Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 45

Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 45
Á Fosshótel Reykjavík í Þórunnartúni má finna fjöl- breytta flóru veitingastaða og frábæra aðstöðu til veislu- og fundarhalda. Haust Restaurant er með eitt glæsi- legasta hlaðborð landsins og á Bjór- garðinum má finna mikið úrval af alls konar bjór í notalegu umhverfi. Hótelið býður einnig upp á fjöl- breytta aðstöðu til að halda fundi og veislur þar sem hægt er að njóta metnaðarfullra veislukræsinga við allra hæfi. Þar starfar samheldinn hópur fagfólks sem leitast við að uppfylla kröfur viðskiptavina og vinna að því að upplifun gesta sé hin ánægjulegasta. Góð liðsheild skilar sér til allra Guðni Hrafn Grétarsson er einn reyndasti og skemmtilegasti veit- ingastjóri á Íslandi. Hann starfaði í Perlunni í 15 ár og Hörpunni í 10 ár og tók þátt í að enduropna Haust eftir heimsfaraldurinn. „Hér fæ ég að gera ýmislegt eftir mínu höfði með góðu starfsfólki og það er það skemmtilegasta sem ég get hugsað mér,“ segir hann. „Við erum alltaf að gera nýja hluti og þróa okkur áfram, við vorum til dæmis aðeins að breyta Haust Restaurant og gera hann hlýlegri. Þar er hægt að fá bæði hádegis- og kvöldverðarhlaðborð og þriggja rétta matseðil, jafnvel halda brúðkaup, allt eftir þörfum. Við viljum vera í fremstu röð bæði í mat og þjónustu, svo einfalt er það.“ Hann segir stóra ameríska jóla- hlaðborðið vera vinsælt bæði í hádeginu og á kvöldin fyrir vinnu- staði, vinahópa og fjölskyldur. „Krakkarnir eru spenntir fyrir jóla- húsinu þar sem þau geta leikið sér á meðan foreldrarnir eru að borða og taka því rólega. Á hlaðborðinu er mikið í boði fyrir börnin og eftirréttahlaðborðið er í miklu uppáhaldi hjá þeim.“ Guðni bendir einnig á að aukning hafi orðið hjá hótelinu í erlendum ráðstefnum og kvöldverðum fyrir háttsetta gesti. „Stofnanir með miklar kröfur velja okkur og það segir sitt um gæðin.“ Hann þakkar velgengni staðar- ins góðu starfsfólki og frábærri liðsheild. „Sem gerir starfið svo skemmtilegt og er lykilatriði í öllum hótel- og veitingabransa. Við höfum fengið að vita að það skilar sér til kúnnans hvað okkur finnst gaman í vinnunni og höfum mikinn sameiginlegan metnað.“ Eitthvað fyrir alla á hlaðborðinu Ásgeir Erlingsson, yfirkokkur á Haust Restaurant, bendir á að allur matur sé unninn frá grunni og úr ferskasta hráefni sem völ er á hverju sinni. „Við erum með mismunandi áherslur á hlað- borðunum út yfir árið, byrjum á grænkeraborði í janúar og svo taka við sjávarréttir í mars, okkar sívin- sæla breytilega borð yfir sumarið, villibráð í október og svo stóra ameríska jólahlaðborðið sem hefur heldur betur slegið í gegn. Þó að við séum með þema þá er alltaf eitthvað fyrir alla á hlað- borðinu því við leggjum upp úr því að allir geti farið saman út að borða. Við erum til dæmis alltaf með vegan mat í boði og reynum að vera sem mest glútenlaus. Allir réttirnir á hlaðborðinu eru merktir með innihaldsefnum ef fólk er með ofnæmi og svo er líka hægt að hafa samband ef fólk er á sérfæði. Við erum líka með bakara hjá okkur sem gerir alla eftirréttina frá grunni svo þeir séu sem ferskastir.“ Hugmyndir sem fara út fyrir kassann velkomnar Hildur Kristinsdóttir, verkefna- stjóri ráðstefna, segir hótelið bjóða upp á aðstöðu fyrir ólíka viðburði af ýmsum stærðum. „Við erum með aðstöðu fyrir fundi og getum svo líka haldið afmæli, fermingar, jólahlaðborð og allt þar á milli. Við sníðum viðburðina í góðri samvinnu við gestina og tökum vel í allar hugmyndir. Við reynum að verða við öllum óskum, til dæmis má fólk koma með skreytingar til að gera salina að sínum ef óskað er.