Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2022, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 26.11.2022, Qupperneq 50
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Magnea Magnús hefur verið bókaormur allt sitt líf. Hún setti á fót Facebook-hópinn Bókagull – Umræða um góðar bækur fyrir þrettán árum en hópurinn telur í dag rúmlega sautján þúsund manns. Þar skapast líf- legar umræður um alls kyns bækur. Facebook-hópurinn Bókagull – Umræða um góðar bækur, var stofnaður fyrir þrettán árum og telur rúmlega sautján þúsund meðlimi. Þar fer fram lífleg og skemmtileg umræða um góðar bækur eins og heiti hópsins gefur til kynna og er hópurinn virkur allt árið, segir Magnea Magnús, stofnandi hans. „Við hjónin áttum Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík í fimmtán ár og þar vorum við auð- vitað mikið að ræða um bækur og þurftum meðal annars að fylgjast vel með umræðum um jólabæk- urnar. Mér fannst vanta umræður þar sem fólk gæti rætt saman um bækur og þá ekki bara fyrir jólin og var að spá í þetta í einhvern tíma. Eftir mikla hvatningu frá vinkonu minni heitinni, sem vann hjá okkur, henni Svanhildi Diego bókaormi, skellti ég mér í þetta og hún hjálpaði mér að finna nafnið með mér.“ Mikil vinna tengd hópnum Mjög líf legar umræður skapast reglulega um ólíkar bækur að hennar sögn og því gott að leita ráða í hópnum. „Mér finnst til dæmis frábært að geta farið á bókasafn og fundið ummæli í Bókagulli um bók sem ég er að spá í að lesa.“ Hún segir mikla vinnu fara í að halda hópnum hreinum, til dæmis með því að henda út róbótum, auglýsingum og öðru sem henni finnst ekki eiga heima í hópnum. „Maðurinn minn, Friðrik Sigurðs- son, er kominn með mér í þetta því stundum kemur tímabil sem ég er alveg búin að fá nóg. Það sem hefur komið mér á óvart er hvað sumir virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað það er dýrmætt að umræður í hópnum snúist bara um bækur. Hvað fólki finnst um bækur sem það hefur lesið og hvort það mæli með þeim eða ekki. Það þarf að leggja á sig mikla vinnu svo að svona hópar týni ekki upphaflegum tilgangi sínum. En Bókagull er þrettán árum síðar enn eins og ég vildi hafa hópinn upphaflega, það er að hann inni- haldi umræður um góðar bækur, Lyktin af nýjum bókum er algjörlega einstök Magnea Magnús stofnaði Face­ book­hópinn Bókagull – Um­ ræða um góðar bækur, fyrir þrettán árum. MYND/AÐSEND Magnea Magnús varð snemma bókaormur og fastagestur á bókasöfnum og í bókabílum. því allar bækur eru jú góðar, bara misgóðar.“ Var bókasjúk stelpa Magnea hefur verið bókaormur frá því hún man eftir sér. „Ég var bókasjúk sem stelpa og fór sem barn og unglingur nánast í hverri viku í bókabílinn eða í strætó á bókasafn. Þá tók ég þær tíu bækur sem var hámarkið og Ingunn, æskuvinkona mín, tók svo aðrar tíu bækur og þessar 20 bækur dugðu okkur í viku.“ Skandinavísku krimmarnir eru í miklu uppáhaldi þessi árin að hennar sögn en svo koma nokkrir íslenskir, amerískir og breskir höfundar sterkir inn. „Bókalestur gefur mér alveg ótrúlega mikið. Ég hef reyndar minna getað lesið síðasta árið vegna heilahristings og ég sakna þess að geta gleymt mér í góðri bók. Mér finnst líka gott að handleika bækur og lyktin af nýjum bókum er algjörlega einstök. Af nýútgefnum bókum þessa dagana er ég mest spennt fyrir Drepsvörtu hrauni eftir Lilju Sigurðardóttur og Saknaðarilmi eftir Elísabetu Jökulsdóttur en þessir höfundar eru í miklu uppá- haldi hjá mér.“ n FORLAGSFJÖR Á BÓKAMESSU • Höfundar afgreiða og árita bækur sínar • Föndur fyrir börnin • Gefins plaköt og bókamerki V i ð t ö k u m v e l á m ó t i y k k u r í H ö r p u u m h e l g i n a k l . 1 1 – 1 7 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is 4 kynningarblað 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURBók amessa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.