Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 80

Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 80
Yrsa Þöll Gylfadóttir er fjöl- hæfur höfundur sem skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Þessi misserin skrifar hún fyrir nýjustu lesendurna bókaflokkinn Bekkurinn minn sem hefur notið mikilla vinsælda. „Ég ætlaði í sjálfu sér ekki að skrifa barnabækur, ég var alltaf bara í skáldsögunum og maðurinn minn sá um barnabækurnar á okkar heimili. En svo var elsta barnið mitt sjö ára og þá fann ég að það vantaði meira efni fyrir einmitt þetta stig í lestrarkunnáttu barna, fyrir nýlæsu börnin en ekki algjöra byrjendur,“ segir Yrsa Þöll. „Við bjuggum úti í Svíþjóð á þeim tíma og þar var einmitt að finna svo margar bækur fyrir þetta stig, vandaðar og skemmtilegar bækur á einföldu máli, þar sem setningarnar eru ekki of langar, þar sem flottar og margar myndir styðja við textann og sem nýlæst barn ætti að geta klárað á einu kvöldi. Fljótlega eftir að fyrstu bæk- urnar komu út komu fyrirspurnir um hvort við gætum líka gert enn þá léttari bækur með verulega knöppum texta en samt skemmti- legar. Og þá urðu til laufléttu útgáfurnar, sem eru í grunninn sömu sögur, nema í enn þá færri og einfaldari orðum og styttri setningum.“ Iðunn Arna er meðhöfundur Yrsu og myndlýsir bækurnar um Bekkinn minn. „Ég er einstaklega ánægð með myndirnar, þær eru í stíl sem passar efninu og bók- unum vel og svo gæti samstarfið ekki verið betra, Iðunn nær alltaf að sjá söguheiminn fyrir sér og bæta einhverju við. Við hittumst og skissum upp bækurnar, opnu fyrir opnu og það er svo gaman að upplifa það að skapa með öðrum, nokkuð sem ég hef ekki þekkt hingað til.“ Yrsa segir myndir skipta gríðar- lega miklu máli í barnabókum. „Þær styðja við textann og auka lesskilninginn og oft segja þær líka eitthvað meira eða annað en textinn og dýpka þannig söguna. Myndir eru svo stór hluti af okkar menningu og loksins er fólk farið að átta sig á því að það er eitthvað til sem heitir myndlæsi og að myndir í bókum eru ekki lítilvægt skraut heldur mikilvægur hluti af bókinni og upplifun lesandans. Ef ekki væru svona flottar myndir í mínum bókum efast ég um að mörg börn hefðu áhuga á að lesa þær.“ Nýjasta bókin í bókaflokknum heitir Jólaleikritið og fjallar um Unni Leu sem skrifar og leikstýrir jólaleikriti bekkjarins ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Unnur er mjög metnaðarfull, einum of eiginlega, og hún sér í hillingum að fá jafnvel Grímuverðlaunin fyrir verkið. En auðvitað verður raunin önnur og hún þarf að bíta í það súra epli að það verður ekki allt eins og hún sá fyrir og að mögu- lega sé ekki alltaf best að stjórna með harðri hendi. Ég skrifaði ein- mitt sjálf jólaleikritið í skólanum mínum þegar ég var í sjötta bekk, minnir mig. Ég held samt ekki að ég hafi verið svona metnaðarfull og kröfuhörð, bara mátulega.“ Yrsa segir mikilvægt fyrir börn að lesa alls konar skemmtilegar bækur, hvort sem um er að ræða raunsæjar bækur eða ævintýra- bækur en viðurkennir að Bekkur- inn minn sé stílaður á að höfða til barna með vísunum í raunveru- leika þeirra sjálfra. „Sem barni þótti mér afskap- lega gaman að lesa um líf krakka í mínum samtíma, sem voru að ganga í gegnum það sama og ég. Og þegar maður les um eitthvað sem maður þekkir vel, sem maður taldi sig jafnvel vera einan um að pæla í, því það er svo lítið og ómerkilegt, en les svo um það í bók, þá verður það allt í einu svo merkilegt.