Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 16
16
að aldrei er unnt að segja með ákveðinni vissu, heldur
aðeins nokkrum líkindum eða sennileik, hverju fram kann
að vinda í hverju einstöku falli. Kemur þá einatt í ljós,
að sömu orsakir virðast ekki jafnan hafa sömu verk-
anir.
Árið 1927 kom þýzki eðlisfræðingurinn Heisenberg
fram með þá staðhæfingu, að ekki væri unnt á samri
stund að ákveða bæði stöðu og hraða sömu rafeindar, svo
að ekki skeikaði stórum um annað tveggja, stöðuna eða
hraðann; því væri ekki unnt að ákveða með neinni vissu,
hvar hver rafeind væri á hverju augnabliki, og þá auð-
vitað heldur ekki, hverju fram kynni að vinda á því næsta.
Það gæti orðið þetta eða hitt; menn gætu gizkað á það
með nokkrum sennileik, en engri vissu.
Enn ákveðnar kemst annar brautryðjandi hinnar nýrri
eðlisfræði, Englendingurinn Dirac, að orði um þetta.
Hann orðaði það þannig: „Þá er menn athuga eitthvert
eindakerfi .... í ákveðnu ástandi, verður árangurinn yf-
irleitt ekki fastákveðinn; þ. e. a. s. sé tilraunin endurtek-
in nokkrum sinnum undir nákvæmlega sömu skilyrðum,
má samt sem áður vænta mismunandi árangurs. Sé til-
raunin endurtekin oft og mörgum sinnum, kemst maður
að raun um, að hver tegund árangurs kemur fyrir svo
og svo oft í hverjum hundrað tilfellum, svo að segja má,
að viss líkindi séu til, að þessi árangur komi í ljós, hve-
nær sem tilraunin er endurtekin. Líkindareikningurinn
gerir oss fært að reikna þetta út. I vissum tilfellum getur
sennileikinn orðið einn heill og þá er árangurinn af til-
rauninni alveg viss".1)
Af orðum þessum virðist mega ráða, að sömu orsakir
hafi ekki jafnan sömu verkanir, eða þó öllu heldur, að
sömu orsakir séu eins og á hvörfum og geti því snúizt til
eins og annars, svo að vér vitum ekki með vissu, hverju
fram kunni að vinda. Stingur þetta mjög í stúf við hina
fyrri nauðhyggju vísindanna. Mætti ef til vill nú segja,
að sömu orsakir hefðu ýmist s ö m u eða s v i p a ð a r
verkanir, og væri þó ef til vill full fast að orði kveðið.
1) Tilfært eftir Jeans, sama rit, bls. 123—24.