Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 114

Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 114
Jólabókaflóðið er ein af þessum séríslensku hefðum sem allir landsmenn kann- ast við en færri vita hvaðan kemur. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga í bókaút- gáfu til að rýna í eðli og upp- runa jólabókaflóðsins. tsh@frettabladid.is Talið er að jólabókaflóðið eins og við þekkjum það í dag eigi rætur sínar að rekja til áranna í kringum síðari heimsstyrjöld og þess efna- hagsástands sem myndaðist vegna víðtæks kvóta og innf lutnings- banns sem takmarkaði úrval gjafa- vöru hér á landi. Eina elstu prentuðu heimildina þar sem jólabókaflóðið er nefnt á nafn má finna í tímaritinu Syrpu, 1. tölublaði, 3. árgangi 1949: „Í ár var jólabókaflóðið meira en nokkru sinni fyrr og héldu því engar stíflur fremur en Markarfljóti. Er að vonum að almenningur, sem sækja á sína sálarfæðu í þetta f lóð, stari næsta ringlaður á straumfallið og þurfi leiðsagnar við um það, hvernig hann skuli bera sig eftir sálarbjörg- inni og hvað vænlegast sé að fiska úr þeirri miklu móðu.“ Hugvit smáþjóðar Af því má skilja að árið 1949 hafi jólabókaf lóðið þegar verið búið að festa sig í sessi en Halldór Guð- mundsson bókmenntafræðingur segir að sú hefð að gefa bók í jóla- gjöf sé töluvert eldri en hið eiginlega jólabókaflóð. „Alvöru bókamarkaður verður ekki til hér fyrr en í byrjun 20. aldar. Það er auðvitað verið að prenta slatta af bókum á 19. öld, bæði hér og í Kaupmannahöfn, en í byrjun þeirrar 20. verður tvöföldun.“ Að sögn Halldórs var þegar orðið vinsælt að gefa bók í jólagjöf á 3. og 4. áratug síðustu aldar. Í Stúdenta- blaðinu 1. desember 1932 má til að mynda sjá auglýsingar frá bóka- verslunum E.P. Briem og Sigfúsar Eymundssonar þar sem landsmenn eru hvattir til að gefa bók í jólagjöf. En ekki höfðu allir þó efni á svo veg- legri gjöf. „Fyrir venjulegan verkamann þá kostaði það einn og hálfan dag að vinna sér inn fyrir einni bók, þær voru svo dýrar. Svo gerist tvennt í stríðinu, einkum þegar líður á stríðið og Kaninn kemur, að það stóreykst peningaflæðið. Peninga- hagkerfið tekur við og fólk fær aðeins meiri kaupmátt og vill gefa jólagjafir en það var vöruskortur í landinu, vesen með aðflutninga og líka bara skömmtun á mörgum sviðum. Ég held að afi minn hafi drukkið svart kaffi því amma mín fékk allan sykurinn,“ segir Halldór. Furðulega lítið breytt Þar sem pappír stóð utan innflutn- ingshafta gripu bókaútgefendur til þess ráðs að prenta f leiri og f leiri bækur sem urðu f ljótt vinsælar í jólapakkana. „Þannig varð útgáfa íslenskra bóka á þessum árstíma tákn um hugvit smáþjóðar sem bæði styrkti sjálfsmynd sína á erfiðum tímum og skóp líka einstaka hefð sem hvergi á sér hliðstæðu í heiminum,“ segir í Bókatíðindum 2021 þar sem Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT), rifjar upp uppruna jólabókaflóðs- ins. Kristján B. Jónasson var for- maður FÍBÚT á árunum 2006-2013 og hefur fylgst vel með stefnum og straumum í bókaútgáfu undanfarna áratugi. Hann segir jólabókaflóðið lítið hafa breyst þrátt fyrir tækni- byltingar undanfarinna ára. „Jólabókaflóðið er alveg furðu- lega lítið breytt, það eina er að það var aðeins seinna á ferðinni í gamla daga. Það var upp við jólin og talað um að jólabókaflóðið væri skollið á í byrjun desember. Þá miðuðu menn oft við að þetta væri eins og Nóa- Jólabókaflóðið ekkert á förum Jólabókaflóð í verslun Máls og menningar í kringum 1970. Mynd/ LjósMyndasafn ReykjavíkuR Halldór Guð- mundsson, bókmennta- fræðingur Kristján B. Jónasson, fyrrverandi for- maður FÍBÚT Hólmfríður Úa Matthíasdóttir, útgefandi For- lagsins n 2021 985 bækur samtals n 2022 913 bækur samtals Fjöldi skráðra bókatitla frá Félagi íslenskra bókaútgefenda Sálfræði, sjálfshjálp Barnabækur myndskreyttar Barnabækur skáldverk Barnabækur fræðibækur/handb. Ungmennabækur Skáldverk íslensk Skáldverk þýdd Ljóð og leikrit Listir og ljósmyndir Fræðibækur/ handbækur Saga, ættfræði og héraðslýsingar Ævisögur og endurminningar Saga, ættfræði og héraðslýsingar Matur og drykkur Hannyrðir og matreiðsla Útivist, tómstundir og íþróttir 86 87 115 31 31 148 193 57 9 161 13 31 9 125 24 53 173 201 53 10 177 12 37 12 22 16 12 n Í baksýnisspeglinum flóðið, það var líking sem var mjög oft notuð, 40 dagar og 40 nætur.