“ n Skemmtilegar sögur á einföldu máli Yrsa Þöll Gylfadóttir skrifar bókaflokkinn Bekkurinn minn fyrir nýlæs börn sem þurfa bæði skemmtilegar og viðráðanlegar bækur. fréttablaðið/stefán Kristín Björg Sigurvinsdóttir skrifaði sína fyrstu bók þegar hún var þrettán ára. Eftir mörg ár í skúffu rataði handritið til Bókabeitunnar og nú er komin út önnur bók í þríleiknum um Dóttur hafsins. „Sagan fjallar um Elísu, sem er unglingur á Vestfjörðum,“ segir Kristín Björg. „Eitt kvöldið þegar hún og vinkona hennar eru að vinna skólaverkefni rekast þær á gamla heimild sem fjallar um konu sem hvarf í hafið fyrir mörgum árum. Þetta sama kvöld heyrir Elísa undarlega tónlist berast frá hafinu sem leiðir hana niður í fjöru og ofan í undirdjúpin þar sem hún dregst inn í hörku- spennandi atburðarás. Í fyrstu bókinni, Dóttir hafsins, uppgötvar aðalsöguhetjan Elísa að hún hefur mikinn vatnamátt. Í Bronshörpunni fá lesendur áfram að fylgjast með henni, en sögu- sviðið færist úr djúpum og köldum sjónum yfir á nýjan og framandi stað. Ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa stödd í ókunnugum heimi þar sem hún kynnist fjórum ungmennum sem hafa svipaða töfrakrafta og hún; loft, jörð, eld og orku. Þau eru kölluð gæslu- menn grunnefnanna og hafa verið kölluð saman til að bjarga íbúum Renóru.“ Hún var þrettán ára þegar hún skrifaði Dóttur hafsins og fjórtán þegar hún skrifaði Bronshörpuna. „Ég skrifaði lítið í menntaskóla og á háskólaárunum og það var ekki fyrr en ég var búin að vinna sem lögfræðingur í nokkur ár að ég rekst af tilviljun á gamla handritið að Dóttur hafsins í tölvunni. Þegar ég las það aftur kom það mér svo skemmtilega á óvart að ég ákvað að endurskrifa bókina en byggja á hugmyndunum úr uppruna- lega handritinu. Stuttu eftir það vatt ég mér beint í að endurskrifa Bronshörpuna en ég átti ekki nema örfáar blaðsíður skrifaðar úr síðustu bókinni. Það var því svo- lítið fyndið að setjast niður með tómt skjal, þegar kom að þriðju bókinni, í staðinn fyrir að endur- skrifa gamalt handrit.“ Hún segir fantasíuáhugann ekki hafa dvínað síðan hún var ungl- ingur. „Ég átti erfitt með lestur sem barn en það breyttist allt þegar ég kynntist fantasíunum. Þær gjörbreyttu lífi mínu, ekki nóg með að ég varð fluglæs á mettíma heldur gáfu bækurnar mér svo mikið og fóru með mig á ótrúleg- ustu staði. Þar var á þessum árum sem brennandi áhugi á sögum kviknaði, nógu sterkur til þess að ég vildi leggja skrifin fyrir mig í framtíðinni.“ Kristín Björg var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dóttur hafsins og segir það hafa haft mikil áhrif á sig. „Það var algjör draumur! Þetta var svo mikill heiður og ég er svo þakklát. Ég gleymi ekki deginum þegar ritstjórinn minn bað mig um að koma við hjá Bókabeitunni og árita bækur en þegar ég kom rétti hún mér bunka af tilnefningar- límmiðunum í staðinn. Ég man eftir að heilinn á mér fraus eitt augnablik áður en ég gargaði af gleði.“ Kristín Björg segist vera með ýmislegt í skrifum. „Dulstafa- bækurnar verða alla vega þrjár. Þetta er í raun tvíleikur inni í þríleik þar sem Dóttir hafsins er forsagan og svo eru næstu tvær bækur samfelld saga. Bronsharpan er því glænýtt ævintýri svo það þarf ekki að vera búið að lesa fyrstu bókina til að hafa gaman af annarri bókinni. Síðan finnst mér mjög freistandi að skrifa for- sögur hinna unglinganna sem við kynnumst í Bronshörpunni. En ég er líka spennt að fara í eitthvað glænýtt sem hefur ekki haft alveg jafnlangan aðdraganda.“ n Byggir á handritum sem hún skrifaði þrettán ára Kristín Björg var aðeins þrettán ára þegar hún skrifaði handritið að sinni fyrstu bók en framhaldið kemur út í ár. fréttablaðið/ernir Myndir í bókum eru ekki lítilvægt skraut heldur mikil- vægur hluti af bókinni og upplifun lesandans. Yrsa Þöll Gylfadóttir Þegar ég las það aftur kom það mér svo skemmtilega á óvart að ég ákvað að endur- skrifa bókina en byggja á hugmyndunum úr upprunalega handritinu. Kristín Björg Sigurvinsdóttir 10 kynningarblað 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURBók ameSSa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.