Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 83
Í Sjónarafli er mikið unnið með eftirfarandi setningu: Því lengur sem við horfum á listaverk, því meira sjáum við! Ragnheiður Vignisdóttir Listasafn Íslands gefur út nýtt rafrænt fræðsluefni þar sem lögð er áhersla á þjálfun í myndlæsi. Fræðsluefnið er hluti af stærra verkefni sem ber nafnið Sjónarafl, en fræðsludeild safnsins hefur unnið að verkefninu undan- farin ár og er þessi útgáfa afraksturinn af þeirri vinnu. „Sjónarafl miðar með markvissum hætti að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skóla- kerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningar- arfi þjóðarinnar. Þjálfun í mynd- læsi eykur einnig hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi, rökleiðslu og gagnrýnni hugsun.“ Þetta segir Ragnheiður Vignis- dóttir, fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands. Fræðsluverkefnið Sjónarafl felur í sér valdeflingu þátttakenda til að skilja og takast á við myndrænar upplýsingar og heiminn eins og hann kemur þeim fyrir sjónir. „Í myndlæsi er unnið markvisst með umræðu- og spurnaraðferð kennslufræðinnar þar sem þátt- takendum er gefið gott rúm til að tjá sig og lýsa eða túlka það sem þeir sjá. Með tímanum fá þátttak- endur í verkefninu dýrmæta lykla sem veita þeim hæfni til að skoða og njóta myndlistar í hvaða formi sem er. Þá eru einungis tvö lista- verk tekin fyrir í hverri safnaheim- sókn eða kennslustund, en tekinn er allt að hálftími til að greina, ræða um og rýna í hvert verk með virkri þátttöku nemenda,“ útskýrir Ragnheiður. Skilningur sem situr eftir Í Sjónarafli er unnið mikið með eftirfarandi setningu: „Því lengur sem við horfum á listaverk, því meira sjáum við!“ „Það er svo fallegur sannleikur í þessari setningu,“ segir Ragnheið- ur. „Við sjáum þetta raungerast í heimsóknum nemenda til okkar, þar sem til verður dýpri skilningur á listaverkinu sem skoðað er hverju sinni – skilningur sem situr eftir. Það er einstaklega dýrmætt, ekki síst nú þegar allt hreyfist svo hratt og myndir dynja á okkur úr öllum áttum.“ Myndlæsisþjálfunin fer fram með því að styðjast við valin verk úr safneign Listasafns Íslands og er fræðsluefnið sjálft unnið sérstak- lega með kennara í huga – þann- ig að hvaða kennari sem er geti tekið efnið og notað í kennslu, eða komið í heimsókn á safnið sem hluta af náminu. „Efnið er unnið út frá alþjóð- legum rannsóknum og kennsluað- ferðum í myndlæsi. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur nú yfir sýningin Viðnám þar sem mynd- list og vísindi mætast og þar má sjá lykilverk úr safneign Lista- safns Íslands sem tekin eru fyrir í fræðsluefni Sjónarafls,“ upplýsir Ragnheiður. Aukið sjálfstraust og færni Í Listasafni Íslands starfa sérfræð- ingar í íslenskri myndlist. Hluti af gæðastarfi safnsins í fræðslu- málum var að byrja verkefnið í þróunarfasa þar sem hægt var að meta praktísk atriði ásamt raun- verulegum árangri. „Síðasta ár var Listasafnið í sam- starfi við kennara og nemendur í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík þar sem verkefnið var á þróunarstigi. Með því samstarfi gátu sérfræðingar í fræðsluteymi safnsins lagt mat á árangur nem- enda sem tóku miklum fram- förum á tímabilinu. Til dæmis varð geta þeirra til að lesa í myndir og beita aðferðum myndlæsis Sjónarafl – nýtt kennsluefni í myndlæsi Ragnheiður Vignisdóttir er fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands. Í Sjónarafli fer fram myndlæsisþjálfun þar sem stuðst er við valin verk úr eigu Listasafns Íslands. MYNDIR/AÐSENDAR Geta nemenda til að lesa í myndir og beita aðferðum myndlæsis hefur sýnt sig að verða áberandi góð eftir þátttöku þeirra í Sjónarafli. Þá jókst bæði sjálfstraust nemenda í tjáningu og færni þeirra í rökhugsun. Fræðsluefnið sjálft er unnið sérstaklega með kennara í huga – þannig að hvaða kennari sem er geti tekið efnið og notað í kennslu eða komið í heimsókn á safnið sem hluta af náminu. áberandi góð, sjálfstraust nemenda í tjáningu jókst og færni þeirra í rökhugsun að sama skapi,“ greinir Ragnheiður frá. Lengi hefur verið kallað eftir fræðsluefni eins og Sjónarafli, jafnt frá skólastofnunum í nærumhverf- inu og eins frá skólastjórnendum og kennurum á landsbyggðinni sem ekki hafa sama svigrúm til safnaheimsókna og skólar á höfuð- borgarsvæðinu. „Við höfum nú þegar fengið pantanir frá kennurum sem vilja nota efnið í sinni kennslu. Þá hefur fræðsluefnið verið gert aðgengilegt á vef Listasafns Íslands, listasafn. is, og verður því meðal annars fylgt eftir með námskeiðum og kynn- ingum fyrir kennara á næstu mánuðum. Ég hvet áhugasama skólastjórnendur og kennara til að hafa samband við okkur og fá nánari kynningu á efninu,“ segir Ragnheiður. Aukinn sýnileiki myndlistar Listasafn Íslands sinnir lögbundnu menntunarhlutverki. „Með Sjónarafli og fram- setningu þess er safnið að þróa nýja leið til að styðja við kennslu í mynd- og menningarlæsi með faglegum hætti í beinum tengslum við listaverkaeign þjóðarinnar, aðalnámskrár, Barnasáttmálann og myndlistar- og menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Er það von okkar að verkefnið muni stuðla að auknum sýnileika mynd- listar og að hún fái meira vægi við menntun komandi kynslóða,“ segir Ragnheiður, en með henni í fræðsluteymi Sjónarafls eru Marta María Jónsdóttir, Hólmar Hólm og Anja Ísabella Lövenholdt. n Sjá listasafn.is og listasafn.is/laera/ sjonarafl-thjalfun-i-myndlaesi/ ALLT kynningarblað 5LAUGARDAGUR 26. nóvember 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.