Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 26.11.2022, Qupperneq 30
Marta og Sinclair hafa skorað á fimm Heims- meistaramótum en Ronaldo er fyrsti karl- maðurinn til að afreka það. Hér er að verða til hinn eðlilegi píramídi fótboltans sem við þekkjum úr hinum stóra heimi. Hjörvar Hafliða- son, sparkspek- ingur Cristiano Ronaldo - Portúgal Cristiano Ronaldo er fyrsti karlmaðurinn í sögunni til að skora á mm Heimsmeistaramótum, hann skoraði eitt mark í sigri á Ghana á mmtudag. Ronaldo er næstelsti leikmaðurinn til að skora á Heimsmeistarmaótinu (37 ára og 292 daga), aðeins Roger Milla sem skoraði fyrir Kamerún 1994 er eldri (42 ára og 39 daga). Fæddur: 5 febrúar, 1985 í Funchal Staða: Framherji Félag: Án félags Fyrsti landsleikur: Ágúst árið 2003 gegn Kasakstan Leikmaðurinn: 118 mörk 08 mörk á Heimsmeistaramótum (2006, 10, 14, 18, 2022) 192 landsleikir Heimild: Transfermarkt Mynd: Getty © GRAPHIC NEWS hoddi@frettabladid.is Cristiano Ronaldo er fyrsti karl- maðurinn í sögunni til að skora á f imm Heimsmeistaramótum. Ronaldo skoraði eitt mark í 3-2 sigri Portúgals á Gana á fimmtudag. Sögubækurnar og Ronaldo ná vel saman en þessi magnaði íþrótta- maður hefur í mörg ár skrifað sig á spjöld sögunnar. Ronaldo fagnar 38 ára afmæli sínu í febrúar en hann er nú án félags eftir að samningi hans við Manchest er United var rift. Ronaldo spilaði á sínu fyrsta heimsmeistara- móti árið 2006 og nú 16 árum síðar er hann enn í fullu fjöri. Ronaldo skoraði á sínu fimmta Heimsmeistaramóti með marki úr vítaspyrnu. Hann er kominn í hóp með Mörtu frá Brasilíu og Christine Sinclair frá Kanada sem báðar hafa skorað á fimm Heimsmeistara- mótum. Ronaldo hefur hins vegar ekk- ert raðað inn mörkum á þessum mótum ef litið er á heildina því í 18 leikjum eru mörkin nú átta. Þar á meðal er þrenna gegn Spáni á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Ronaldo skoraði fjögur mörk í heildina á því móti en árin 2006, 2010 og 2014 hafði Ronaldo bara skorað eitt mark á hverju móti. Ronaldo rifti samningi sínum við Manchester United tveimur dögum fyrir leikinn gegn Gana en hann hafði fengið nóg af félaginu og vildi burt. Hann þarf því að sanna ágæti sitt á þessu móti til að minna stærstu félög Evrópu á að enn sé nóg eftir á tankinum hjá þessum full- orðna knattspyrnumanni. Ronaldo hefur á ferli sínum oft verið bestur með bakið upp við vegg og byrjar með látum á stórmótinu í Katar. n Cristiano Ronaldo í hóp góðra kvenna Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason vonast til þess að hér á landi sé að verða eðlileg- ur félagaskiptamarkaður. Svo virðist sem slíkur markaður sé að verða til í fyrsta sinn í sögunni. Félög sem eiga mikla fjármuni eru í meira mæli að kaupa leikmenn af þeim sem minna hafa á milli handanna. hoddi@frettabladid.is Breytt landslag virðist vera að eiga sér stað í íslenskum fótbolta. Rík- ustu lið landsins hika nú ekki við að kaupa leikmenn og borga oft og tíðum væna summu fyrir. Á árum áður skiptu leikmenn varla um félag nema þeir væru samningslausir og kæmu þá frítt. Segja má að Valur hafi á undan- förnum árum breytt landslaginu og f leiri fylgja í kjölfarið. Valur keypti sem dæmi Guðmund Andra Tryggvason