Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 91

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 91
IY, kafli. NIÐURSTÖiÐUR. Við úrvirmslu fæðingartilkynninga ársins 1972, sem byggð er á tölvunotkun, lögðu höfundar áherslu á að leggja fram sem flestar staðreyndir, sem að gagni mættu koma við síðari skýrslu- gerðir um fæðingar á Islandi. Því hefur tilhögun úrvinnslu og sögulegt yfirlit verið kynnt í nokkuð löngu máli. Hafa höfundar þegar getið nokkurra atriða, sem fyrirhugað er að gera betri skil síðar. Til dæmis liggja fyrir allmiklar upplýsingar um fæðingaraðgerðir og afbrigðilegar fæðingar í skýrslum héraðslækna, sem væru þess virði að færa I letur. Sérstök athugun fer nú fram á keisaraskurðum á Islandi frá upphafi. Nánari úrvinnsla er ennfremur 1 undirbúningi á mæðra- dauða í landinu. I sjúkraskrám Ræðingadeildar Landspítalans er margskonar upplýsingar að finna um fyrrnefnd atriði allt frá ár- inu 1931 og raunar einnig 1 sjúkraskrám stærri sjúkrahúsa. hótt slíkar heimildir séu mismunandi að gæðum, má samt vinna hald- góðar upplýsingar um meiri háttar atriði, er viðkoma fæðingum í landinu á liðnum áratugum. Hrvinnsla fæðingartilkynninga ársins 1972 hefur leitt í ljós ýmsa athyglisverða hluti, sem hagkvasmni er að> en einnig nokkur atriði, sem betur mættu fara. Hyrst skal getið helstu kosta: 1. Utfylling á fæðingartilkynningum hefur yfirleitt verið gerð af samviskusemi og sjaldgæft er, að nokkuð vanti, sem máli skiptir, að undanteknum sjúkdómsgreiningum. (sjá síðar) Vel færðar mæðraskrár gera útfyllingu fæðingartilkynninga auðvelda. 89

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.