Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 92
92
Notendur rafmagns úr almenningsveitum fá rafork-
una til sín lágspennta, þ. e. með 250 volta spennu,
eða lægri milli tauga og jarðar. Með þessari lágu
spennu eru flutningaleiðir raforkunnar ekki nema fá-
ein hundruð metra á lengd. Verður því notandinn að
fá orkuna til sín úr notendaspennistöð í námunda við
notkunarstaðinn. En nú eru vegalengdirnar í hverju
veitukerfi margir km og þarf þá að nota háspenntar
taugar í kerfin, er fíytja raforkuna um lengri veg til
spennistöðva notendanna, þar sem raforkan er afspennt
niður í áðurnefnda nothæfa spennu. Háspenntu taug-
arnar flytja raforkuna frá aðalspennistöð, er fær orku
sína með enn hærri spennu eftir aðallínu frá afl-
stöðinni. Það má því greina raforkuveitur þannig, að
telja eina veitu og eitt veitusvæði allar þær há-
spenntu línur, sem liggja frá einni aðalspennistöð
beint til spennistöðva notendanna. Þessar háspenntu
línur verða kallaðar héraðslínur í veitunni og veitan
héraðsveita. Ef um veitu í kaupstað er að ræða, er
þessi héraðsveita aðeins innan kaupstaðarins og er
þá nefnd háspennt innanbæjar veita eða kerfi, en
hefir að öðru leyti alveg sömu tilhögun og héraðs-
veitan. Það getur komið fyrir, að aðallínurnar hafi
meira en eitt spennustig, þannig að frá aðalspenni-
stöð héraðsveitu liggi aðallína til nýrrar höfuðspenni-
stöðvar, þar sem spennan er hækkuð enn upp, og að ný
höfuðlína liggi svo frá þessari stöð til aflstöðvarinn-
ar; fer þetta mjög eftir staðháttum og þróun á orku-
veitusvæðinu, hvernig þessu er háttað. En hvort sem
þessi stig á spennu aðallínanna eru 1 eða 2, verður
það veitukerfi nefnt einu nafni, aðalveita, en eins og
áður er getið, héraðs- eða innanbæjarveita háspennta
kerfið með notendaspennistöðvum, en notendaveita síð-
asta stigið í orkufluttningnum, lágspennuveitan.
Aðalspennistöðvarnar geta verið sjálfstæðar eða
byggðar inni í aflstöð þeirri, er raforkuna vinnur, og
liggur þá héraðsveitan beint að aflstöðinni. Það er
eitt mikilvægasta atriðið í tilhögun á héraðsveitum,