“ Hótelið er einnig búið frábæru eldhúsi svo veitingarnar eru ekki af verri endanum. „Við erum með pinnamatseðil fyrir móttökur eða til að halda upp á vel heppnaðan fund í lok dags. Eins stærum við okkur af mjög metnaðarfullum veisluseðli þar sem hægt er að velja úr úrvals réttum. Fermingarhlað- borðin okkar hafa slegið í gegn þar sem við bjóðum upp á sambland af heitum og köldum réttum ásamt kökuhlaðborði. Við leggjum metnað í að allir geti notið þess að borða hjá okkur og reynum að taka fullt tillit til allra sérþarfa í mataræði.“ Hún nefnir að eftirsótt sé að halda brúðkaupsveislur af öllum stærðum á hótelinu. „Veisluseðill- inn er unninn í samráði við brúð- hjónin og salurinn dekkaður upp eftir þeirra óskum. Stóru svíturnar okkar tvær á 16. hæð henta vel fyrir brúðhjón til að hafa sig til hvort í sínu lagi með sínu nánasta fólki og við mælum eindregið með að dvelja í svítunni á brúðkaups- nóttina svo hægt sé að njóta þess að sofa út og fara í brönsinn okkar á Haust.“ Vinsælt er að halda ráðstefnur á hótelinu enda aðstaðan frábær. „Við bjóðum upp á sex sali í heild- ina sem geta tekið allt upp í 220 manns. Á sextándu hæð er hægt að halda litla fundi með stórkostlegu útsýni yfir borgina. Hinir salirnir eru á annarri hæð hótelsins og eru með innbyggðu hljóðkerfi fyrir ræðuhöld, skjái og skjávarpa og möguleika á streymistengingu. Við getum boðið upp á túlkaþjónustu og streymi af fundum og létta morgun- og eða síðdegishress- ingu.“ Hildur segir hugmyndir sem eru aðeins út fyrir kassann alltaf vel- komnar. „Við fögnum því að fá stór verkefni sem gefa okkur tækifæri til að sanna hvað við getum og læra nýja hluti í leiðinni.“ Mesta úrval af jólabjór á landinu Alex Rocha kom til starfa á Bjór- garðinum fyrir ári og segir garðinn frábæran valkost þegar kemur að bjórdrykkju í Reykjavík. „Við erum hluti af hóteli og þess vegna eru þægindi og öryggi okkar aðalsmerki. En Bjórgarðurinn er samt auðvitað bjórgarður með af- slöppuðu og líflegu andrúmslofti. Hér hittast hótelgestir og heima- menn sem vinna í nágrenninu og njóta þess að smakka nýjar og spennandi bjórtegundir. “ Bjórúrvalið er mikið, 26 bjórar á krana og 90% íslensk framleiðsla. „Núna erum við til dæmis með mesta úrval af jólabjór á landinu og allt á krana,“ segir Alex og minnist sérstaklega á húsbjórinn, sem er framleiddur í samstarfi við bruggstofuna Gæðing. Og matinn. „Við erum með borgara og fisk og franskar og vegan valkosti fyrir þau sem það vilja. Eitthvað fyrir alla.“ Bjórgarðurinn hefur líka tekið þeim stakkaskiptum að þar er nú hægt að fylgjast með alþjóð- legum íþróttaviðburðum og halda fundi og viðburði. „Margir funda á morgnana í Bjórgarðinum og fá sér síðan hádegismat, annaðhvort þar eða á Haust og það er að mælast mjög vel fyrir.“ Bjórgarðurinn er opinn frá hádegi til ellefu á kvöldin og til eitt um helgar. Í Þórunnartúni eru næg bíla- stæði og auðvelt að leggja svo það er ekkert því til fyrirstöðu að kíkja á Haust í hlaðborð eða bjór og njóta gæða, þjónustu og þæginda í fal- legu umhverfi . n Glæsihótel með framúrskarandi veitingar Guðni Hrafn Grétarsson, Hildur Kristinsdóttir og Ásgeir Erlingsson bjóða gesti velkomna með bros á vör. Fréttablaðið/Ernir Eftirréttirnir á Haust njóta vinsælda hjá öllum aldurshópum enda gerðir frá grunni af bakara hótelsins. Alex Rocha segir heimamenn og hótelgesti mætast í þægilegu andrúmslofti í Bjórgarðinum. Á hlaðborðinu á Haust er boðið upp á úrval rétta við allra hæfi og tekið er sérstakt tillit til sérþarfa í mataræði. Við viljum vera í fremstu röð bæði í mat og þjónustu, svo einfalt er það. Guðni Hrafn Grétarsson ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 26. nóvember 2022
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.