Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2022, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 26.11.2022, Qupperneq 48
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103 Árleg bókamessa Félags íslenskra bókaútgefenda hefst í dag klukkan 11 í Hörpu í Reykjavík og stendur yfir til klukkan 17 á morgun. Það eru Félag íslenskra bókaútgefenda og Bókmennta- borgin sem standa saman að bókamessunni en þar mætast saman útgefendur, höfundar og lesendur og njóta samvista hvert annars og alls þess sem heldur orðlistinni í öndvegi, segir Bryn- dís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. „Rúmlega 30 útgefendur munu kynna bækur sínar svo gera má ráð fyrir að megnið af jólabóka- flóðinu taki sér helgarbólfestu í Hörpu. Þetta er í tólfta sinn sem messan er haldin, síðustu tvö ár var hún þó aðeins á vefnum í formi fjölbreyttrar bókmennta- dagskrár. Það fagna því allir að geta komið saman á ný í Hörpu.“ Fjölbreytt dagskrá Hægt verður að gera góð kaup um helgina, spjalla við höfunda og jafnvel fá bækur sínar áritaðar af þeim. „Eins er gott að slaka bara á, rölta um svæðið í rólegheitum, hitta mann og annan og safna hugmyndum að góðum jóla- gjöfum eða eigin jólaóskum og láta útgáfuna koma sér á óvart.“ Barnabóka-smakkið verður á sínum stað, segir Bryndís. „Þar má finna sýnishorn af nýjum barna- bókum á stóru borði þar sem börn á öllum aldri geta skoðað, f lett og auðvitað tyllt sér niður og lesið heilu og hálfu bækurnar á meðan þeir fullorðnu rölta um svæðið. Þetta er líka tilvalinn staður til þess að ganga frá óskalistum, til dæmis með því að taka myndir af þeim bókum sem börnin eru spenntust fyrir.“ Bókmenntadagskrá í Kaldalóni Vegleg bókmenntadagskrá á vegum Bókmenntaborgar verður að þessu sinni í Kaldalóni og hefst klukkan 13 og 15 báða dagana. „Í dag laugardag klukkan 13 ræðir Dagný Kristjánsdóttir við Guðna Elísson, Rögnu Sigurðardóttur og Silju Aðalsteinsdóttur um ástina í verkum þeirra og klukkan 15 ræðir Yrsa Sigurðardóttir um glæpasögur við Katrínu Jakobs- dóttur og Ragnar Jónasson.“ Á sunnudag klukkan 13 stýrir Björn Halldórsson pallborðsum- ræðum um smásögur og fær til sín rithöfundana Maríu Elísabetu Bragadóttur, Örvar Smárason, Guðjón Baldursson og Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur þýðanda. Klukkan 15 stýrir Sunna Dís Másdóttir pall borðs- umræðum um erlend skáld á íslenskum ritvelli. Þátttakendur í pallborð- inu verða þau Natasha S., Jakub Stachowiak og Ewa Marcinek. Bókatíðindin bæði prentuð og á vef Búið er að dreifa prent- aðri útgáfu Bókatíðinda en hægt er að nálgast eintök á messunni um helgina. „Þá má líka benda á að Bókatíðind- in eru nú komin með eigin vefsíðu, boka- tidindi.is, þar sem hægt er að kynna sér allar bækur á einum stað og auðvelt að deila bókaóskum með vefslóðum. Það er sérstök ástæða til þess að benda lesendum íslenskra bóka sem búsettir eru erlendis á vefsíðuna á meðan enn vinnst tími til bóka- sendinga fyrir jól.“ Sterkt skáldverkaár Bryndís segir að ekki þurfi að sökkva sér á bólakaf í bókaflóðið til þess að sjá að hér er á ferðinni feiknarsterkt skáldsagnaár sem endast mun þjóðinni vel fram yfir jól. „Margir þekktir rithöfundar eiga bækur þetta árið en líka stór hópur yngri höfunda sem ástæða er til að kynnast. Annars er útgáfan fjölbreytt að vanda og má til dæmis finna fjölmargar fínar fræðibækur og ævisögur.“ Styttist í tilnefningar Nú styttist í tilnefningar til Íslensku bókmenntaverð- launanna en þær verða kynntar á Kjarvalsstöðum 1. desember. „Það eru líklega erfiðir dagar hjá dómnefndum sem setið hafa að lestri frá því í byrjun september og þurfa að velja þær fimm bækur sem tilnefndar verða í hverjum flokki.“ Verðlaunin skiptast sem áður í þrjá f lokka, fræðibækur, barnabækur og skáldverk. Hún hvetur sem flesta til að kíkja við í Hörpu um helgina. „Það er einlæg von okkar sem að bókaútgáfu stöndum að bækur rati í pakka sem flestra lands- manna í ár. Það er gamall og góður siður að læða nýrri bók með sér í rúmið á jólanótt.“ Bókamessan fer fram dagana 26.-27. nóvember milli klukkan 11 og 17. n Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Reykjavíkur Bók- menntaborgar UNESCO (Bok- menntaborginReykjavik) og á heimasíðu Félags íslenskra bókaútgefenda, fibut.is. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Páll Baldvin Baldvinsson djúpt sokkin í Síldarárin á Bókamessunni 2019. Barnabækur í vandaðri uppstillingu sem miða við hæð lesenda. Bryndís Loftsdóttir ásamt forsvarsmönnum elstu bókaforlaganna, Hrefnu Róbertsdóttur og Ólöfu Dagnýju Óskarsdóttur. Höfundar Forlagsins spjalla við gesti og árita bækur sínar. Þetta er líka tilval- inn staður til þess að ganga frá óskalistum, til dæmis með því að taka myndir af þeim bókum sem börnin eru spenntust fyrir. Bryndís Loftsdóttir 2 kynningarblað 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURBók amessa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.