frá Start í Noregi sum- arið 2021 og var kaupverðið sagt vera um og yfir 10 milljónir króna. Valur keypti Orra Hrafn Kjartans- son frá Fylki nokkrum mánuðum síðar og borgaði fyrir hann nokkrar milljónir. Breiðablik hefur svo fylgt á eftir, í haust hefur Breiðablik keypt Alex Frey Elísson frá Fram og Patrik Johannesen frá Kef lavík, saman- lagt kaupverð þeirra er sagt nálægt 20 milljónum króna. Alex Freyr er öf lugur hægri bakvörður sem ku hafa kostað í kringum 7 milljónir og Patrik sem skoraði 12 mörk fyrir Keflavík í sumar kostaði Breiðablik um og yfir 10 milljónir króna. Mismunandi tekjumódel Valur hefur haft nokkra sérstöðu þegar kemur að f jármunum í íslenskum fótbolta síðustu ár en félagið seldi stórt land undir íbúða- byggð og hefur það hjálpað til, auk þess sem félagið hefur náð frábær- um árangri í karla- og kvennaflokki sem skilað hefur tekjum í kassann. Breiðablik hefur í gegnum öf lugt unglingastarf og góðan meistara- f lokk búið sér til tekjumódel þar sem félagið selur leikmenn til atvinnumannaliða á hverju ári. Nú síðast var það Ísak Snær Þorvalds- son sem seldur var til Rosenborg í Noregi fyrir um og yfir 40 milljónir, nokkrum mánuðum áður var Ásgeir Galdur Guðmundsson seldur til FCK í Danmörku fyrir hærri upphæð en Ísak skilaði í kassann. „Þetta er bara jákvætt á allan hátt, hér er að verða til hinn eðlilegi píramídi fótboltans sem við þekkjum úr hinum stóra heimi,“ segir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur og eigandi hlað- varpsins Dr. Football. „Hér á Íslandi hefur í gegnum árin ekki verið neinn félagaskiptamark- aður, kaupverð hefur aldrei endur- speglað laun leikmannsins. Leik- maður sem kostaði félagið kannski tvær milljónir var að fá um og yfir fjórar milljónir í árslaun. Þetta er hinn eðlilegi píramídi sem vonandi er að verða til.“ Ekkert neikvætt við þetta Hjörvar segir að þau félög sem hafi meiri f jármuni geti með þessu hjálpað félögum sem hafa minna á milli handanna og þar fram eftir götunum. „Fyrir félög sem til dæmis ná ekki í Evrópukeppni, að þá geta þessar upphæðir sem nú er talað um skipt verulegu máli. Fyrir mér er þetta bara jákvætt. Vonandi er þetta markaður sem er að verða til og verður áfram. Að ef Valur kaupir leikmann af Kefla- vík, að Keflavík fari þá með hluta af þeim peningum og kaupi leikmann af Gróttu sem dæmi. Það er ekkert neikvætt við þetta.“ Valur og Breiðablik virðast skera sig úr þegar kemur að fjármunum um þessar mundir. Víkingar, sem raðað hafa inn titlum síðustu ár, þurfa að leita annara leiða og sömu sögu má segja um Stjörnuna, FH og KR. „Ég þekki ekki nákvæmlega fjárhagsstöðu allra liða en Evrópu- peningarnir skipta gríðarlegu máli. Valur er að fara inn í annað tímabil- ið í röð án Evrópu en hefur hingað til náð að halda sjó,“ segir Hjörvar um málið. n Íslenska fótboltahagkerfið að breytast til betri vegar Ísak Snær var seldur frá Breiðabliki á dögunum og félagið hefur svo nýtt þá peninga í að kaupa hér á landi. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. Skíðaferða Fjölbrey úrval 595 1000 www.heimsferdir.is Flug & hótel frá 124.250 Frábært verð! Í JANÚAR & FEBRÚAR 30 Íþróttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.