Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Page 19

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Page 19
2.2.2 Opnar stofnanir Dagspítalar, dagvistanir og göngudeildir fyrir aldraða eru meðal þeirra nýjunga sem komið hafa fram í öldrunarþjónustu á síðustu árum. Hér á landi er þetta form öldrunarþjónustu enn sem komið er ekki eins sérhæft og víðast hvar í nágranna- löndum okkar. Þessari tegund þjónustu er einkum haldið uppi af stofnunum eins og öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hrafnistu, Dalbrautarheimilinu og heilsugæslustöðvum víða um land. Ennfremur sjá heimilislæknar ennþá að verulegum hluta um þau verkefni sem ofangreindum stofnunum er ætlað að annast í framtíðinni. Dagspítalar eru oftast reknir sem hluti af öldrunarlækninga- deild, en sums staðar eru þeir £ tengslum við sjukrahús eða hjúkrunarheimili. Dagspítalar starfa þannig að oftast koma sjúklingar 2-3 í viku og dveljast þar 6-7 klukkustundir í senn. Meðferðartími er venjulega takmarkaður við 2-3 mánuði en margir eru þó lengur í meðferð. Sjúklingurinn fær sérhæfða læknis- og hjúkrunarþjónustu, snyrtingu, máltíðir og flutning til og frá spítalanum. Meginhlutverk dagspítala er að endur- hæfa sjúklinginn eftir veikindi og aðlaga hann á ný dvöl á heimili sínu. Göngudeild fyrir aldraða er ein hliðarstarfsemi öldrunarlækn- ingadeildar. Þar fer fram, svo sem á öðrum göngudeildum sjúkra- húsa, lækniseftirlit á t.d. 1-3 mánaða fresti eða oftar ef með þarf. Á göngudeild fer ennfremur fram hluti af forrannsókn á þeim sjúklingum er æskja innlagnar á deildina. Þegar læknisfræðilegum markmiðum dagspítala hefur verið náð og þörf er fyrir áframhaldandi dagvistun er viðkomandi einstakling- um venjulega vísað til dagvistunarþjónustu, sem oftast er hluti af félagslegri þjónustu hvers sveitarfélags. Ennfremur er al- gengt að samhliða dagvistun sé veitt viss heilbrigðisþjónusta og eftirlit með heilsufari. Slíkt fyrirkomulag er t.d. á Dal- brautarheimilinu, þar sem nýlega hefur verið opnuð dagvistun fyrir aldraða . 17

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.