Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 13

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 13
Grund í Eyjafirði. Stórar grasflatir, fremur harðar, ca. 150x600 m. Melgerðismelar. Mjög góðir, sléttir og harðir ca.600x600 m. Möðruvellir í Eyjafirði. GóS nýrækt og hörS ca. 400x400 m. Akureyri. Tún Jakobs Karlssonar. Hart en ekki vel slétt. Eiðar á Fljótsdalshéraði. Sandflatir við Lag- arfljót, blautar, ekki nothæfar nema í mikilli þurkatíS. Eydalir í Breiðdal. Melar vestan viS bæinn, sléttir, alisæmilegir. Mætti þar gera flugvöll ca. 400x400 m. Breiðdalsvík. Sandflatir sem yfir flæðir í stór- straumum, nægilega harðir, ca. 400x700 m. Krossbær Hornafirði. Gróin sandflöt, hörð en svolítið hnjóskótt og með grunnum rásum. Á sandflötum sunnan Hornafjarðar, gegnt þorp- inu í Höfn mun heppilegasti lendingarstaður- inn í Hornafirði. Skógasandur. Viðáttumikill, harður og slétt- ur og auðvellt að gera þarna góðan flugvöll. Lent var vestast á sandinum. Þegar leiðangursmenn voru komnir til Akur- eyrar, og höfðu kynnst hinum mörgu nothæfu lendingarstöðum á flugleiðinni frá Reykjavík, settu þeir sig í samband við Björn Eiríksson flugmann, sem næsta dag kom við annan mann, Albert Jóhannsson, á Bláfuglinum, sem einnig er tveggja manna flugvél með 90 ha. hreyfli. Fylgdust þessar tvær flugvélar að austur og suður um land til Reykjavíkur. Var þetta mjög heppileg ráðstöfun, þar eð þessar tvær vélar hafa mjög mismunandi hæfileika til lendingar og einnig við að hefja sig til flugs. Bláfuglinn, sem flaug beinni leið, eyddi ben- zíni og smurningsolíu í hringflug þetta fyrir um 60 krónur. Mætti það benda til þess, að ómaksins sé vert, að leita uppi nothæfa lendingarstaði fyr- ir landflugvélar á okkar hlutfallslega stóra og strjálbýla landi, og koma síðan á vel skipu- lögðu og hóflegu landflugi, þar sem kostnaði öllum yrði stilt í hóf og hann sniðinn eftir f jár- hagslegri getu og þörf slíkra samgangna. Guðbrandur Magnússon. FLUGFÉLAO AKUREVRAR Það var stofnað í júnímánuði 1937, með 25 þús. króna höfuðstól. Formaður félagsins er Vilhjálmur Þór. í aprílmánuði 1938 keypti félagið nýja ame- ríska fjögra farþega flugvéþsem nefnistWaco, fylgdu henni bátar, hjól og skíði. Sakir skorts á flugvöllum, hefir hún aðeins verið notuð sem sjóflugvél til þessa. Með flugvél þessari hefir verið starfrækt farþegaflug síðan 2. maí s. 1. En Agnar Kofoed Hansen flugmaður hefir stýrt flugvélinni. Skal hér skýrt frá starfsemi Flugfélags Ak- ureyrar. í fyrsta lagi frá sumarstarfinu og síðan frá vetrarstarfinu til febrúarloka. Sumarflugið. 2. maí til 30. sept. Eftirspurn eftir flugi var meiri en félagið gat fullnægt. Með farþega var flogið á 27 staði víðsvegar um landið, en af þessum lendingarstöðum eru þrjú stöðuvötn, Þingvallavatn, Vesturhóps- vatn og Miklavatn í Fljótum. Á þessum tíma flutti flugvélin 750 farþega, rúma 50 þús. flugkílómetra. Alls voru flogin 385 flug, og leysti flugvélin af hendi 99,3% af þeim verkefnum, sem hún hafði tekið að sér. Milli Reykjavíkur og Akureyrar var flogið 60 sinnum, en til Siglufjarðar 61 sinni. FLVCt 11

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.