Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 31

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 31
Athyglisvert er i töflunni, nve barnsí'ararsótt hefur valdið mörgum dauðsföllum allt fram til áranna 1940 - '50, en þá fellur Þessi sjúkdómur nánast niður sem dánarorsök, eftir að sýklaeyðandi lyf koma til. Þó nefur ein konan látist af barnsfararsótt 1951 - 1955 og önnur á árabilinu 1961 - 1965. Mæðradauða af völdum blæðinga hefur einnig fækkað verulega á síðustu 20 árum, en þar eru meðtaldar ástæður, svo sem fyrirsætar ^ylgjur, fylgjulos og aðrar blæðingar fyrir, í og eftir fæðingu. í'œðingareitranir og fæðingarkrampi hefur verið nokkuð tíð dánar- orsök, eins og sjá má af töflu, en fer einnig lækkandi á síðustu áratugum. Loks eru aðrar ástæður, en þar er sömu sögu að segja. Meðal dánarorsalca undir liðnum "aðrair orsakir" má nefna blóð- tappa í lungum eftir æðabólgu auk heilablóðfalls, hjartasjúkdóma °g annarra sjúkdóma, sem ekki tilheyra meðgöngus júlcdómum, en hafa valdið dauða í kringum fæðingu. I síðari hluta töflu 6 eru sýndar dánarorsakir I sambandi við ^eðgöngu eins og utanlegsþykkt, fóstureyðingar og fósturlát. Þannig hafa alls látist 18 konur vegna utanlegsþylcktar og 25 vegna íósturláta. Lög um fóstureyðingar tóku gildi árið 1938. Eftir það íer slíkum aðgerðum fjölgandi í landinu. Það sem mesta athygli vekur, er sú staðreynd, að 4 konur hafa lát- ist eftir fóstureyðingar og allar á sama fimm ára bili, þ.e. árin 1941 - 1945. A þeim árum voru sýklaeyðandi lyf ekki komin í almenna notkun og œeðferð vegna blæðinga og losts, eins og blóðgjafir og völcvameðferð, ekki komin á það stig er síðar varð. Línurit 4 sýnir hlutfallstölur mæðradauða á landinu 1911 - 1972 á looo fæðingar, en þar eru undanskildar þær konur, er létust Vegna sjúkdóms snerama á meðgöngutíma. Einnig er sýndur fjöldi lát- inna á hverju 10 ára tímabili. 29

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.