Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 9

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 9
I samráði við Heilbrigðismálaráðuneytið ákvað landlæknir, að Island skyldi táka þátt í Jjessari könnun og var einum okkar ( G.S.) falið að mæta á undirbúningsfundum í Genf varðandi skrán- inguna. Var fyrsti fundurinn haldinn þar 5.4. - 7.4. 1971 undir forsæti próf. Neville Butler frá Bristol í Englandi, sem stjórnað befur umfangsmiklum könnunum á fæðingaupplýsingum í Bretlandi á s-l. áratug. Eyrir þessum fyrsta fundi lá uppkast af fæðingatilkynningum um lágmarksupplýsingasöfnun samkvæmt óskum WHO. En jafnframt var hverju þátttökulandi heimilað að bæta við upplýsingum á fæðinga- .iilkynninguna til eigin úrvinnslu, eftir því sem heilbrigðisstjórn viðkomandi lands óskaði eftir. Sumarið 1971 komu dr. Logan og dr. Kupka í heimsókn til Islands. Voru þá haldnir fundir með landlækni, hagstofustjóra, fulltrúum Tryggingarstofnunar ríkisins og yfirmönnum fæðingastofn- sna og að því búnu samþykkt drög að nýrri fæðingatilkynningu, sem skyldi xeysa af hólmi eldri tilkynningar. Þessi nýja fæðingatil- kynning fullnægði óskum WHO og tókst jafnframt að samræma þarfir Hagstofu Islands, Tryggingarstofnunar ríkisins auk lögbundinnar skráningar ljósmæðra í ]?æðingab<5k. Síðla sumars 1971 var uppkast að þessari nýju fæðingatilkynningu reynt á Pæðingadeild Lsp. við um það bil loo fæðingar. Samkvæmt reynslu þessarar könnunar var endanleg gerð fæðingatilkynningar fyrir Island samin með smávægi- legum breytingum og samþykkt á fundi í Genf haustið 1971. Hönnun á hinni nýju fæðingatilkynningu annaðist Sverrir Júl- íusson sérfræðingur í skjalafræði. Bæðingatilkynningin var samin ^ fjórriti. Hyrsta eintak sendist prestum og síðan Hagstofu eins og áður hef- ur tíðkast með mannfjöldaskýrslur í landinu. ^nnað eintak skyldi sent á Bæðingadeild Lsp. til úrvinnslu, þriðja eintak til Tryggingastofnunar ríkisins eða Sjúkrasamlags vegna gneiðslu á fæðingastyrk, en fjórða og síðasta eintakið skyldi leysa af hólmi Pæðingabók ljósmæðra. Var þá um leið afnumin skráning Hæðingabóka, sem gilt hefur hér á landi til fjölda ára. 7

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.