Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 38

Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 38
Aroni skaut hratt upp á stjörnuhimininn ungum að árum. Hann segir rútínu mikilvæga fyrir sig til að halda sér á jörðinni. Aron vaknar klukkan fimm á hverjum morgni og er mættur í ræktina klukkan sex. Fréttablaðið/ Eyþór Aron Can Gultekin er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann gefið út fjórar plötur og um síðustu helgi seldist upp á þrett án hundruð manna tónleika í Hörpu. Aron á von á barni í mars og er spenntur fyrir nýja hlutverkinu. Aron Can Gultekin var aðeins sex t á n á r a þegar hann gaf út sína fyrstu plötu árið 2016, ári síðar var hann vin- sælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Spotify. „Ég er búinn að vera ótrúlega lengi í þessu þó að ég sé svona ungur,“ segir Aron Can, sem er nýorðinn 23 ára. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á tónlist þegar ég var lítill en það hefði enginn giskað á að ég yrði tónlistar- maður,“ segi hann. „Það er eiginlega fyndið hvað ég er búinn að vera lengi í þessu en ég tók upp fyrsta lagið mitt þegar ég var þrettán ára gamall og gaf það út á Youtube, var bara að leika mér eitthvað. Svo gaf ég út meira þegar ég var fjórtán og enn meira þegar ég var fimmtán en svo eyddi ég þessu öllu út aðeins seinna,“ segir Aron. Hann segir að árið 2016 hafi hann kynnst pródúserunum Jóni Bjarna Þórðarsyni og Aroni Rafni Gissurar- syni, þá hafi allt breyst og hann hafi fundið sitt „sound“. „Þeir eru geggjaðir og þegar ég hitti þá, þá small bara allt saman,“ segir Aron. „Þarna var ég allt í einu kominn í alvöru stúdíó, fjólublá led-ljós í loftinu og bara alvöru stemning. Þarna prófa ég „auto tune“ í fyrsta skiptið og þarna fæðist þetta sound. Þessi fyrsta plata varð til á einum og hálfum mánuði,“ segir Aron. Allt gerðist hratt Um leið og fyrsta platan kom út fóru hlutirnir að gerast hratt hjá Aroni og hann varð á meðal vin- sælustu tónlistarmanna landsins. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2017 fyrir rappplötu ársins, rapplag ársins og sem bjartasta vonin. Sama ár vann lagið Silfurskotta með Emmsjé Gauta verðlaun sem lag ársins í f lokki rapp- og hipp- hopp-tónlistar en Aron syngur með Gauta í því lagi. „Það var bara geggjað hvað þetta gerðist allt hratt og fólk var greini- lega tilbúið í þetta nýja sound sem ég var að gera,“ segir Aron. „Ég hafði verið að hlusta mikið á íslenskt hipphopp en ég var líka að hlusta mikið á erlenda tónlist. Byrjaði að hlusta á tyrkneskt rapp en hlustaði til dæmis líka mikið á Drake og The Weeknd og það veitti mér mikinn innblástur sem heyrist alveg í minni tónlist,“ segir hann. Aron segir að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur þegar hann byrjaði í tónlistarbransanum hafi honum verið tekið ótrúlega vel af kollegum sínum. „Ég var bara unglingur en þeir tóku mér opnum örmum. Gauti (Emmsjé Gauti) tók mig mikið að sér og veitti mér svo mikla leiðsögn og gaf mér ráð. Það er enn þannig í dag að ég veit alltaf að ég get hringt í hann ef mig vantar ráð,“ segir hann. Aron minnist þess þegar hann keppti í Rímnaf læði, rappkeppni unga fólksins sem haldin er af Sam- fés. „Þá var Emmsjé Gauti kynnir. Þetta er svo klikkað af því að hann var idolið mitt og svo þremur árum seinna er ég bara mættur í stúdíó með honum. Svo hef ég hitt og unnið með svo mörgum af þessum fyrirmyndum mínum og er orðinn einn af þeim.“ Hvernig fannst þér að vera allt í einu orðinn einn af þeim? Hef alltaf verið slakur gaur Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is „Það var og er bara geggjað,“ segir Aron. „Ég hef sjúklega gaman af þessu og tónlist hefur alltaf verið mitt áhugamál númer eitt og núna fæ ég að vinna við það, sem er sturl- að,“ bætir hann við. „Núna veit ég líka hvað ég geri þegar það kemur nýr ég, einhver ungur og efnilegur, þá mun ég taka á móti honum með kærleika og ást alveg eins og var gert við mig, það skiptir svo miklu máli.“ Spenntur að verða pabbi Aron Can er alinn upp í Grafarvogi og segist elska hverfið. „Svo mikið að hérna keypti ég mína fyrstu íbúð og hér ætlum við fjölskyldan að búa, verðum í geggjuðum málum með litla barnið,“ segir Aron en hann og kærastan hans, Erna María Björns- dóttir, eiga von á sínu fyrsta barni í mars. „Ég get ekki beðið, er ekkert eðli- lega spenntur,“ segir Aron. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og segi það í lagi sem ég skrifaði í síðustu viku: Ég veit ekkert hvernig ég ætla að ala þig upp en það kemur í ljós, ég elska ekkert meira en son minn og hann er ekki kominn,“ segir hann. „Ég veit bara að hann mun fá alla þá ást sem hann á skilið. Frá mér og mömmu sinni, öllum vinum okkar og fjölskyldu, við eigum bæði gott bakland og ég er bara ótrúlega ánægður með það hvernig lífið er að þróast. Er þakklátur fyrir lífið og fagna öllu þessu nýja.“ Aron og Erna María eru búin að vera saman í sex ár og segist hann aldrei hafa verið hamingjusamari. „Ég er að springa úr gleði.“ Spurður að því hvernig þau Erna María hafi kynnst segir Aron þau tæknilega séð hafa þekkst síðan hann var lítill. „Hún og Talía systir mín voru bestu vinkonur. Þær eru fjórum árum eldri en ég og voru saman í bekk þannig að þegar ég kynnist henni er ég bara litli krúttlegi bróðir hennar Talíu, en svo missa þær sam- band og ég hitti hana ekki í mörg ár,“ segir Aron. „Svo þegar ég er sextán ára þá var ég á leiðinni til Keflavíkur með vini mínum að sækja upptökuvél sem við notuðum við tónlistarmynd- bandið við Enginn mórall. Hann spyr mig hvort mér sé ekki sama þó að vinkona hans komi með og ég segi auðvitað bara já,“ segir hann. „Þá er það bara Erna María sem ég hef ekki séð í mörg ár og þarna kynnumst við upp á nýtt og á allt öðruvísi hátt. Þarna er ég ekki lengur litli krúttlegi bróðirinn og við lendum einhvern veginn saman Það er sturluð tilfinning að standa uppi á sviði og heyra þrettán hundruð manns syngja lögin þín. Þetta er það skemmti- legasta sem ég hef gert. 38 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttAblAðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.