Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 14

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 14
Hagkvæmustu ritíangakaupin gera menn í ritfangaverluninni Ingólfshvoli Sími 2354 Flugvélin flutti ca. 500 kg. af pósti á skömmum tíma fyrsta mánuSinn, en eftir að bílar fóru að ganga, var ekki eftirspurn eftir þessari þjónustu. Auk hinna algengu mannflutninga má nefna myndatökuflugíerðir og athugunarferðir í sambandi við ísrek og jökulhlaup. Er það fyrst að nefna þegar flogið var norður yfir hafísinn s. 1. vor, og flogið yfir Vatnajökul og umhverfi meðan á Skeiðarárhlaupinu stóð í sumar. En í báðum þessum ferðum voru teknar úr lofti mikill fjöldi ljósmynda og einnig kvikmyndir í síðari förinni. Sérstök myndatökuflug voru farin til Langjökuls, Snæfellsjökuls og Gríms- eyjar. Þá fór Örninn nokkrum sinnum í síldarflug með góðum árangri, þótt lítt þyrfti til að taka sakir þess, að dönsk flugvél hafði það starf með höndum lengst af síðastliðið sumar. En merkustu starfsemina mun þó verða að telja sjúkraflutningana. Frá ýmsum lands-j hlutum voru fluttir 9 mjög þungt haldnir sjúklingar og mundu 6 af þeim ekki hafa þol- að neinskonar annan flutning. Tóku þessir sjúkraflutningar oftast mjög skamman tíma. Slysafregn barst flugmanni frá Hólmavík til Akureyrar, en 3*4 klst. síðar, var hinn slas- aði sjúklingur kominn á sjúkrahús í Reykja- vík. Er þessa getið til dæmis um yfirburði þessara samgöngutækja til sjúkraflutninga. Vetrarflugið 10. okt. til 28. febr. Það hófst með sjúkraflugi 10. okt., en áður hafði flugvélin verið í hreinsun frá því um miðjan september. í þessum mánuði var flogið með póst- og símamálastjóra og lent á sjö stöðum á Vestfjörðum og Norðurlandi og miklu skilað af pósti á öllum þessum stöðum á einum og sama degi. Annars hafa flugdagar í vetur reynst eins og hér segir: Október 10 flugdagar, samtals 2100 km. Desember 10 — — 2200 — Janúar 10 —< —' 4025 — Febrúar 9 —1 — 3900 — í nóvember var ekkert f logið; olli hvort- tveggja, óhagstæð veður og flugmaður hafði tekið sér frí frá störfum mikinn hluta mán- aðarins. Nýlega hefir Flugfélag Akureyrar ráðið vélamann í þjónustu sína, Brand Tómasson frá Hólmavík, sem lokið hefir námi hjá Lufthansa í Þýzkalandi í eftirliti og aðgerð flugvélamót- ora, og nú vinnur eingöngu í þjónustu félags- ins. Eykur það eigi lítið öryggi á vegum þessa unga félags. ÆFIFÉLAGAR I Flugmálafélagi íslands eru þegar orðnir æfifélagar: 1 2 3 4 5 G 7 8 . O. Westlund, vélfrœ'dingur. Páll Melsted, stórkaupmaður. Þóroddur Jónsson, stórkaupmaður. Finnur Jónsson, alþingismaður. B. Baumann, vélfrœðingur. Ludwig, flugkennari. Springob, flugkennari. Ólafur Jolinson, konsúll. Á einu ári fljúga flugvélar þýzka flugfé- lagsins Luft-Hansa 14.800.000 km., flytja 231 þús. farþega, 3J2 þús. kg. af farþegaflutningi, 1.326.000 kg. af frakt og 2.409.000 kg. af pósti. —Til gamans má geta þess, að árið 1912 var í fyrsta sinn fluttur póstur í flugvél í Þýzkalandi milli tveggja smábæja, flugið tók 8 mínútur, og flugmaðurinn hélt á póstpokan- um á hnjánum. Heimsmet í hraðflugi eiga Italir með 709 km. hraða á klst. Með þeim hraða væri hægt að fljúga frá Reykjavík til London á rúmlega 2 klukkustundum. 12 FLUG

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.