Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Page 31

Heilbrigðisskýrslur - 07.12.1982, Page 31
Öldrunarlækningadeild Landspítalans er eina hjúkrunarstofnunin sem tekur inn sjúklinga á grundvelli svonefnds raðaðs biðlista. Á slíkan biðlista er sjúklingum raðað í samræmi við sérhæft mat á þörf þeirra fyrir vistun. Samkvæmt upplýsingum yfirlækn- is deildarinnar og félagsráðgjafa voru um sl. áramót 4-5 ein- staklingar á biðlistanum sem bráðnauðsynlega þurftu á vistun að halda. Könnunin meðal heimilislækna £ Reykjavík bar ekki þann árangur sem nefndin hafði vænst. Af viðtölum við nokkra lækna þótti sýnt að ekki væri mögulegt að afla hjá þeim upplýsinga um fjölda og aðstæður aldraðra hjúkrunarsjúklinga í heimahúsum. Kemur þar einkum til að fæstir heimilislæknar halda skipulegar sjúkra- skrár yfir sjúklinga sína og marga af þessum eldri sjúklingum stunda þeir ekki reglulega. Samkvæmt upplýsingum forstöðumanns heimilishjálpar Eélagsmála- stofnunar má lauslega áætla að á sl. ári hafi að meðaltali á milli 20 og 30 aldraðir hjúkrunarsjúklingar, sem ekki nutu heimaþjónustu, þarfnast vistunar á hjúkrunarstofnun. Hér væri fyrst og fremst um að ræða fólk sem vegna breytilegs heilsu- farsástands væri til skiptis á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér. Með hliðsjón af þeim athugunum sem hér er getið, er gert ráð fyrir að á árinu 1981 hafi að jafnaði dvalið í heimahúsum í Reykjavík 30 aldraðir hjúkrunar- eða langlegusjúklingar, sem ekki fengu neina heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar en höfðu brýna þörf fyrir að vistast á hjúkrunarstofnun. Gengið er út frá því að aldursskipting þessa hóps hafi verið svipuð og meðal þeirra hjúkrunarsjúklinga sem vistuðust á eiginlegum hjúkrunarstofnunum 31. mars 1981 í Reykjavík. 29

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.