Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 32

Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 32
Varlega áætlað er krónu- skatturinn nú 300 milljarðar á ári. Það sem minnir okkur þó kannski einna mest á jólin eru svartur föstudagur, dagur einhleypra og rafrænn mánu- dagur. n Í vikulokin Ólafur Arnarson birnadrofn@frettabladid.is Friðrik Ómar hefur haldið tónleikana Heima um jólin átta ár í röð. Í ár er metár í aðsókn. fréttablaðið/stefán Friðrik Ómar er mikið jóla- barn en hann heldur sautján tónleika nú fyrir jólin. Friðrik fær til sín góða leynigesti svo spennan er mikil fyrir áhorf- endur. birnadrofn@frettabladid.is Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson. Hann heldur alls sautján tónleika fyrir jólin, tólf í Salnum í Kópavogi og fimm í Hofi á Akureyri. Þetta er áttunda árið í röð sem Friðrik Ómar heldur jólatónleika en tónleikaröðin ber heitið Heima um jólin. Friðrik flytur fjölbreytt jólalög og fær til sín góða gesti. „Við f lytjum alls konar ólík lög, meðal annars mörg eftir sjálfan mig, ég hef gefið út svo mikið af jóla- lögum,“ segir Friðrik Ómar. „Svo er ég með alla þessa flottu leynigesti, þetta verður geggjað,“ segir hann. Misjafnt verður hvaða leynigestir koma fram á hverjum tónleikum svo spennan er mikil. „Þetta verður mjög breytilegt, fólk keypti miða á tónleika með mér og leynigestum en svo er bara spurning hvort þau fái eitthvað sem þau fíla eða ekki,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Eins og gefur að skilja er mikið að gera hjá Friðriki í desember og það sem eftir er af nóvember, en hann var með eina tónleika í gær og er með aðra í kvöld, svo eru fimmtán eftir. Spurður að því hvort hann sé búinn að græja allt fyrir jólin segir Friðrik Ómar svo ekki vera. „Maður heldur alltaf að maður sé með allt á hreinu en er svo með allt niður um sig, svo er það partur af þessari jólastemningu að labba um bæinn og versla á síðasta snúningi,“ segir hann. „Ég er bara svo þakklátur fyrir að svona mikið af fólki vilji koma, þetta er metár hjá mér, það er fullt af fólki sem kemur aftur og aftur og þetta er orðin hefð hjá mörgum en svo eru margir nýir að bætast við núna,“ segir Friðrik Ómar, sem hefur þurft að bæta við fjölda auka- tónleika. „Við bættum og bættum við en svo kom að því að húsið var ekki meira laust,“ segir Friðrik. „Það kom mér á óvart að eftirspurnin skyldi vera svona mikil núna. Bæði er framboðið mikið fyrir jólin og fólk er meira að pæla í því hvað það gerir við peningana sína á þessum árstíma, skiljanlega,“ segir hann. „En þetta er virkilega ánægjulegt og ég er ótrúlega spenntur,“ bætir hann við. En ertu mikið jólabarn? „Já, ég er brjálaður. Ég er, allavega svona í kringum mig, mesta jólabarn sem um getur. Maður þarf að vera nett klikkaður til að standa í þessu jóla- tónleikastússi ár eftir ár en ég elska það,“ segir Friðrik Ómar. „Vonandi sést það á tónleikunum hvað ég elska jólin mikið,“ bætir hann við að lokum. n Mesta jólabarn sem um getur Maður heldur alltaf að maður sé með allt á hreinu en er svo með allt niður um sig. Við mælum með Jólaþorpið í Hafnarfirði Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað í tuttugasta sinn um síðustu helgi og verður opið allar helgar til jóla og á Þorláksmessu. Í jólaþorp- inu er allt fagurlega skreytt og mikil ljósadýrð sem ætti að geta komið öllum í jólaskapið. Þar er alltaf eitthvað skemmti- legt á dagskrá og  í fagurlega skreyttum jólahúsunum geta gestir og gangandi svo verslað jólavarn- ing og fengið sér jólasnarl. Mandarínur Fátt er betra en ferskar mandarínur þegar líða fer að jólum. Mandarínur eru ekki einungis góðar heldur eru þær