Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 6

Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 6
Vissulega lítur þetta vel út og það felst töluvert mikill sparnaður í þessu árferði núna. G. Pétur Matthí- asson, upp- lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Við höfum fjárfest gríðarlega til þess einmitt að geta notað græna orku. Jón Már Jóns- son, yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni Menningar- og viðskiptaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið með styrkveitingum til einkarek- inna staðbundinna fjölmiðla utan höfuð- borgarsvæðisins er að efla starfsemi þeirra enda gegni þeir mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðji með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf. (3. gr. reglna nr. 1265/2022 um styrkveitingar til staðbundinna fjöl- miðla). Til úthlutunar árið 2022 eru 5 m.kr.: 2,5 m.kr. frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og 2,5 m.kr. frá innviðaráðuneyti v. aðgerðar C.07 í byggðaáætlun, Efling fjölmiðlunar í héraði. Höfuðborgarsvæðið nær yfir sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnar- fjarðarkaupstað, Garðabæ, Seltjarnarnesbæ og Mosfellsbæ. Umsækjendum er bent á að kynna sér ákvæði reglna nr. 1265/2022 um styrkveit- ingar til staðbundinna fjölmiðla. Umsóknareyðublað er á vef menningar- og viðskiptaráðuneytis www.mvf.is. Þegar það hefur verið fyllt út þarf að prenta það til undirritunar, skanna og senda ásamt umbeðnum fylgiskjölum. Mikilvægt er að öll fylgiskjöl fylgi með umsókn. Umsóknir skulu berast á menningar- og viðskiptaráðuneytis, mvf@mvf.is, fyrir miðnætti 11. desember 2022. Ef spurningar vakna um hvernig eigi að fylla umsóknina út er hægt að senda fyrir- spurn á framangreint netfang. Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 11. desember 2022. Menningar- og viðskiptaráðuneyti 24. nóvember 2022 Styrkir til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins Stjórnarráð Íslands Menningar - og viðskiptaráðuneytið Aðalfundur Golfklúbbsins Odds 2022 Aðalfundur Golfklúbbsins Odds verður haldinn í golfskálanum í Urriðavatnsdölum þriðjudaginn 6. desember kl. 20:00. Dagskrá: • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. • Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. • Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru. • Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. • Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsá- ætlun næsta árs kynnt. • Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. • Kosning þriggja manna í kjörnefnd. • Önnur málefni ef einhver eru. Stjórn Golfklúbbsins Odds. Ekki er útlit fyrir að grípa þurfi til skerðingar á raforku til stórnotenda í vetur. Tíðar- farið að undanförnu veldur því að orkustaðan er með besta móti. „Það skiptir okkur sköpum að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ segir yfirmaður landvinnslu í Nes- kaupstað. ggunnars@frettabladid.is ORKUMÁL Óvenju gott tíðarfar veldur því að ekki þarf að grípa til skerðingar á raforku til stórnotenda í vetur líkt og gert var síðastliðinn vetur. Það eru góðar fréttir fyrir fiskimjölsverksmiðjur landsins nú þegar hillir undir loðnuvertíð. Fyrir sléttu ári síðan var staðan þannig í Neskaupstað, þar sem Síldarvinnslan er með umfangs- mikla starfsemi, að f lutningskerfi Landsvirkjunar réði ekki við að f lytja alla þá orku sem til þurfti á milli landshluta vegna bágrar stöðu í uppistöðulónum. En nú er tíðin önnur og veður skaplegra. