Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 42

Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 42
Á morgun er fyrsti sunnu- dagur í aðventu. Víða setur fólk upp aðventukrans en sú hefð er talin vera upprunnin í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. birnadrofn @frettabladid.is Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, 27. nóvem- ber. Aðventa er annað heiti á jólaföstu og hefst hún fjórða sunnudag fyrir jóla- dag og stendur því í fjórar vikur. Ef aðfangadag ber upp á sunnudegi verður hann fjórði sunnudagurinn í aðventu. Fyrst er vitað um jólaföstu í Antíokku á Sýrlandi um miðja 5. öld og einni öld seinna varð hennar vart í Rómaborg. Í fyrstu var misjafnt hversu löng jólafastan var en þeirri reglu var komið á um árið 600 að fastan skyldi hefjast fjórða sunnudag fyrir jól. Sú regla um lengd föstunnar náði þó ekki verulegri útbreiðslu fyrr en á 11. til 13. öld. Orðið aðventa hefur verið notað í íslensku að minnsta kosti frá því á 14. öld. Orðið er tökuorð úr latínu, sprottið úr orðinu „adventus “ sem merkir „tilkoma“. Orðið vísar í komu Krists og er aðventan sá tími þegar beðið er með eftirvæntingu eftir fæðingarhátíð hans. Víða um heim setur fólk upp aðventukrans á aðventunni. Sú hefð að setja upp slíkan krans kemur frá Norður-Evrópu en aðventukrans er talinn vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Þaðan barst kransinn til Danmerkur þar sem hann varð vinsæll og algengur eftir árið 1940, frá Danmörku barst hann svo hingað til Íslands. Hér á landi voru aðventukransar aðallega notaðir sem skreytingar í búðargluggum til að byrja með en upp úr 1960 fór að tíðkast að setja upp aðventukrans á íslenskum heimilum. Í upphafi var notast við greni eða greinar í kransana en nú eru þeir þó orðnir fjölbreyttari. Hinar sígrænu grenigreinar tákna lífið og hringurinn táknar eilífðina. Kransinn er skreyttur fjórum kertum sem tendruð eru á sunnu- dögum aðventunnar, á fyrsta sunnu- degi aðventu er kveikt á einu kerti, öðrum sunnudegi tveimur og svo koll af kolli. Fyrsta kertið nefnist spádóms- kerti og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins sem höfðu sagt fyrir um komu frelsarans, Jesú. Annað kertið nefnist Betlehems- kertið og vísar til þorpsins þar sem Jesús fæddist. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðir fjárhirðar voru þeir fyrstu sem fengu fregnir af fæðingu Jesú og fjórða kertið nefnist englakertið og er því ætlað að minna á englana sem báru mannheimi fregnir af fæðingu hans. Aðventuljós eru önnur hefð en hjá mörgum Íslendingum tíðkast að setja slík ljós í glugga fyrsta sunnu- dag í aðventu og eru ljósin með vin- sælla jólaskrauti landsins. Miðað við vinsældir aðventuljósa mætti ætla að um ævafornan sið væri að ræða en talið er að fyrstu aðventuljósin hafi ekki borist til landsins fyrr en árið 1964. Það ár fór Gunnar Ásgeirs- son kaupsýslumaður í versl- unarferð til Stokkhólms. Þar keypti hann aðventuljós í jólagjöf handa nokkrum gömlum frænkum sínum. Ljós- in vöktu slíka lukku að Gunnar hóf að flytja þau inn og selja og nú má sjá þau í nærri hverjum einasta glugga í jólamánuðinum. n Við kveikjum einu kerti á Hér á landi er hefð fyrir því að setja upp aðventukrans og aðventuljós. Kransarnir eða skreytingarnar þurfa ekki að vera flóknar og er um að gera að nýta í þær það sem til er heima. Fréttablaðið/Getty Hvít kerti fara afar vel með grænu greni. Hér sést dæmi um afar klassískan aðventukrans.Kerti á fallegum bakka gera fínasta krans. Það þarf ekki að vera flókið að gera flottan krans. Hér eru notaðar gamlar niðursuðudósir í skreytingu. 42 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.