Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 36

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 36
Rák Helga heimilið til ársloka 1939. SíSasta barn, sem fæddist þar, fæddist í byrjun janúar 1940, og höfðu þá alls fæðst þar 1560 börn. Tveim áratugum síðar var Pæðingaheimili Reykjavíkurborgar sett á stofn 1 sama húsnæði og Helga hafði rekið sitt heimili áður. Guðrún Halldórsdóttir ljósmóðir setti á fót fæðingaheimili á Rauðarárstíg um 1950, og hefur hún rekið það fæðingáheimili allt til þessa dags. Einnig má geta Guðrúnar Valdemarsdóttur ljósmóður, sem rak fæðinga- heimili um nokkurra ára skeið í Stórholti í Reykjavik. Allar þessar ljósmæður höfðu nána samvinnu við lækna, og voru læknar að jafnaði viðstaddir fæðingar á þessum heimilum. Allmiklar upplýsingar eru til um starfsemi ofangreindra fæð- ingaheimila, sem fyrirhugað er að vinna nánar úr og birta á öðrum vettvan,gi síðar. Víða á landinu hafa verið rekin fæðingáheimili ljósmæðra á sl.2-3 áratugum. Má nefna fæðingáheimili í Kópavogi, sem rekið var um nokkurra ára skeið, en er nú hætt störfum. Auk þess hafa ljósmæður í Grindavík, Borgarnesi, Olafsfirði, Horna- firði og fleiri stöðum rekið fæðingaheimili eða tekið konur heim til sín til fæðinga, ýmist á eigin vegum eða í samráði við héraðs- lækna og sveitarfélög viðkomandi staða. Upplýsingar um fæðingar á þessum stöðum er gjarnan að finna í skýrslum héraðslækna, og verður því ekki saga þeirra rakin hér. 34

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.