“ Ekki samdráttur í hruninu Jólabókaflóðið hefur staðið af sér verðbólgu, efnahagslægðir, hrun og heimsfaraldur. Kristján sem var for- maður FÍBÚT á hrunárunum segir hrunið ekki hafa haft neikvæð áhrif á bóksölu. „Hrunið hafði til að byrja með bara jákvæð áhrif á bókamarkað- inn, vegna þess að í þeirri skrýtnu bylgju sem verður eftir hrunið þá verður gríðarleg áhersla á allt sem var þjóðlegt og okkar gildi. Gamla Ísland. Við lögðum áherslu á bóka- markaðinn og jólabókaflóðið sem var hluti af þessu gamla Íslandi,“ segir hann. Þannig að bóksala dróst ekki saman? „Nei, hún dróst ekki saman í hruninu og raunverulega jókst hún ívið árin á eftir. En svo breyttist markaðurinn á öðrum áratug aldar- innar. Þar er helsti áhrifavaldurinn snjallsíminn sem kemur á markað 2009-10 og sem hvert mannsbarn nánast var komið með í hendur frá 2011 að telja. Þá náttúrlega opnast líka þessi möguleiki á stafrænni miðlun, sem Storytel er svo einhver niðurstaða af.“ Aukning í Covid Covid hefur, eins og allir vita, umturnað flestu í okkar samfélagi, þótt við viljum nú helst láta sem það hafi aldrei gerst. Það virðist þó sem heimsfaraldurinn hafi, líkt og hrunið, haft jákvæð áhrif á jóla- bókamarkaðinn að mörgu leyti. Spurð um hvaða áhrif Covid hafi haft á bóksölu og útgáfu segir Hólm- fríður Úa Matthíasdóttir, útgefandi Forlagsins: „Ég held að það hafi aukist lítil- lega hjá okkur jólabókasalan en mestu áhrif in voru kannski á neysluform. Ég held að það hafi flýtt fyrir þessari stafrænu byltingu. Flýtt fyrir því að fólk færi að hlusta á hljóðbækur.“ Að sögn Úu leiddi Covid og hið breytta neysluform til ákveðins samdráttar í kiljusölu. „En aftur á móti þá stóðst jólabókasalan þetta áfall. Hún hélt áfram og vonandi bara heldur áfram,“ segir hún. Halldór Guðmundsson tekur í sama streng en hann telur að þessi aukning í hljóðbókasölu muni gera það að verkum að vægi jólabóka- flóðsins aukist enn frekar. „Það er mín teoría núna að vegna tilkomu streymisveitna og hljóð- bóka, þá auðvitað sérstaklega Story- tel, sé vægi jólabókamarkaðarins aftur að aukast fyrir hefðbundna útgáfu,“ segir hann. Hækkandi kostnaður Þó er ljóst að Covid hefur haft víð- tæk áhrif á bókamarkaðinn sem birtist einna helst í töfum hjá prent- smiðjum í Evrópu, hráefnisskorti og hækkandi prentkostnaði. Þetta hefur aukist enn frekar vegna stríðs- ins í Úkraínu og orkuskorts í Evrópu en sumir útgefendur eins og Veröld og Sæmundur þurftu í fyrra að fresta bókum um heilt ár vegna slíkra tafa. „Þetta hefur allt áhrif, fyrst var pappírsskortur, svo voru erfiðleikar með f lutninga og það hefur ekki alveg ræst úr þessu þannig að það náttúrlega neyðir bókaútgefendur til að gefa sér meiri tíma. Svo þýðir það líka að kostnaður hefur hækkað, það er orðið miklu dýrara að fram- leiða prentaðar bækur en áður,“ segir Hólmfríður Úa. Sumir bókaunnendur hafa ef til vill tekið eftir því að jólabækurnar kosta aðeins meira en þær gerðu fyrir nokkrum árum enda hafa þessir hlutir óhjákvæmilega áhrif á söluverðið. „Við náttúrlega reynum að halda þessu í skefjum eins og við getum en það er óhjákvæmilegt að þetta hafi áhrif,“ segir Úa. Þanið taugakerfi Jólabókaf lóðið gegnir gífurlega mikilvægu hlutverki fyrir bóksala og útgefendur enda fara allt upp undir 40 prósent af árssölunni fram á þessum tveimur mánuðum fyrir jól. Samkvæmt tölfræði frá FÍBÚT var heildarvelta bókamarkaðarins árið 2021 rúmlega 4,1 milljarður króna. Velta nóvember- og desem- bermánaða var rúmir 1,6 milljarðar eða tæp 39 prósent. Ef velta septem- ber- og októbermánaða, 626 millj- ónir, er tekin inn í myndina er ljóst að haustsalan er rúm 53 prósent af heildarveltu bókamarkaðarins. Því er ljóst að bókaútgefendur og bóksalar eiga mikilla hagsmuna að gæta af þessari jólahefð Íslendinga. Eða eins og Halldór Guðmundsson orðar það: „Taugakerfi þeirra sem eru í bókaútgáfu er náttúrlega þanið til hins ýtrasta á þessum vikum.“ Spurð um hvort jólabókaflóðið sé á förum eða hvort það sé komið til að vera segir Hólmfríður Úa: „Á meðan Íslendingar kunna enn að meta þessar fínu bækur sem við erum að fá fyrir jólin og gefa þær í jólagjöf, þá er jólabókaflóðið ekkert að fara. Ég náttúrlega vona að það lifi sem lengst því mér finnst það dásamlegt.“ n 70 Menning 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.