Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 18

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Blaðsíða 18
SVIFFLUG Á ÍSLANDI Eftir Björn Jónsson Öld eftir öld hefir maðurinn — æðsta vera jarðlífsins — horft löngunarfullum augum til fuglsins í loftinu. 1 aldaraðir hefir hann dreymt um og þráð að geta svifið frjáls yfir f jöll og dali. I goðsögnum, æfintýrum og kvæð- um skálda hverrar þjóðar og hverra 'tíma kemur þessi brennandi þrá fram. En allt kom fyrir ekki. Maðurinn vár bundinn við jörðina, heimur loftsins var honum lokaður. Við og við komu þó fram menn, sem gerðu misjafnlega vel hugsaðar tilraunir til að lyfta sér frá jörð- inni, en að mestu leyti árangurslaust. Maður á í raun og veru bágt með að trúa því þegar litið er á það stig, sem loftferðir nútím- ans eru komnar á, að það er ekki fyr en í byrj- un þessarar aldar, að þessi mikli draumur fer að rætast. Forsaga svifflugsins á íslandi hefir verið eitthvað svipuð og flugsins í heild. Það er varla til sá drengur eða ungur maður, sem ekki langar til að fljúga, og þeir sem einhver kynni höfðu af svifflugi langaði til að feta í fótspor jafnaldra sinna í Þýzkalandi, föðurlandi svif- flugsins. Eins og áður eru hér nokkrir, sem verða á undan fjöldanum. Þeir gera misjafn- lega vel heppnaðar tilraunir til að smíða og fljúga á vélalausum flugtækjum. En í ágúst- mánuði 1936 bindast svo 30 ungir Reykvíking" ar samtökum og stofna með sér Svifflugfélag íslands. Hafði málið áður nokkuð verið undir- búið innan skátafélagsins Væringjar, enda voru margir stofnendur félagsins skátar. Þess- ir 30 ungu menn vissu að máttur samtakanna er mikill og þeir treystu hverjir öðrum. Þeir lögðu fram nægilegt fé og pöntuðu efni í fyrstu sviffluguna frá Þýzkalandi ásamt gúmíkaðli til að hefja hana á loft með. Um næstu ára- mót er efnið komið og smíðin byrjar. Á hverju kveldi og á frídögum sínum vinna félagarnir að smíði vélarinnar og í júnímánuði (1937) er hún fullsmíðuð. Hún er af þeirri gerð, sem heitir Grunau 9 og er sérstaklega ætluð fyrir Minimoa á flugi Frá einni af fyrstu æfingum Svifflug- fe'lagsins í Vatns- mýrínni.

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.