Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 22

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands - 01.03.1939, Qupperneq 22
Þýzki svifflugleiðangurinn Frh. af síðu 15. skeiði. Var athöfninni útvarpað og hvarvetna veitt hin mesta athygli hér á landi. Þá mátti marka af blöðum höfuðstaðarins, hversu mikils þótti um vert þessa starfsemi alla fyrir fram- tíð flugmála á Islandi. Nokkra athygli mun það hafa vakið, einnig í öðrum löndum, að fyrstu farþegarnir í svif- flugu á íslandi voru forsætisráðherrann og rektor Menntaskólans. Foringi Svifflugleiðangursins var Baumann flugtækjasérfræðingur, aðalkennari Ludwig for- stöðumaður eins hinna kunnu svifflugskóla Þýzkalands og frækinn flugmaður, en aðstoð- arkennari Springob, ungur maður, sem lokið hafði æðsta prófi í svifflugi. C=S1E][S=0 Þann 27. nóv. s.l. var haldin innanhúss- model keppni í Berlín. Model sigurvegarans Michke flaug í 9 mínútur. „Model“ þessi eru mjög létt, vega innan við 10 grömm, og sum aðeins 2 gr. Þeir flugvélahreyflar, sem almennt eru notaðir í farþegaflugvélar eru um 700—1100 hestöfl. Þeir aflmestu eru aftur á móti ,,Wright-Cyklone“ 1500 hestöfl. Hreyfillinn er svokallaður stjörnuhreyfill 14 cylindra (2 stjörnuraðir). Við þessa stóru hreyfla eru not- aðar 14 feta skrúfur 3ja blaða. Bandaríkja- menn eru um þessar mundir að byggja hreyfla sem munu verða allt að 3000 hestöfl, 18 cyl. (2 stjörnuraðir). Er þegar búið að smíða skrúfu fyrir tilraunirnar, og er hún 20fet í þvermál. Með slíkum hreyflum (3000 hö.) má telja mögulegt að hrinda í framkvæmd smíði hinna risavöxnu flugvéla er munu vega um 60—70 smál. og geta flogið með um 12 tonn af varningi yfir Atlantshafið. «^][=]E=0 Þann 25. nóv. s.l. lauk flugmaður að nafni Babekul við að fljúga 2 milljón kílómetra í þjónustu flugfélagsins Luft-Hansa. Stærsta og fullkomnasta yfirbyggingarverkstæði á landinu. Byggjum ofan á allar tegundir bíla, framkvæmum einnig hverskonar viðgerðir. Bílamálningarverkstæði mitt annast alla málningu á bílum yðar. Bílaviðgerðir allskonar: Fræsum. Borum. Setjum í »Sleevar«. Mótorar gerðir sem nýir. Höfum fyrirliggjandi flestar stærðir af hinum viðurkenndu »Specialloid«-stimplum, Get útvegað með stuttum fyrirvara a 11 a r tegundir af stimplum og »Sleevum«. Varahlutir fyrirliggjandi í flestar tegundir bíla. Egill Vilhjálmsson Sími 1717 20 FLUG

x

Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : málgagn Flugmálafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.