Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 116

Fréttablaðið - 26.11.2022, Side 116
JS WATCH CO. REYKJAVIK KYNNA MISSTU EKKI AF EINSTAKRI KVÖLDSTUND Í ELDBORGARSAL HÖRPU 4. MAÍ SÍÐAST SELDIST UPP Á 15 MÍNÚTUM! TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX OG MIÐASALAN HEFST Á HARPA.IS OG TIX.IS 1. DESEMBER KL. 12. TÓNLISTARVEISLA SEM ENGINN ÆTTI AÐ MISSA AF! JETHRO TULL Reykjavík Dance Festival Júlíu dúettinn Danshöfundar og flytjendur: Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir Búningar og sviðsmynd: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Hljóðhönnun: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Stephen O’Malley, Sergei Prokofiev og Valdimar Jóhannsson Þjóðleikhúsið, Kassinn Dead Danshöfundar og flytjendur: Amanda Apetrea og Halla Ólafsdóttir (Beauty and the Beast) Ljós og leikmynd: Crisander Burn Tónlist: Karin Dreijer, Linnéa Martinsson og Zhala Rifat Hljóðblöndun: Eliza Arvefjord Tjarnarbíó Sesselja G. Magnúsdóttir Íslenskur dansheimur er að mestu leyti heimur kvenna og fylla konur raðir íslensk ra danshöf unda. Umf jöllunarefni verka þeirra tengjast því eðlilega kvenlegum veruleika, bæði slæmum og góðum hliðum hans. Efni til umfjöllunar undanfarin ár hafa verið; vinna kvenna, breytingaskeiðið og hvern- ig konur geta tekið yfir almanna- rými svo eitthvað sé nefnt. Á Reykjavík Dance Festival sem haldin var 16.-20. nóvember 2022 mátti eins og áður sjá sterka femín- íska danssköpun eins og Femínískt reif Önnu Kolfinnu Kuran og Cumu- lus Andreu Gunnlaugsdóttur og Claudiu Lomoschitz, sem fjallar um loftslagsvána og sýnir áhorfendum pólitík himinsins út frá femínísku sjónarhorni. Þar voru líka tvö verk eftir Höllu Ólafsdóttur, eina af okkar sterkustu femínísku höf- undum, en flest það sem frá henni kemur ögrar hugmyndum okkar um kvenleika á áhrifaríkan hátt. Júlíu dúettinn Tvær konur á miðjum aldri standa á sviðinu. Grá hár sjást í vanga, línur farnar að mýkjast. Þær hreyfast úr stað um leið og þær fara með texta, á ensku. Það heyrist varla orðaskil en hreyfingarnar sýna það sem eyrað ekki nemur. Vígi karlmennskunn- ar. Ættir hatast, karlar sýna krafta sína og völd, þenja sig á torgum, skylmast, drepa, hefna, allt fyrir heiðurinn og hetjuskapinn en hún, hún er bara fjórtán. Sviðssjarmi kvennanna er mikill, líkamar, losti, lesbísk ást kannski, ofsi og ofbeldi. Langdreginn dauði í anda balletts- ins. En hún var bara fjórtán, hún var ástfangin, hún naut ásta og … fæðing, brjóstagjöf, barn með barni, barn að eiga barn eða meybarn að fæða af sér feðraveldið. Efni verksins er sterk af bygging á ballettinum Rómeó og Júlíu sem hefur til að bera nokkrar af drama- tískustu senum klassísku ballett- anna. Það er sterkur leikur hvernig höfundar færa sýn áhorfenda frá hetjuskap og rómantík yfir í ofbeldi og blákaldan veruleika ungrar konu í heimi feðraveldisins. Áhorfendur kynntust Júlíu dúett- inum fyrst sem verki í vinnslu á Vorblóti Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival í júní 2021 og fang- aði það sterkt athygli þeirra. Litlar breytingar hafa orðið á dansverkinu síðan þá nema að það virðist hafa lengst, ekki endilega til batnaðar. Verkið er hliðarafurð af sköpun Höllu Ólafsdóttur og Ernu Ómars- dóttur á verkinu Rómeó og Júlía sem Íslenski dansflokkurinn sýndi á síðasta leikári og ber höfundum sínum ljós merki. Dead Halla Ólafsdóttir er einnig höf- undur dansverksins Dead, meðhöf- undur hennar í því verki er Amanda Apetrea, samstarfskona til margra ára, en saman mynda þær tvíeykið Beauty and the Beast. Dead er áhrifaríkt verk í alla staði. Efnið, framsetningin og ekki síst f lutningurinn. Verkið er klámfengin könnun á kynorkunni, greddu og losta. Í henni birtist nekt og kynferðisleg samskipti sem í gegnum aldirnar hafa verið tengd við myrkur og hið illa. Umgjörð verksins undirstrikaði það villta og dökka í viðfangsefninu. Svið- setningin minnti á djöfladýrkunar- senu í bíómynd nema að skjárinn var ekki til að skapa fjarlægð fyrir áhorfendurna heldur sátu þeir þétt upp við sviðið, auk þess sem dansararnir nýttu pláss fyrir aftan áhorfendabekkina. Undir öllu saman dunaði kraftmikil og hrika- lega f lott tónlist sem magnaði upp andrúmsloftið í rýminu. Verkið var samt ekki aðeins um kraftinn sem býr í óbeislaðri kynorku heldur líka óður til kvenlíkamans og píkunnar. Í byrjun þess var andrúmsloftið frekar á léttu nótunum en þyngdist þegar líða tók á. n niðuRstaða: Í heimi kvenna eru málefni þeirra ofarlega á baugi eins og við er að búast. Kröftug femínísk danssköpun er því áber- andi í íslenskum dansheimi þar sem konur ráða að mestu ríkjum. Femínískur kraftur Amanda Apetrea og Halla Ólafsdóttir skipa dans- tvíeykið Beauty and the Beast. MynD/AðsenD Júlíu dúettinn eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur var fluttur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. MynD/Owen Fiene Dead er áhrifaríkt verk í alla staði. Efnið, framsetningin og ekki síst flutningurinn. Sesselja G. Magnúsdóttir 72 Menning 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.