Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 21

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 21
„Modelflugfélag Reykjavíkur" hefir nú undanfarið unnið að smíði nokkurra líkana og er verið að ljúka við þau fyrstu þessa dagana. Húsrúm hefir það sem stendur í Þjóðleikhús- inu. Hefir þar verið komið upp litlu verkstæði og er unnið þar þrjú kvöld í viku frá kl. 8—10. En sökum skorts á byggingarefni, hefir ekki verið hægt að bæta við fleiri nemendum og er það mjög bagalegt, þar sem áhugi virðist vera geysimikill meðal unglinga fyrir þessari iðn. Þegar tekið er tillit til alls þess, sem að framan greinir, býst ég við, að allir verði sammála um að nauðsynlegt sé og tímabært að hefjast handa og koma betra skipulagi á í þessum at- riðum sem öðrum, er að flugi lúta hér hjá oss. Það, sem þyrfti að gera að mínum dómi þessu máli til framdráttar, er sem hér segir: Að halda námskeið í ,,modelflugi“ víðsvegar um landið og barnakennurum gefinn kostur á að taka þátt í þeim, svo að þeir geti kennt það í skólum sínum. — I öðru lagi: Koma á model- flugsmíði í öllum barnaskólum og hafa sem einn lið í handavinnukennslunni. — I þriðja lagi: Stofna modelflugfélög svo víða um land- ið sem tök eru á. Ég geng þess ekki dulinn,að margir,sérstak- lega meðal þeirra, sem lítið hafa kynnst flug- málum yfirleitt, munu líta á modelsmíði sem fánýtt barnaleikfang, sem enga þýðingu geti haft fyrir hina veigameiri þætti þeirra mála. Þeim vil ég segja til viðbótar því, sem að framan greinir, að í modelsmíðinni lærir ung- lingurinn flugbyggingarfræði, flugeðlisfræði og öll önnur undirstöðuatriði, sem að flugi lúta og með því er hinn trausti grundvöllur lagður, sem ég gat um hér að framan. Þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa upp, bíða óteljandi verkefni að leysa. Meðal þeirra veigamestu eru þau, sem heyra flugmálum til. fslenzkir æskumenn! Tökum höndum sam- an og strengjum þess heit, að vinna ótrauðir að eflingu flugmála hér á Iandi unz marki er náð, sem er, að vér ísltndingar stöndum jafn- fætis öðrum menningarþjóðum í þeim efnum. Heitum á alla góða og gegna menn til lið- veizlu í baráttunni fyrir hugsjónum vorum. Byrjum á byrjuninni, sem er ,,modelflug“. Höldum svo stig af stigi, unz framtíðardraum- arnir hafa ræzt, og vér getum „á vængjum sælum svifið—“. Verkfæri Mdlningarvörur Vinnufatnaður FLUG Helgi Filippusson. 19

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.