Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 8

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 8
IBM á Islandi hefur síðan séð um götum spjalda. Undanfarin ár hefur regluleg úrvinnsla á þennan hátt farið fram á þriggja mánaða fresti, þannig að nú á að vera hægt að fullvinna hvert ár eigi síðar en í marzlok árið eftir. Lokaúrvinnsla efnisins, eins og hún er hér birt í fyrsta sinn, er síðan unnin í skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Þar sem þetta er fyrsta skýrsla sinnar tegundar, höfum við kosið að geta hér á eftir nánari aðdraganda úrvinnslunnar. Verður víða skyggnst aftur í tímann og rakið sögulegt yfirlit við einstaka kafla skýrslunnar. I, 2. ÞÁTTAKA ISLMDS I NTRRI FÆBINGASKRMINGU A VEGUM WHO, I febrúarmánuði 1971 fékk fyrrverandi landlæknir dr.med. Sigurður Sigurðsson bréf frá Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjéð- anna I Genf(VÍHO), þar sem óskað var eftir, að Island tæki þátt I könnun á notkun nýrrar fæðingartilkynningar. Undirbúningsfundur hafði nokkrum mánuðum áður verið haldinn í Genf undir forsæti dr. Kupka og dr. Logan, deUdarstjóra hjá VíHO I Genf. Hafði þar verið ákveðið að fá minni lönd og tiltekin svæði stærri landa til þess að taka upp nána samvinnu um skráningu fæðinga, en reynsla slíkrar skráningar yrði notuð til fyrirmyndar um framtíðarskráningu fæðinga í heiminum. Eftirfarandi lönd og landsvæði voru valin til þess að taka þátt í þessari könnun: Kýpur, Nancy-svæðið í Frakklandi, Jerusalem- svæðið í Israel, hluti af Bangkok í Thailandi og Island. Lönd þessi og landsvæði voru valin með það fyrir augum, að árleg fæðingatíðni væri að meðaltali 5000 fæðingar á ári, að svæðin væru vel afmarkaðar heildir, annaðhvort eylönd eða svæði, þar sem lítið væri um fólksflutninga að eða frá svæðinu og heilbrigðisþjónusta með mismunandi móti. 6

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.