Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 24

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 24
skv. hinni nýju reglugerð. Þeim sem fylgst hafa með fæðingum í landinu á undanförnum árum hefur verið ljóst, að nauðsyn bæri til að kanna 'burðarmálsdauða hér á landi, svo að hægt væri að gera samanburð við aðrar þjóðir. Einn höfunda ( G.B.) birti grein í Acta Pediatrica á sl. ári um burðarmálsdauða í Reykjavík árin 1961- 1970. Jafnframt gerðu höfundar könnun á burðarmálsdauða í landinu öllu árið 1970. I meðfylgjandi úrvinnslu á fæðingum á Islandi 1972 er getið burðarmálsdauða og hann nánar sundurliðaður (sjá kafla III, 12). I Mannfjöldaskýrslum eftir 1950 eru í nákvæmum töflum sundurliðaður aldur látinna á öllum aldri. Er dánaraldur barna sundurliðaður í dögum frá fæðingu fram á 7. dag. Má því reikna út burðarmálsdauða á Islandi allt frá árinu 1951, enda þótt skilgreining á andvana fæddum börnum hafi breytzt, breytir það ekki burðarmálsdauða sbr. aths. við töflu 3. Niðurstöður af könnun er sýnd í línuriti 3 og töflu 3. Línurit 3. Linurit 3 sýnir andvana fædd börn 1881 - 1971 ásamt börnum, sem létust á fyrsta mánuði og á fyrsta ári sama timabil. Hvort- tveggja - tíðni andvana fæddra barna og dánartíðni lifandi fæddra barna, - lækkar jafnt og þétt, en dánartíðni lifandi fæddra barna þó mun hraðar. I töflu 3 eru sýndar tölur yfir andvana fædd börn, börn látin á fyrstu viku ásamt burðarmálsdauða 1951 - 1972. 22

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.