Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 7

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 7
STETT MEÐ STÉTT 3 um, er virtu geirða samninga að engu, og hefðu hnefarettinn fyrir sinn æðsta dómstól. Þessar kenningar fá þó eigi stað- istí. Sú vanefnd, sem menn 10. apríl í fyrra einungis óttuðust, er nú orð- in meira en ársgömul sívarandi stað- reynd, gem Danir sjálfir hafa í orð- um og athöfnumi viðurkennt að vsöri fyrir hendi. Og vanefnd þessi er tvímælalaust. á verulegum atriðum sambandslagasáttmálans, sem sé a. m. k. bæði ákvæðunum um meðferð utanríkismála og landhelgisgæzlu. En umboð Dana til meðferðar á utanrík- ismálum Isiendinga er sannarlega eitt af höfuðatriðum sambandslag- anna. Þjóðréttarhöfundar eru hinsvegar sammála um, að ef milliríkjasamn- ingur er vanefndur í verulegu atriði, eins og Danir hafa nú viðurkennt, að þeir hafi gert um sambandslögin, þá fái sá, sem fyrir vanefndinni verður, í þessu tilfelli Islendingar, heimild til að rifta þeim samningi. Fullyrðing um riftingarrétt Islend- inga á sambandslögunum eins og nú er komið miðar því hvcírki að því aö óvirða lög, rétt né samningahelgi, heldur þvert á'móti að því að halda öllu þessu í heiðri. Ef Islendingar eru ákærðir fyrir réttarbrohaf þessu til- efni, mætti eins telja það samnings- rof ef maður, sem lofað hefði að greiða kaupmanni fyrir fram mánaðarlega tiltekna upphæð inn í reikning gegn því að fá í mán- uðinum vörur sem þessu svaraði, hætti þessum greiðslum, eftir að kaupmaðurinn er orðinn gjaldþrota og hefir ekki svo mánuðum skiftir getað látið vorurnar af hendi, þrátt fyrir skilvísa greiðslu viðskiftamanns- fns. I þessu tilfelli mundu allir játa, að ef um samningsrof er að ræða, þá er það kaupmaðurinn, sem þau hefir framið, en viðskiftamaðurinn. gerir það eitt, sem honum er nauðsynlegt tfl að vernda rétt sinn. Alveg sama máli er að gegna um Dani og Islend- inga. Danir hafa, raunar sér að ó- sekju, reynst ófærir um að fullnægja sambandssáttmálanum og þar með rofið hann, og ef Islendingar rifta honum af þeim sökum, þá eru þeir ekki þar með að brjóta rétt heldur betita rétti;, sem er jafn viðurkennd- ur í skiftum ríkja sem einstaklinga. Hifct er svo enn annað mál, að Is- lendingar hafa skuldbundið sig til ao láta ágreining út. af atriðum slíkurn sem þessum kotma fyrir milliríkjadóm- Étól. En með þessu er auðvitað ekki sagt, að þeir megi ekki beita rétti sínum, nema með því að hafa fengið hann fyrirfram viðurkenndan af slík- um dómstóli. Heldur einungis hitt, að þeir verði að hlíta úrskurði dómstóls- ins, ef Danir bera málið undir hann. Ætla verður þó(, að mjög hæpið sé, að Danir fitji upp á slíkum málaferlum. Tfl þess er réttur Islendinga of auð- sær. En jafnvel þótt Danir gerðu það, þá verða Islendingar að treysta því, að slíkur dómur meti meira lög og viðurkenndan þjóðarétt heldur en þjóðarstærð, og ef svo er, þá eru Is- lendingar öruggir, ef þeir ganga eigi lengra en öllum fræðimönnum í þjóðia- rétti kemur saman um að fara megi, þegar svo stendur á sem hér. ★

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.