Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 100

Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 100
Lína Langsokkur er ein ást- sælasta barnabókapersóna sögunnar. Hún er sköpuð af sænska rithöfundinum Astrid Lindgren og í dag eru 77 ár síðan fyrsta bókin um Línu kom út. Lína Sigurlína Rúllugardían Nýlendína Krúsimunda Eframísdóttir Langsokkur, betur þekkt sem Lína Lang- sokkur, er ein ástsælasta barnabókapersóna fyrr og síðar. Hún er aðalper- s ó n a í bókaf lokki sænska rit- höfundarins Astrid Lind- g ren. Í dag eru 77 ár síðan f y rst a bók in um Línu kom út. L í n a L a ng - sok k ur er níu ára gömul og í upphafi sögunnar f lytur hún í húsið Sjónarhól. Þar býr hún með hestinum sínum og apanum Herra Níels. Fljótlega eftir að Lína f lytur á Sjónarhól kynnist hún krökkunum Önnu og Tomma sem búa í húsinu við hliðina á. Lína er með rautt hár og freknur, hún er fjörug, klár, óút- reiknanleg og sterk, svo sterk að hún getur lyft hestinum sínum. Móðir Línu lést stuttu eftir að hún fæddist og pabbi hennar er skipstjóri sem siglir um heimsins höf svo Lína býr án fullorðinna á Sjónarhóli. Hún á tösku fulla af gullpeningum og sér um sig sjálf, yfirvöld í þorpinu þar sem hún býr reyna að færa líf Línu í annan farveg en hún er hamingju- söm og lætur ekki segjast. Sagði dóttur sinni sögur Astrid Lindgren fæddist í Svíþjóð þann 14. nóvember árið 1907 og hún lést þann 28. janúar árið 2002. Hún skrifaði fjölda barnabóka og meðal þekktustu bóka hennar eru sögurnar af Línu, Emil í Kattholti, Ronju Ræningjadóttur og börn- unum í Ólátagarði. Árið 1941 hóf Astrid að segja Karin, dóttur sinni, sögur af stúlku sem lenti í ýmsum ævintýrum, en það var Karin sem hóf að kalla uppátækjasömu stelpuna sem mamma hennar sagði henni frá Línu Langsokk. Sögurnar urðu fastur punktur í heimilislífinu hjá Astrid og Karin og síðar fengu fleiri fjölskyldumeðlimir að heyra þær líka. Árið 1944 ákvað Astrid svo að skrifa sögurnar niður, úr varð að hún handskrifaði tvö eintök af sögunni um Línu, eitt handa Karin og annað fór hún með til útgefanda. Honum leist ekki vel á söguna og hafnaði því að gefa hana út, Astrid fór til annars útgefanda í maí árið 1945. Honum leist betur á en þeim fyrri og bað Astrid að gera smávægi- legar breytingar á sögunni sem hún og gerði. Þann 26. nóvember sama ár kom svo út fyrsta sagan um Línu Langsokk. Í kjölfarið komu út tvær bækur til viðbótar um líf Línu, ein árið 1946 og önnur árið 1948. Þrjár myndskreyttar bækur komu svo út árin 1950, 1971 og sú síðasta árið 2001. Fljótlega eftir að fyrsta bókin um Línu kom út í Svíþjóð varð hún afar vinsæl og hlaut bókin almennt góða dóma og seldist vel. Sett var upp barnaleikrit um Línu í Stokkhólmi og árið 1948 var fyrsta Línu-bókin gefin út á íslensku. Bækurnar voru þýddar á fjölmörg tungumál en ekki voru allir sammála um ágæti þeirra. Sumir gengu jafnvel svo langt að segja að bækurnar um Línu væru skaðlegar börnum og á sumum tungumálum voru sögurnar rit- skoðaðar. Í franskri ritskoðaðri útgáfu birt- ist Lína sem fínleg ung kona í stað sterku sjálfstæðu stelpunnar og hestinum hennar var breytt í smáhest þar sem ótrú- verðugt þótti að lítil stelpa gæti lyft hesti. Við þessa breytingu krafði Astrid Lindgren útgefandann um mynd af raunverulegri franskri stúlku að lyfta smáhesti, þá stúlku sagði hún eiga tryggan feril í kraftlyftingum fram undan. Árið 1995 var Lína Langsokkur fyrst gefin út órit- skoðuð í Frakklandi. Áhrifaríkt að leika Línu Lína Langsokkur hefur heillað heimsbyggðina með persónu- töfrunum sem Astrid Lindgren skapaði henni. Gerðar hafa verið kvikmyndir og sjónvarpsþættir um Línu, Tomma og Önnu. Vinsæl- astar urðu myndirnar og þættirnir sem komu út á árunum 1969 og 1970 þar sem Inger Nilsson fór með hlut- verk Línu. Hér á Íslandi hafa verið settar upp fjölmargar leiksýningar um Línu, Ilmur Kristjánsdóttir lék hana til að mynda á stóra sviði Borgarleikhúss- ins árið 2003. Hún segir hlutverkið hafa haft mikil áhrif á sig. „Þetta var fyrsta hlutverkið sem ég fékk eftir að ég útskrifaðist svo þetta var frekar þægilegt stökk fyrir mig út í leik- húsið en á sama tíma fékk ég s vona hugrakkan karakter í hendurnar og það hefur fylgt mér,“ segir Ilmur. „Að ögra, fara út fyrir boxið og láta ekki segja sér hvað á að gera er allt einkennandi fyrir Línu og það tók ég allt til mín,“ segir Ilmur, sem lék Línu í um hundrað sýningum í leikhúsinu. „Svo fórum við í leikskóla og alls konar staði um allan bæ og það var æðislegt, það dá allir og dýrka Línu,“ segir Ilmur. „Það er svo gaman að hún hvetur krakka til að vera frjáls en svo gerist það líka hjá börnum að þau fara að stoppa hana ef hún fer yfir strikið, þá leiðrétta þau hana og segja bara: nei, þetta má ekki,“ segir Ilmur. „Og þessa sálfræði hef ég notað á mín eigin börn,“ segir hún og hlær. „Þau eru rosalega stundvís, ég segi við þau æi, viltu ekki sofa aðeins lengur og þau bara nei, ég ætla auð- vitað að mæta á réttum tíma,“ bætir hún hlæjandi við. n Sterkasta stelpa í heimi Rithöfundurinn og skapari Línu Langsokks, Asrid Lindgren, ásamt leikkonunni Inger Nilsson sem lék Línu og leikstjóranum Olle Hellblom árið 1969. Fréttblaðiði/Getty Tommi, Lína og Anna úr kvikmynd frá árinu 1969. Fréttablaðið/Getty Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is Fyrsta bókin um Línu Langsokk á íslensku kom út árið 1948. Ilmur Kristjánsdóttir lék Línu í Borgarleikhúsinu árið 2003. Hún segir hlutverkið hafa haft mikil áhrif á sig. Það er svo gaman að hún hvetur krakka til að vera frjáls. Ilmur Kristjánsdóttir 56 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.