Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Page 20

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Page 20
leiðangursins, Baumann, lét svo um mælt, að ísland væri gullland svifflugsins. Veðráttan, landslagið og umfram allt andstæðurnar í jarðvegi og lit landsins orsaka framúrskarandi góð vind- og hitauppstreymi. Að vísu verða hér sennilega aldrei sett heimsmet í svifflugi. Til þess að setja langflugsmet er fsland of lít- ið og sennilega er það of norðarlega til þess að hægt sé að fara upp fyrir 8600 m. eins og met- ið er nú. En til þess að iðka svifflug svifflugsins vegna, burtsjeð frá öllu metabrjálæði, býr fs- land yfir ótæmandi möguleikum. Aldrei hefir maðurinn komist nær því að fljúga, — fljúga frjáls eins og fuglinn, borinn á vængjum vindanna, án notkunar vélrænna hjálparafla, en í svifflugu. Svifflug er íþrótt loftsins. Sá undraheimur, sem maðurinn hefir þráð frá ómunatíð er að verða leikvöllur hinnar íslenzku æsku. MODELFLUOFÉLAGIÐ Fyrir tæpu ári síðan var lagður grundvöllur- inn að starfi hinna yngstu flugbrautryðjenda, með flug-modell sýningunni og stofnun flug- modell félags í Rvík. Áhugi æskulýðs þessa bæjar sýndi sig að vera svo mikill, að vita ómögulegt reyndist að veita hinum tæpl. 200 unglingum æskilega aðstoð, vegna þess hve málið var lítið undirbúið. Það ráð var tekið að fresta kennslu hinna mörgu félaga, en mennta í þess stað flokk manna, sem síðar gæti tekið að sér leiðbeinendastarf. Flokkur þessi hefir nú um langt skeið unnið að þessu í ágætu húsnæði, undir stjórn Helga Filippussonar svifflugmanns en hann hefir manna mest starfað að undirbúningi þessara mála. Er því að vænta að fullur skriður verði kominn á þetta mikilvæga atriði flugmálanna, þegar næsta haust. A. E. K.-H. Þar sem segja má, að flugöld okkar íslend- inga sé nú að hefjast, þykir tímabært að ræða hinar ýmsu greinar flugmála. Ég mun í stuttu máli gera grein fyrir því atriðinu, sem telja má grundvöll og byrjunarþátt í flugi yfirleitt, en það er ,,Modelflug“. Meðal þeirra þjóða, sem lengst eru komnar í þessum málum er haf- Sýning Modelflugfélagsins í sýningarskálanum ið skipulagsbundið kennslustarf í nefndri grein og stofnuð félög henni til eflingar víðsvegar um löndin. Hér heima hefir eitt slíkt félag ver- ið stofnað, „Modelflugfélag Reykjavíkur“, fyrir atbeina flugmálaráðunautar og Flug- málafélags fslands. f því sambandi þykir skylt að þakka sérstaklega flugmálaráðunautnum fyrir hans framtaksemi í þessu sem öðru, er að flugmálum lýtur. Félagið telur aðeins 20 með- limi, en þess skal getið, að hin lága meðlima- tala stafar af óviðunandi skilyrðum, en ekki af áhugaleysi unglinga. Verkefni þessa félags og annara hliðstæðra er að byggja fluglíkön af ýmsum gerðum. Þar kynnist unglingurinn fyrst þeim leyndardómum, sem liggja til grundvall- ar fyrir því, að hægt er að hefja sig frá jörð- unni og svífa um loftin frjáls eins og fuglinn. Á þennan hátt öðlast hann traustan og varan- legan grundvöll, sem hann getur byggt á síðar í lífinu, ef hann hyggst að hefja sig til flugs. FLITG

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.