hollar og virkilega handhægar í nesti, bæði fyrir börn og fullorðna. Svo er ilmurinn auðvitað dásam- legur og minnir á jólin. Sniðugt er að stinga negulnöglum í mandarínur og fá þannig enn betri ilm. Margt í umhverfi okkar er farið að minna á jólin. Borg og bæir eru skreytt fallegum jólaljósum, á ferli má sjá krakka með jólasveinahúfur og víða eru farin að heyrast jólalög. Enda ekki seinna vænna, fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, það þýðir að fjórir sunnu- dagar eru til jóla. Það sem minnir okkur þó kannski einna mest á jólin eru svartur föstudagur, dagur einhleypra og rafrænn mánudagur. Forboðarnir ljúfu sem minna okkur á jólin með hvers kyns tilboðum og áminn- ingum um hvað þarf að kaupa, hverjum er best að gefa hvað, hverju við getum ekki verið án um jólin og hvað er nauðsynlegt á jólaborðið. Þetta er orðin algjör vitleysa. Svartur föstu- dagur er orðinn heil vika þar sem mörg fyrirtæki og verslanir bjóða upp á 10–20 prósenta afslátt og telja þér trú um að um svakalegt tilboð sé að ræða. Þetta er ekki jólaandinn. Það eina sem við þurfum er einhver innri ró sem við finnum að öllum líkindum hjá fjölskyldu okkar og vinum og frelsi frá neyslu jólanna. Aron Can talar um það í þessu tölublaði að hann sé að springa úr gleði, það getum við gert án þess að missa okkur í tilboðum og neysluhyggju jólanna. n Minnir svo margt á jólin Stóru tíðindin í skoðanakönnun Prósents um stuðning við aðild að ESB, sem Fréttablaðið birti í vik- unni, eru þau að 55 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru fylgjandi aðild. Allar skoðanakannanir síðasta árið um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að ESB sýna svo ekki verður um villst að meirihlutinn vill fulla aðild þannig að hér er síður en svo um fráviksniðurstöðu að ræða. Meirihlutinn vill inn! Þetta þarf ekki að koma á óvart. Þróun alþjóðamála á undanförnum árum er áhyggjuefni. Einangrunar- hyggja færist í vöxt í Bandaríkjunum og í tíð Trumps, fyrrverandi forseta, munaði hársbreidd að þetta forystu- ríki á Vesturlöndum drægi sig út úr varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Margt bendir til að þess verði skammt að bíða að einhver skoð- anabróðir Trumps komist til valda í Hvíta húsinu, þótt úrslit þing- kosninganna vestra fyrr í þessum mánuði hafi orðið áfall fyrir Trump sjálfan og ólíklegt sé að hann eigi endurkomu auðið í forsetastól. Eitt hlutverk ESB er að vera varn- arbandalag aðildarþjóðanna. Sést þetta best af því að 42. grein Lissa- bon-sáttmála ESB er sambærileg við 5. grein NATO-sáttmálans, sem kveður á um að árás á eitt NATO-ríki sé árás á þau öll. Í ljósi yfirgengilegrar landvinn- ingastefnu Rússlands hafa helstu ESB-ríkin nú ákveðið að stórauka framlög sín til varnarmála. Kemur þar einnig til að nokkuð ljóst er að í framtíðinni getur Evrópa ekki reitt sig á Bandaríkin í varnarmálum með sama hætti og verið hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Aftur og aftur kemur meirihlutaviljinn skýrt fram Þetta eru sterk rök fyrir fullri aðild Íslands að ESB. Við þetta bætist að með aðild að ESB og upp- töku evru myndum við losna undan þeim beina og óbeina kostnaði sem fylgir því að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi. Kostnaðurinn hagkerfisins vegna krónunnar – krónuskatturinn – var fyrir tæpum tíu árum metinn um 200 milljarðar á ári. Varlega áætlað er krónuskatt- urinn nú 300 milljarðar á ári. Mætti ekki gera eitthvað fyrir heilbrigðiskerfið, öryrkja og aldraða fyrir þá upphæð á hverju ári? n 32 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttAblAðiðHeLGin FréttAblAðið 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.