Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 7

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 7
I. kafli. INNGANGUR. 1. Efni ]?að, sem hér um ræðir, er í fyrsta lagi byggt á uPPlýsingum um fæðingar á Islandi fyrir áriö 1972. Hinn 1.1.1972 var tekin í notkun ný fæðingartilkynning á öHu landinu, þar sem safnað er fyllri uppiýsingum en áður hefur verið gert. Þar var fyrst og fremst miðað við að samræða upplýs- in-gasöfnun hér á landi viðvíkjandi fæðingum þeim upplýsingum, sem safnað er mí með öðrum þjóðum, sem lengst eru komnar á þessu sviði. I öðru lagi hafa höfundar safnað gögnum um fæðingar í landinu svo langt aftur, sem heilbrigðisskýrslur ná. ^ser niðurstöður eru sýndar í kafla II. Tölur, sem hér verða birtar fyrir árið 1972, eru að því leiti frábrugðnar upplýsingum frá Hagstofu Islands, að hér eru teknar með fæðingar erlendra ríkisborgara, sem fætt hafa i land- Þannig eru t.-d. flestar þeirra 137 kvenna, sem fæddu á sýtákrahúsi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, amerískir ríkis- borgarar, og eru þær ekki taldar í skýrslum Hagstofunnar. Þess ber að geta að £ kafla II. eru allar tölur frá Hagstof- unni komnar. Þetta starf er unnið að tilhlutan landlæknisembættis- ins og heilbrigðisstjórnarinnar, og með þessari úrvinnslu er breytt u® tilhögun, frá því sem áður var, að héraðslæknar landsins sendu 1 ársskýrslum sínum til landlæknis ár hvert upplýsingar um fæðingar 1 hverju héraði, byggðum á skýrslum ljósmæðra (fæðingabóka). Irá fyrrnefndum degi hefur eintak af hinum nýju fæðingartilkynn- ingum verið sent á Pæðingadeild landspítalans, þar sem öll úr- vinnsla á þessu efni mun fara fram fyrir Heilbrigðisskýrslur land- læknis, og verður þessari tilhögun væntanlega haldið áfram eftir- leiðis í landinu. úrvinnsla er fólgin í söfnun tilkynninga, sem berast reglulega fná öllum fæðingastöðum í landinu og ljósmæðrum úr héruðum. I'æðingadeild Lsp. hefur frá upphafi annazt móttöku þessara gagna, séð um skráningu og aðra úrvinnslu efnisins fyrir skýrsluvélar. 5

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.