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hafa suðaustanátt- ir með hlýindum og úrkomu aukið mjög rennsli til Hálslóns, sem og til Tungnaár og Þórisvatns. Staða miðlunarforða er því góð og útlit fyrir að hægt verði að anna allri orkuþörf viðskiptavina Landsvirkj- unar út veturinn. Af tíu fiskimjölsverksmiðjum landsins ganga þrjár enn fyrir olíu. Hinar sjö, sem afkasta um 70 pró- sentum af heildarframleiðslunni, nýta að jafnaði græna orku. Það er að segja þegar tíðarfar er skaplegt. Jón Már Jónsson, yfirmaður land- vinnslu hjá Síldarvinnslunni, segir gott að vita til þess að næg orka sé fyrir hendi. „Þetta er allt önnur staða. Síðast- liðinn vetur þurftum við að brenna gríðarlegu magni af olíu til að keyra vinnsluna vegna skerðingar á raf- orku. Það var óvenju slæmt og gerði okkur erfitt fyrir,“ segir Jón Már. Hann segist fara bjartsýnn inn í veturinn með þessi tíðindi frá Landsvirkjun. „Þetta skiptir okkur sköpum. Við höfum fjárfest gríðarlega til þess einmitt að geta notað græna orku, þannig að við erum í draumastöðu þegar tíðarfarið er svona. Nú bíðum við bara eftir loðnunni og erum klár í vertíðina sem hefst eftir áramót. Hún er okkur mikilvæg og þá er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af orkunni.“ En hvað sem rysjóttu tíðarfari líður segir Jón Már stóru myndina vera að auka þurfi við orkufram- leiðslu. „Þetta er allt orðið mjög tæpt og það má í raun ekkert út af bregða. Ef það kemur upp ein bilun þá dettum við út og förum yfir á olíu. Það vant- ar einfaldlega meiri orku og betri flutning svo hægt sé að sigla lygnan sjó í gegnum álagstímabilin. Það er langtímaverkefnið,“ segir Jón Már. Landsvirkjun áformar að auka af l í virkjunum sínum á Þjórsár- svæðinu, meðal annars til að auka sveigjanleika í kerfinu. Stækkun og aflaukning virkjananna tekur hins vegar nokkur ár og því viðbúið að aflskortur setji áfram strik í reikn- inginn hjá stórnotendum á næstu árum, jafnvel þótt nægt vatn sé í lónum. n Óvenju gott tíðarfar og ekkert útlit fyrir orkuskort Síldarvinnslan í Neskaupstað þurfti að brenna olíu í stórum stíl vegna skerðingar á raforku í fyrravetur. Nú er tíðin önnur. MYND/AÐSEND benediktarnar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Snjóruðningstæki Vegagerðarinnar hafa ekið tæplega 80 þúsund færri kílómetra miðað við sama tíma í fyrra, það sem af er vetri. Þar af leiðandi er lítil sem engin þörf á að ryðja snjó af vegum landsins. Eins og gefur að skilja felur snjó- leysið í sér töluverðan sparnað fyrir þá sem sjá um vetrarþjónustu og það er raunin, segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Vissulega lítur þetta vel út og það felst töluvert mikill sparnaður í þessu árferði núna, en annars kemur þetta í bylgjum og ekki hægt að segja til um veturinn eða árið í ár,“ segir hann. Að sögn Péturs eru fjárveitingar til vetrarþjónustunnar um 3,8 milljarðar króna, en í því felst öll vetrarþjónusta. Snjómokstur og hálkuvarnir séu aðeins hluti af þjónustunni. „Þessi kostnaður er þó afar sveiflukenndur og það kemur fyrir í síauknum mæli að kostnaður verður meiri en fjárveitingar, þegar mikið gengur á í veðrinu. Einnig er rétt að nefna að óskir um aukna vetrar- þjónustu verða sífellt háværari vegna þess að f leiri og f leiri sækja vinnu um langan veg og nú er boðið upp á ferðamennsku allt árið,“ segir Pétur og bætir við að almenn þjón- usta við vegakerfið aukist í þessu árferði. „Við erum ánægð með ástandið samt og erum tilbúin þegar vetrar- veðrin bresta á,“ segir Pétur. n Vegagerðin ánægð með snjóleysið 6 Fréttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.