1938 verður vísast talið allviðburðar- ríkt í sögu íslenzkra flugsamgangna. Eitt atriðið sem þessu veldur, verður að telja leiðangra þá sem á þessu ári voru farnir um landið í leit að lendingarstöðum fyrir landflug- vélar. Flugmálafélag fslands keypti litla flugvél af leiðangursmönnunum þýzku og hljóp ríkis- stjórnin þar drengilega undir bagga og lagði fram röskan helming af kaupverðinu, enda eiga þessir aðiljar vélina í félagi. Er þetta tveggja manna vél, létt og meðfæri- leg, með 80 hestafla hreyfli, og miklum svif- hæfileikum. Á þýzku nefnist tegund þessi „Klemm“, en hefir hér heima bætt við sig öll- hugsanlegum íslenzkum beygingarendingum. Tilgangurinn með kaupunum var rannsókn- arstarfsemi, og þá ekki sízt flugvallaleit. Hinn 13. september lögðu þeir Agnar flug- maður og Bergur G. Gíslason upp í fyrstu leitar- förina. Var flogið austur til Vestmannaeyja en þar reyndist ekki fært að lenda eins og er, en lent var á 6 stöðum í Landeyjum og tveim stöð- um á Rangárvöllum, aðallega á örfoka söndum, er reyndust hinir prýðilegustu lendingarstaðir. Hinn 15. september var flogið upp í Borgar- íjörð, en þar eð veður var óhagstætt, var frestað athugunum þar, en eftir lendingu á Hvanneyrarfit haldið norður yfir Holtavörðu- heiði. Fer hér á eftir skýrsla um staði þá, sem lent var á í flugför þessari. „Klemm“ TF-SUX Bláfuglinn TF-LÓA Hvanneyrarfit. Góður grasvöllur á bökkum Hvítár, ekki allskostar þur, og flæðir yfir fitina í stórstraumsflóði. Miðfjarðarbotn. Sandur fyrir fjarðarbotni ca. 800X^00 m., rennisléttur og harður. Kvað breytast lítið allan ársins hring. Stóra-Giljá. Góðir grasvellir. Mætti gera flug-' völl ca. 500x500 m., með því að flytja símalín- una, sem liggur um völlinn þveran. Blönduós. Sandflöt kippkorn vestan kaup- túnsins, nothæf, dálítið hnjóskótt og laus, ca. 300x400 m. Gunnarsstaðir í Langadal. Góður grasvöllur ca. 80x400 m., liggur meðfram ánni. Aðstaða til að ná hæfilegri hæð áður flogið er yfir Vatns- skarð. Langamýri Skagafirði. Grasflötur við vestari brú Héraðsvatna, dálítið hnjóskóttur, ca. 200X 400 m. Austur-brú Héraðsvatna. Stórar og góðar grasflatir, beggja megin vegar. Mætti gera flug- völl með ca. 700 m. brautum með því að flytja til síma. Vallanes. Harðir grasvellir, rétt góðir. Stokkhólmur. Tún, sæmilegt 50x300 m. N. S. Víðivellir. Góður grasvöllur nýrækt fyrir neð- an túnið. Harður, svolítið hallandi, ca. 300 x 300 m. Reynistaður. Nothæfur neyðarlendingarstað- ur á engjum. Sauðárkrókur. Sandflöt suðaustur af kaup- túninu, gljúp. En fá mætti nothæfan völl með því að flytja til síma. Hólar í Hjaltadal. Harðir og góðir grasbakk- ar, ca. 100x500 m. Grund í Svarfaðardal. Grasflöt austur af bænum, góð vestast en blaut og varhugaverð þegar austar dregur. Skíðadalur. Lent var á sæmilegri grasflöt milli Dælis og Másstaða. 10 FLUG

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.