Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 90
stjóri hafi boðað niðurskurð og að mögulega eigi að loka fangels- unum að Sogni eða Kvíabryggju til að minnka kostnað, þannig sé hægt að fækka föngum og fangavörðum. „Það sparast með þessu peningur og hægt að færa til störf. Það er það sem gerðist þegar fangelsinu á Akur- eyri var lokað, en sá peningur er búinn núna.“ En þýðir þetta ekki lengri bið í afplánun? „Jú, algerlega. Ef það er fækkað um fanga á hverju ári felst sparn- aður í því auðvitað. Það eru um 340 manns á biðlista í boðun og sá listi mun klárlega lengjast ef vistunarúr- ræðum verður fækkað.“ Opið fangelsi og aðgengi Kvíabryggja er skilgreind sem opið fangelsi og er þar hægt að vista alls 21 fanga. Í fangelsinu eru ekki riml- ar fyrir gluggum né svæðið afgirt að nokkru leyti. Fangelsið er því mjög ólíkt því sem er á Hólmsheiði og Litla-Hrauni og samkvæmt því er starfsemin öðruvísi. Á vef Fangelsismálastofnunar segir að þar sé að finna rúmgóða setustofu, eldhús, borðstofu og góðan æfingasal. Fangar sjá um matseld. Auk þess þurfa þeir að vera tilbúnir til að takast á við vímuefna- vanda sinn og taka þátt í endur- hæfingaráætlun og stunda vinnu eða nám. Á Kvíabryggju starfa níu fanga- verðir sem vinna á þrískiptum vöktum, tveir á morgun- og kvöld- vakt en einn frá miðnætti til sjö á morgnana. Einnig er forstöðumaður og skrifstofumaður virka daga. „Kvíabryggja er öðruvísi stofnun en önnur fangelsi. Þarna eru menn sem eru kannski í fyrsta skipti að eignast vini á lífsleiðinni. Eftir heilablóðfallið fékk ég símtöl frá nokkrum fyrrverandi vistmönnum sem vildu vita hvernig ég hefði það,“ segir Garðar og að fangaverðir fái reglulega bréf frá fyrrverandi föng- um þar sem þeim er þakkað fyrir að gera þeim vistina bærilega. Stofnað sem vinnuhæli „Þetta var upphaf lega rekið sem vinnuhæli og hefur í raun haldið þannig áfram,“ segir Garðar. Hann segir að reglulega komi erlendir fangaverðir til að skoða það sem þeir eru að gera. Hann segir að oft sé talað um Noreg þegar leita á fyrirmynda í fangelsismálum en þar er endurkomutíðni í fangelsi lægst í Evrópu. „Við erum búin að vinna eftir þessu sama kerfi og í Noregi síðan ’54 og vorum lengi vel litnir horn- auga af öðrum deildum innan fang- elsisins. Það hefur mikið breyst síð- ustu ár. Má þar nefna vinnustofur í hinum fangelsunum sem hafa verið vel nýttar. Dyrnar að varðstofunni eru alltaf opnar og fangarnir hafa alltaf greiðan aðgang að starfs- mönnum. Út á það gengur þessi betrunarvist. Það er meðferðin og samtalið,“ segir Garðar. Hann segir að fangarnir í raun sjái um allt fangelsið. Eldi mat, þrífi og hugsi um kindurnar. Það sé aðeins sauðfjárgirðing sem er meira ætlað að halda kindunum úti. „Þeir vita alveg að þeir mega ekki fara út fyrir girðinguna. Það er betr- unin. Þeir fá tilgang, traust og hlut- verk.“ Garðar segir starfið, þótt krefj- andi sé, afar skemmtilegt og að hann njóti þess sérstaklega að sjá þegar betrunarvistin hefur virkað. Fangaverðir eins og foreldrar „Ég segi alltaf að okkar hlutverk sem fangaverðir sé í raun að vera for- eldri. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeir taki lyfin sín, þrífi sig og tannbursti og að þeir fari til læknis. Við metum líðan þeirra og eigum að grípa inn í þegar eitthvað er í gangi. Okkar hlutverk er að vera foreldri og þú gerir það ekki með lokaðar dyr. Þú þarft að vera í tengslum og þess vegna borðum við með þeim, drekkum kaffi og reykjum.“ Mynd af Garðari sem fylgdi við- tali við hann árið 2018 eftir að hann fékk heilablóðfall einn á vaktinni. MYND/HANNA ANDRÉSDÓTTIR Garðar segir starfið krefjandi en á sama tíma skemmtilegt. MYND/TÓMAS FREYR Fangarnir sjá um að kindurnar séu hirtar og fái að borða. MYND/TÓMAS FREYR Hann segir aðstöðuna þó alls ekki fullkomna á Kvíabryggju og nefnir sem dæmi heimsóknaraðstöðuna sem er engin. „Við erum með matsal og setu- stofu og það er sameiginlegt rými fyrir alla. Menn eru að fá börnin sín í heimsókn og á meðan er kannski einhver annar að horfa á fótbolta. Þú getur ekki neins staðar verið einn með þínum gestum,“ segir Garðar. Undanfarið hefur verið afar erfið staða í fangelsunum. Fyrr í vikunni sátu 62 í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar á Bankastræti Club og annarra mála og greint var frá því í október að fresta þyrfti afplánun fanga vegna mikils fjölda sem sat í varðhaldi, sem var þá 47. „Það er í rauninni mjög slæmt þegar það þarf að fresta. Fólk er að koma jafnvel þremur eða fjórum árum eftir að dómur fellur og marg- ir eru á allt öðrum stað. Það er mjög slæmt fyrir bæði þá og fjölskyldur þeirra,“ segir hann. Fríðindi sem ekki allir skilja Fangarnir sem afplána á Kvía- bryggju eru alls konar og hafa brotið af sér með ýmsum hætti. „Þeir fá fangelsisdóma og það er hluti betrunar að fá að koma. Þeir eru til að byrja með í lokuðu úrræði, svo í opnu úrræði og svo á Vernd og svo í rafrænu eftirliti.“ Á Kvíabryggju má vera með tölvu og farsíma og menn fá tækifæri til að ná tengslum aftur við samfélagið. Garðar segist hafa skilning á því að fólk, og sérstaklega þolendur, hafi kannski ekki skilning á því að fangar hafi slíkan aðgang og frelsi en tekur fram að það sé mjög strangt á því tekið ef fangar misnota þetta. Í f lestum tilfellum missa þeir tækin en í alvarlegustu tilfellunum eru menn sendir aftur í lokað úrræði. „Það er tekið af þeim um leið og það er tilkynnt. Þeim þykja almennt þessi fríðindi mjög almennileg og vilja ekki missa þau. Ég hef verið spurður hvort hægt sé að koma á einhverju umbunarkerfi en ég lít frekar á það þannig að fangarnir komi inn með hundrað prósent traust og það er þeirra að halda því trausti.“ n Okkar hlutverk er að vera foreldri og þú gerir það ekki með lok- aðar dyr.  46 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.